Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 27. júlí
VIKAN SEM HEFST 27. JÚLÍ
Söngur 18 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 28 gr. 1-9 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 1. Konungabók 15-17 (8 mín.)
Nr. 1: 1. Konungabók 15:16-24 (3 mín. eða skemur)
Nr. 2: Hvernig getur Biblían hjálpað eiginkonum? – igw bls. 26 gr. 3, 4 (5 mín.)
Nr. 3: Davíð – börn og unglingar, búið ykkur núna undir að þjóna Jehóva af hugrekki – w12 15.11. bls. 3-7 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
Þema mánaðarins: ,Farið og gerið fólk að lærisveinum.‘ – Matteus 28:19, 20.
10 mín.: Tekurðu framförum í boðunarstarfinu? Ræða með þátttöku áheyrenda. Farðu yfir fyrstu efnisgreinina í Ríkisþjónustu okkar í febrúar 2014 sem fjallar um markmið greinaraðarinnar „Tökum framförum í boðunarstarfinu“. Rifjaðu stuttlega upp nokkrar af þessum greinum. Bjóddu áheyrendum að segja frá ákveðnum atriðum sem þeir hafa haft gagn af í greinaröðinni. Hvettu boðbera til að leggja sérstaka áherslu á það sem við erum hvött til að æfa í hverjum mánuði með því að fara eftir ráðleggingunum undir millifyrirsögninni „Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum“.
10 mín.: Notaðu bæklinginn Kynning á orði Guðs – til að hjálpa biblíunemanda þínum. Ræða með þátttöku áheyrenda. Fjallaðu um það hvernig við getum notað eftirfarandi atriði til að hjálpa biblíunemanda okkar að hafa gagn af Biblíunni: (1) „Að finna biblíuvers.“ (2) Spurning 19: „Hvað innihalda mismunandi bækur Biblíunnar?“ (3) Spurning 20: „Hvernig geturðu haft sem mest gagn af biblíulestri?“ Hafðu stutta sýnikennslu þar sem boðberi ræðir um eitt þessara atriða við nemanda sinn í lok námsstundar.
10 mín.: „Verkfærakistan okkar.“ Spurningar og svör.
Söngur 125 og bæn