Tökum framförum í boðunarstarfinu – kennum biblíunemendum að temja sér góðar námsvenjur
Af hverju er það mikilvægt? Til að ná andlegum þroska þurfa biblíunemendur að næra huga sinn og hjarta á meiru en undirstöðuatriðum í orði Guðs. (Hebr. 5:12 – 6:1) Nám krefst fyrirhafnar. Það felur meðal annars í sér að tengja nýjar upplýsingar við fyrri vitneskju og sjá hagnýtt gildi þeirra. (Orðskv. 2:1-6) Þegar nemendur læra að rannsaka sjálfir geta þeir svarað biblíuspurningum með hjálp ritanna okkar. Einlæg viðleitni þeirra til að heimfæra það sem þeir læra hjálpar þeim að standast prófraunir sem þeir mæta sem kristnir menn. – Lúk. 6:47, 48.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Þegar þið komið að millifyrirsögn eða ljúkið við kafla skaltu biðja biblíunemanda þinn að draga saman í fáeinar setningar það sem hann hefur lært. Ef þú heldur ekki biblíunámskeið skaltu æfa þig í að draga saman í fáeinar setningar efni sem þú lest í Biblíunni eða í Varðturninum til að bæta lesskilning þinn.