FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | ESTERARBÓK 1-5
Ester kom fólki Guðs til varnar
Ester sýndi einstaka trú og hugrekki þegar hún kom fólki Guðs til varnar
Að koma fram fyrir konunginn óboðinn gat þýtt dauðadóm. Ester hafði ekki verið kölluð fyrir konung í 30 daga.
Ahasverus, sem er álitinn hafa verið Xerxeses 1., var mjög skapbráður. Einu sinni skipaði hann svo fyrir að maður yrði höggvinn í tvennt öðrum til viðvörunar. Hann sá einnig til þess að Vastí missti drottningartign sína þegar hún óhlýðnaðist honum.
Ester þurfti að opinbera að hún væri Gyðingur og sannfæra konunginn um að ráðgjafi sem hann treysti hefði blekkt hann.