LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Gætirðu prófað í eitt ár?
Prófað hvað? Að vera brautryðjandi. Þú munt uppskera ríkulega blessun. – Okv 10:22.
MEÐ ÞVÍ AÐ VERA BRAUTRYÐJANDI GÆTIRÐU ...
orðið leikinn í að boða trúna og haft meiri ánægju af því.
styrkt samband þitt við Jehóva. Því meira sem þú talar um hann við aðra þeim mun oftar hugsarðu um mikilfenglega eiginleika hans.
notið ánægjunnar sem hlýst af því að gefa af sér og að láta guðsríki ganga fyrir öðru í lífinu. – Matt 6:33; Post 20:35.
sótt brautryðjendafundinn sem er haldinn þegar farandhirðirinn heimsækir söfnuðinn, sérstaka fundinn í tengslum við umdæmismót og brautryðjendaskólann.
fengið fleiri tækifæri til að hefja og halda biblíunámskeið.
varið meiri tíma með trúsystkinum þínum í boðuninni og notið uppörvandi samveru. – Róm 1:11, 12.