Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.10 bls. 3-5
  • „Þú yrðir ábyggilega góður brautryðjandi“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Þú yrðir ábyggilega góður brautryðjandi“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Brautryðjandastarfið — er það fyrir þig?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Núna er tíminn til að prédika!
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Við styrkjum sambandið við Guð með því að vera brautryðjendur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 5.10 bls. 3-5

„Þú yrðir ábyggilega góður brautryðjandi“

1. Hvað sagði systir um reynslu sína af brautryðjandastarfinu?

1 „Ekkert annað starf hefði getað veitt mér eins mikla gleði og auðgað líf mitt jafn mikið og þetta starf,“ sagði Kathe B. Palm. Hún var ósérhlífin brautryðjandasystir og prédikaði áratugum saman um þvert og endilangt Síle í Suður-Ameríku. Með það í huga hve gefandi það er að þjóna Jehóva í fullu starfi hefur kannski einhver sagt við þig: „Þú yrðir ábyggilega góður brautryðjandi.“

2. Útskýrðu af hverju það veitir lífsfyllingu að vera upptekin í þjónustu Guðs.

2 Gefandi lífsstefna: Jesús, fyrirmynd okkar, endurnærðist og styrktist við að gera vilja föður síns. (Jóh. 4:34) Því var það af hjartans einlægni sem Jesús sagði fylgjendum sínum að til að öðlast sanna lífsfyllingu þyrftu þeir að vera uppteknir af því sem tengdist tilbeiðslunni á Jehóva. Við erum ánægð þegar við einbeitum okkur að því sem Jehóva hefur velþóknun á. Og hamingja okkar eykst þegar við notum fúslega tíma okkar, krafta og eigur til að hjálpa öðrum. — Post. 20:31, 35.

3. Hvað fáum við að upplifa ef við verjum meiri tíma í boðunarstarfið?

3 Því meiri tíma sem við verjum í boðunarstarfið þeim mun fleiri tækifæri bjóðast til að smakka gleðina sem fylgir því að hefja og stýra biblíunámskeiðum. Eftir því sem færni okkar og reynsla í boðunarstarfinu eykst komumst við kannski að raun um að á svæðum þar sem margir húsráðendur virðast sinnulausir er akurinn þó frjósamari en við héldum í fyrstu. Brautryðjendur fá haldgóða menntun í Brautryðjendaskólanum sem þeir geta sótt eftir að hafa starfað sem brautryðjendur í um það bil eitt ár. (2. Tím. 2:15) Með því að vera þolgóð í starfinu getur vel verið að við sáum sannleiksfræjum sem bera ávöxt seinna meir. — Préd. 11:6.

4. Hvað ættu unglingar, sem útskrifast bráðum úr skóla, að hugleiða?

4 Unglingar: Hefurðu hugsað alvarlega um hvað þú vilt gera í framtíðinni þótt þú sért enn að afla þér undirstöðumenntunar? Hingað til hefur dagskráin þín að mestu leyti miðast við skólann. En hvernig ætlarðu að nota þann tíma þegar skólagöngu lýkur? Væri ekki ráð að ræða við Jehóva í bæn um það markmið að verða brautryðjandi, í stað þess að leggja fyrir þig fulla vinnu? Það sem þú lærir í brautryðjandastarfinu — að prédika fyrir fólki af ólíkum uppruna, sigrast á persónulegum hindrunum, beita sjálfsaga og verða færari kennari — nýtist þér alla ævi.

5. Hvernig geta foreldrar og söfnuðurinn hvatt til brautryðjandastarfs?

5 Foreldrar, leggið þið ykkar af mörkum og hvetjið börnin til að þjóna Jehóva í fullu starfi? Með orðum ykkar og góðu fordæmi getið þið haft mikil áhrif á að þau láti þjónustuna við Guð skipa fyrsta sæti í lífi sínu. (Matt. 6:33) Ray gerðist brautryðjandi þegar hann lauk framhaldsskóla. Hann segir: „Mamma var alltaf þeirrar skoðunar að brautryðjandastarfið væri besta leiðin til að öðlast lífsfyllingu.“ Allir í söfnuðinum geta hvatt til brautryðjandastarfs með orðum sínum og stuðningi. Jose er frá Spáni og segir: „Fólkið í söfnuðinum mínum leit svo á að brautryðjandastarf væri besta starfið sem unga fólkið gæti sóst eftir. Það hvatti mig að sjá hvað þau mátu þetta starf mikils. Orð þeirra ásamt hjálp í verki auðveldaði mér að gerast brautryðjandi.“

6. Hvað er gott að gera ef við höfum ekki löngun til að gerast brautryðjendur?

6 Sigrast á hindrunum: En hvað nú ef þú hugsar með þér: „Ég hef ekki löngun til að gerast brautryðjandi“? Ef þér er þannig innanbrjósts í fyrstu skaltu ræða við Jehóva í bæn um viðhorf þín og segðu við hann eitthvað í þessum dúr: „Ég veit ekki hvort brautryðjandastarfið er fyrir mig, en mig langar til að gera það sem er þér þóknanlegt.“ (Sálm. 62:9; Orðskv. 23:26) Leitaðu síðan leiðsagnar í orði hans og hjá söfnuðinum. Margir brautryðjendur prófuðu fyrst það starf með því að vera aðstoðarbrautryðjendur. Þeir höfðu svo mikla ánægju af því að þá langaði til að helga líf sitt þjónustunni í fullu starfi. — Sálm. 34:9.

7. Hvernig getum við sigrast á efasemdum um að okkur takist að uppfylla tímakröfurnar?

7 Hvað ef þú ert efins um að geta verið 70 klukkutíma í boðunarstarfinu á mánuði? Þá er um að gera að tala við brautryðjendur sem eru í svipaðri aðstöðu og þú. (Orðskv. 15:22) Semdu síðan nokkrar tillögur að hentugri stundaskrá. Það verður eflaust auðveldara en þig grunar að verja meiri tíma í boðunarstarfið þótt þú hafir þá minni tíma fyrir það sem skiptir minna máli. — Ef. 5:15, 16.

8. Hvers vegna ættum við öðru hverju að endurskoða aðstæður okkar?

8 Skoðaðu aðstæður þínar upp á nýtt: Kringumstæður fólks breytast. Öðru hverju er gott að endurskoða aðstæður sínar. Ferðu kannski bráðum á eftirlaun? Randy, sem fór snemma á eftirlaun, segir: „Með þessari ákvörðun gat ég gerst brautryðjandi ásamt konunni minni og flutt þangað sem er meiri þörf fyrir boðbera. Þessi ákvörðun hefur orðið mér til mikillar gæfu en mesta blessunin er sú að ég hef góða samvisku.“

9. Hvað ættu hjón að hugleiða?

9 Eftir að hafa skoðað málið vel hafa sum hjón gert sér ljóst að þau þurfi ekki bæði að vinna fulla vinnu. Það þýðir kannski að fjölskyldan þurfi að einfalda líf sitt en það er vel þess virði. Nýlega hætti eiginkona Johns í fullri vinnu svo að hún gæti notað meiri tíma í boðunarstarfið. John segir: „Ég verð svo ánægður þegar ég hugsa til þess að á daginn er konan mín upptekin í þjónustu Jehóva.“

10. Hvað fær þjóna Guðs til að íhuga brautryðjandastarfið?

10 Trú og kærleikur í verki: Jehóva hefur gert boðunarstarfið að mikilvægasta starfinu sem nokkurt okkar gæti unnið. Þessu gamla heimskerfi verður bráðum eytt og aðeins þeim sem ákalla nafn Jehóva verður bjargað. (Rómv. 10:13) Ef við elskum hann og kunnum að meta það sem hann hefur gert fyrir okkur finnum við hjá okkur löngun til að hlýða fyrirskipun sonar hans og prédika af kappi. (Matt. 28:19, 20; 1. Jóh. 5:3) Ef við erum að auki sannfærð um að við lifum á síðustu dögum finnum við okkur knúin til að gera allt sem við getum í boðunarstarfinu meðan enn er tími til, frekar en að nýta okkur heiminn til fulls. — 1. Kor. 7:29-31.

11. Hvernig ættirðu að taka því ef einhver segði við þig að þú yrðir góður brautryðjandi?

11 Brautryðjandastarfið snýst um annað og meira en að auka þátttöku sína í boðunarstarfinu, það er leið til að sýna Guði hollustu okkar. Ef einhver segði því við þig að þú yrðir ábyggilega góður brautryðjandi skaltu taka því sem hrósi. Hugsaðu málið vel og biddu til Jehóva um hvort þú getir ekki slegist í hóp þeirra sem eru uppteknir af þessu gefandi starfi.

[Innskot á bls. 4]

Foreldrar, leggið þið ykkar af mörkum og hvetjið börnin til að þjóna Jehóva í fullu starfi?

[Innskot á bls. 5]

Jehóva hefur gert boðunarstarfið að mikilvægasta starfinu sem nokkurt okkar gæti unnið.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila