FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JESAJA 29-33
„Konungur mun ríkja með réttlæti“
Konungurinn Jesús skipar ,höfðingja‘, það er öldunga, til að annast hjörðina.
Þeir eru eins og „skjól fyrir skúrum“ og leitast við að vernda hjörðina fyrir stormum ofsókna og álags.
Þeir eru eins og „vatnslækir í þurrlendi“ sem svala þorsta þeirra sem eru andlega þyrstir, með því að bjóða þeim hreinan og ómengaðan sannleika.
Þeir eru eins og „skuggi af háum hamri í skrælnuðu landi“ sem endurnæra hjörðina og veita aðstoð og andlega leiðsögn.