Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp20 Nr. 3 bls. 13
  • Þeir sem hjálpa þurfandi fólki njóta blessunar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þeir sem hjálpa þurfandi fólki njóta blessunar
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2020
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVAÐ SEGIR RITNINGIN?
  • HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR AÐ HJÁLPA ÞEIM SEM ERU ÞURFANDI?
  • Hvað merkir að vera „miskunnsamur Samverji“?
    Biblíuspurningar og svör
  • Þiggur þú hjálp Jehóva?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
  • Hvernig er hægt að vinna bug á fordómum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Ertu „ríkur hjá Guði“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2020
wp20 Nr. 3 bls. 13
Maður notar kort til að lóðsa öðrum manni.

Getur þú hjálpað öðrum óháð aldri þeirra, þjóðerni eða trú?

Þeir sem hjálpa þurfandi fólki njóta blessunar

Margt fólk um allan heim skortir mat og húsaskjól. Suma sárvantar framtíðarvon. Hvernig stuðlar það að velþóknun Guðs og blessun hans að hjálpa þeim?

HVAÐ SEGIR RITNINGIN?

„Sá lánar Drottni sem líknar fátækum, hann mun endurgjalda honum.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 19:17.

HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR AÐ HJÁLPA ÞEIM SEM ERU ÞURFANDI?

Jesús sagði dæmisögu um mann sem ræningjar höfðu ráðist á og skilið eftir nær dauða en lífi. (Lúkas 10:29–37) Hjálpsamur ókunnugur maður stoppaði og lét sér annt um þennan sárþjáða mann. Hann gerði það þó að maðurinn væri af öðru þjóðerni.

Þessi góði maður veitti særða manninum ekki bara skyndihjálp og efnislega aðstoð. Hann bjargaði honum úr neyðinni.

Hvað lærum við af dæmisögunni? Með henni kenndi Jesús okkur að við ættum að hjálpa þeim sem eru þurfandi á hvaða hátt sem við getum. (Orðskviðirnir 14:31) Ritningin kennir okkur að Guð muni bráðlega binda enda á þjáningar og fátækt. En við veltum kannski fyrir okkur hvenær og hvernig hann muni gera það. Í næstu grein ræðum við um þá blessun sem kærleiksríkur skapari okkar ætlar að veita okkur.

„GUÐ HEFUR ALDREI YFIRGEFIÐ MIG“

Innflytjandi frá Gambíu segir frá

„Þegar ég kom til Evrópu var ég allslaus – atvinnulaus, peningalaus og húsnæðislaus. Kennslan í Ritningunni hefur hjálpað mér að vera útsjónasamur, duglegur að vinna og að hjálpa öðrum í stað þess að biðja bara um hjálp. Guð hefur aldrei yfirgefið mig og ég hef fundið fyrir blessun hans.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila