LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Kærleikur auðkennir sannkristna menn – forðumst eigingirni og áreitni
AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Jesús sagði að kærleikur myndi auðkenna lærisveina sína. (Jóh 13:34, 35) Til að sýna kærleika eins og Kristur verðum við að vera vakandi fyrir þörfum annarra og ekki fljót til að reiðast. – 1Kor 13:5.
HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?
Þegar einhver segir eða gerir eitthvað sem særir þig skaltu staldra við og hugsa hvað liggur að baki vandamálinu og um afleiðingar þess sem þú hyggst gera. – Okv 19:11.
Mundu að við erum öll ófullkomin og segjum og gerum stundum sitthvað sem við sjáum síðar eftir.
Vertu fljótur að leysa ágreiningsmál.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ „BERIÐ ELSKU HVER TIL ANNARS“ – FORÐUMST EIGINGIRNI OG ÁREITNI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig brást Larry í fyrstu of harkalega við athugasemd Toms?
Hvernig forðaði það Tom frá því að reiðast að staldra við og hugsa málin?
Hvernig eyddi mildilegt svar Toms spennunni sem lá í loftinu?
Hvernig höfum við góð áhrif í söfnuðinum ef við höldum ró okkar þegar okkur er ögrað?