Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w22 febrúar bls. 31
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Svipað efni
  • Vissir þú?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
w22 febrúar bls. 31

Vissir þú?

Hvers vegna var gott að Jehóva skyldi leyfa Ísraelsmönnum að fórna tvenns konar dúfum?

SAMKVÆMT Móselögunum tók Jehóva bæði við turtildúfum og dúfum að fórn. Þessir fuglar voru alltaf nefndir saman í lögunum um fórnir og það mátti skipta öðrum út fyrir hinn. (3. Mós. 1:14; 12:8; 14:30) Hvers vegna var það gagnlegt? Ein ástæða er að turtildúfur voru ekki alltaf fáanlegar. Hvernig stóð á því?

Turtildúfa.

Turtildúfur eru farfuglar sem hafast við um allt Ísraelsland á sumrin. Á haustin fljúga þær suður á bóginn til heitari landa en snúa aftur til Ísraels á vorin. (Ljóðalj. 2:11, 12; Jer. 8:7) Í Ísrael til forna var því erfitt fyrir fólk að færa turtildúfur í fórn að vetri til.

Bjargdúfa.

Dúfur eins og bjargdúfur flytja sig hins vegar ekki milli staða og voru því aðgengilegar allt árið í Ísrael. Dúfur voru auk þess hafðar sem húsdýr. (Samanber Jóhannes 2:14, 16.) Í bókinni Bible Plants and Animals segir: „Í öllum þorpum og bæjum í Palestínu voru dúfur hafðar sem húsdýr. Hvert heimili átti sitt dúfnaskýli, eða dúfnaholu í vegg, þar sem fuglarnir gátu haldið til.“ – Samanber Jesaja 60:8.

Dúfa í dúfuskýli.

Jehóva sýndi þannig að hann er bæði kærleiksríkur og sanngjarn með því að taka við fuglum að fórn sem auðvelt var fyrir Ísraelsmenn að ná í árið um kring.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila