Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w22 febrúar bls. 30
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Svipað efni
  • Grunnur að góðu hjónabandi
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Göfugt hlutverk kvenna meðal þjóna Guðs til forna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Hafðu yndi af hjónabandinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
w22 febrúar bls. 30
Ísraelsmaður færir tilvonandi tengdaföður sínum kú sem brúðarverð.

Brúðarverð gat verið í formi dýra.

Vissir þú?

Hvers vegna greiddu Ísraelsmenn til forna brúðarverð?

Á BIBLÍUTÍMANUM var fjölskyldu brúðarinnar greitt brúðarverð þegar báðar fjölskyldurnar höfðu komist að samkomulagi. Brúðarverðið gat verið verðmætir munir, dýr eða peningar. Stundum var það greitt með vinnu, eins og tilfellið var þegar Jakob samþykkti að vinna fyrir föður Rakelar í sjö ár til að eignast hana fyrir eiginkonu. (1. Mós. 29:17, 18, 20) Hver var tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi?

Biblíufræðingurinn Carol Meyers segir: „Brúðarverð myndi vega á móti vinnuframlagi brúðarinnar til fjölskyldu hennar, en það gat skipt miklu máli í fjölskyldu sem stundaði landbúnað.“ Brúðarverðið hefur ef til vill líka þjónað þeim tilgangi að styrkja böndin milli fjölskyldnanna sem tengdust nú með hjónabandi. Fjölskyldurnar gátu hjálpað hvor annarri á erfiðum tímum. Brúðarverðið staðfesti líka að kona væri trúlofuð og myndi ekki lengur vera í umsjá og undir vernd föður hennar heldur eiginmannsins.

Að greiða brúðarverð þýddi ekki að brúðurin væri eins og hlutur sem mátti kaupa eða selja. Í bókinni Ancient Israel – Its Life and Institutions segir: „Sú skylda að greiða fjölskyldu brúðarinnar ákveðna peningaupphæð eða jafngildi hennar getur augljóslega minnt á kaup og sölu. En svo virðist sem brúðarverðið hafi verið álitið bætur fyrir fjölskyldu brúðarinnar en ekki verð sem var borgað fyrir hana.“

Sú siðvenja að greiða brúðarverð er enn við lýði í sumum löndum. Þegar kristnir foreldrar biðja um brúðarverð vilja þeir vera ,þekktir fyrir að vera sanngjarnir‘ og fara ekki fram á meira en þykir sanngjarnt. (Fil. 4:5; 1. Kor. 10:32, 33) Þeir sýna þannig að þeir gerast ekki sekir um að „elska peninga“ eða vera gráðugir. (2. Tím. 3:2) Þegar kristnir foreldrar eru sanngjarnir og fara ekki fram á of hátt brúðarverð neyðist tilvonandi eiginmaður ekki til að fresta brúðkaupinu til að eiga fyrir brúðarverðinu. Honum þarf ekki heldur að finnast hann tilneyddur að hætta sem brautryðjandi og vinna fullt starf til að safna fyrir mjög háu brúðarverði.

Í sumum heimshlutum gilda lög um brúðarverð. Kristnir foreldrar hlýða þessum lögum þar sem þau eiga við. Hvers vegna? Guð krefst þess að þjónar sínir séu „undirgefnir yfirvöldum“ og hlýði lögum sem stangast ekki á við lög hans. – Rómv. 13:1; Post. 5:29.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila