Þeir kunnu að meta bréfin frá henni
Brooke er vottur Jehóva og býr í Bandaríkjunum. Á þeim tíma sem COVID-19 gekk yfir boðaði hún trúna með því að skrifa bréf. Hún skrifaði mörg bréf í hverri viku. Eftir eitt og hálft ár missti hún hins vegar móðinn. Fram að því hafði aðeins einn maður svarað henni og hann sagði henni að skrifa sér aldrei aftur. Brooke efaðist um að öll fyrirhöfnin skilaði einhverju.
Síðar frétti hún að viðskiptavinur í banka hefði gefið sig á tal við Kim sem er vottur líka og vinnur þar. Viðskiptavinurinn sagði Kim frá handskrifuðu bréfi sem hann hefði fengið frá votti Jehóva. Hann komst að því síðar að bréfið hefði verið frá Brooke. Viku seinna kom maðurinn aftur í bankann. Hann spurði Kim hvort hann gæti sótt samkomur hjá okkur sem þá voru haldnar með fjarfundabúnaði.
Stuttu seinna sagði David, sem er líka vottur, Brooke frá samstarfsmanni sem hafði fengið bréf frá henni. Það hafði mikil áhrif á hann að fá handskrifað bréf. Hann sagði: „Fleiri ættu að sýna öðrum slíkan persónulegan áhuga.“ David notaði tækifærið og talaði frekar við hann um Biblíuna og bauðst til að færa honum rit sem hann þáði með þökkum.
Vottar Jehóva gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki alltaf vitað af því þegar fræ sem þeir sá í boðuninni spírar. (Prédikarinn 11:5, 6) En Brooke sá betur að það sem hún lagði á sig í boðuninni skiptir máli. – 1. Korintubréf 3:6.