Hún var undrandi yfir árangrinum
Einstæða móður sem heitir Desicar langaði til að auka þjónustu sína og verða brautryðjandi. Hún býr í Venesúela, landi sem glímir við alvarlegan efnahagsvanda. En hún var ákveðin í að byrja sem brautryðjandi og gerði það. Hún var ánægð í því starfi – en svo kom COVID-19 faraldurinn.
Desicar átti erfitt með að aðlaga boðunina nýjum aðstæðum í byrjun faraldursins. Henni fannst erfitt að skrifa bréf. Hún gat ekki heldur notað fjarfundabúnað vegna þess að nettenging er mjög dýr á hennar svæði. „Ég missti kjarkinn,“ segir hún. „Allt í einu gat ég ekki boðað trúna eins og ég var vön. Mér fannst ég ekki vera duglegur brautryðjandi.“
En í janúar 2021 samþykkti deildarskrifstofan í Venesúela sérstakt boðunarátak. Það var samið við 60 útvarpsstöðvar og 7 sjónvarpsstöðvar um að senda út biblíutengda fyrirlestra allar fimm helgarnar í þeim mánuði. Vottar voru hvattir til að bjóða áhugasömum að fylgjast með útsendingunum. Deildarskrifstofan sá líka fyrir spurningum og biblíuversum sem tengdust hverri ræðu fyrir sig sem bræður okkar og systur gátu notað í bréfaskriftum eða símtölum. Auk þess lagði deildarskrifstofan áherslu á að senda smáskilaboð til að boða trúna, en það var nýtt fyrir marga votta í Venesúela.
Desicar var spennt að taka þátt í átakinu. Hún hafði aldrei boðað trúna áður með því að senda smáskilaboð en ákvað að prófa það. En hún þurfti aðstoð. „Ég er ekki flink í að nota tæknina,“ segir hún. Hún bað því dóttur sína að kenna sér og fljótlega var hún tilbúin í átakið.
Desicar
Hún sendi textaskilaboð með símanum til að bjóða mörgum kunningjum sínum að hlusta á ræðurnar. Hún var undrandi yfir árangrinum. Margir þeirra hlustuðu á ræðurnar og spurðu síðan spurninga. Aðrir náðu ekki útsendingunni en spurðu Desicar hvað hefði komið fram í ræðunum. Desicar segir: „Ég bjó til útdrátt úr minnispunktunum mínum og sendi þeim. Ég hef aldrei farið í meira en 5 endurheimsóknir á einum mánuði, en í lok átaksins hafði ég farið í 112!“a
Desicar bauð líka systur sinni, sem býr við hliðina á henni en er ekki vottur, að hlusta á ræðurnar í útvarpinu. „Það kom mér á óvart að hún þáði boðið,“ segir Desicar. „Á hverjum sunnudagsmorgni kl. 8:00 fór ég yfir til hennar og við hlustuðum saman. Hún var með margar spurningar, bæði á meðan dagskráin stóð og á eftir.“ Systir Desicar var líka á minningarhátíðinni um dauða Jesú gegnum fjarfundabúnað og leyfði systur sinni að nota nettenginguna sína í boðuninni.
Desicar segir: „Ég er Jehóva svo þakklát. Ég er líka þakklát safnaðaröldungunum fyrir að hvetja mig áfram. Þeir hjálpuðu mér að endurheimta gleðina í boðuninni.“ (Jeremía 15:16) Desicar heldur áfram í brautryðjandastarfinu og að fylgja eftir áhuga sem hún fann með því að senda textaskilaboð.
a Vottar Jehóva boða trúna í samræmi við gildandi persónuverndarlög.