Marek M. Berezowski/Anadolu Agency via Getty Images
HALTU VÖKU ÞINNI
Stríðið í Úkraínu komið á annað árið – hvaða von gefur Biblían?
Föstudagurinn 24. febrúar 2023 er ljótur afmælisdagur – þá er eitt ár síðan stríðið í Úkraínu hófst. Sumar fréttir herma að um það bil 300.000 úkraínskir og rússneskir hermenn séu fallnir eða særðir og talið er að um 30.000 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í stríðinu. Tölurnar gætu þó verið hærri.
Því miður sér ekki fyrir endann á stríðinu.
„Nú þegar nálgast ár frá því að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu er í raun engin lausn á átökunum í sjónmáli. Hvorugur aðilinn er sigurvænlegur og ekki virðist heldur líklegt að þeir nái að semja frið.“ – NPR (National Public Radio), 19. febrúar, 2023.
Margir hafa eðlilega áhyggjur vegna þjáninganna sem þessi átök og önnur hafa á saklaust fólk um allan heim. Hvaða von gefur Biblían? Verða stríð einhvern tíma úr sögunni?
Stríð sem bindur enda á öll stríð
Biblían talar um stríð sem á eftir að bjarga mannkyninu – ekki tortíma því. Þetta stríð er kallað Harmagedón og því er lýst sem ‚stríðinu á hinum mikla degi Guðs hins almáttuga‘. (Opinberunarbókin 16:14, 16) Með því stríði bindur Guð enda á stjórnir manna sem hafa valdið gríðarlegum skaða með mörgum styrjöldum. Lestu eftirfarandi greinar til að fræðast meira um hvernig Harmagedón kemur á varanlegum friði: