Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 22
  • Hvað er Guðsríki?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað er Guðsríki?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Sannleikurinn um ríki Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2020
  • Hvað er ríki Guðs?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Guðsríki skarar fram úr á öllum sviðum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Þjónum konunginum Kristi af hollustu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 22
Jesús Kristur krýndur konungur Guðsríkis

Hvað er Guðsríki?

Svar Biblíunnar

Guðsríki er raunveruleg stjórn sem Jehóva Guð hefur stofnsett. Guðsríki er líka kallað himnaríki í Biblíunni af því það ríkir frá himni. (Markús 1:14, 15; Matteus 4:17) Það á margt sameiginlegt með ríkisstjórnum manna en er þeim samt æðra að öllu leyti.

  • Stjórnendur. Guð hefur skipað Jesú Krist konung Guðsríkis og veitt honum meira vald en nokkur mannlegur konungur getur nokkurn tíma haft. (Matteus 28:18) Jesús beitir valdi sínu aðeins til góðs og hefur nú þegar sýnt fram á að hann er áreiðanlegur og umhyggjusamur stjórnandi. (Matteus 4:23; Markús 1:40, 41; 6:31-34; Lúkas 7:11-17) Undir leiðsögn Guðs hefur Jesús valið einstaklinga af öllum þjóðum til að ríkja sem konungar með sér á himnum. – Opinberunarbókin 5:9, 10.

  • Varanleiki. Guðsríki mun ,aldrei hrynja‘ ólíkt ríkisstjórnum manna sem koma og fara. – Daníel 2:44.

  • Þegnar. Allir sem fara eftir boðum Guðs geta orðið þegnar Guðsríkis óháð uppruna eða fæðingarstað. – Postulasagan 10:34, 35.

  • Lögin. Lög (eða boðorð) Guðsríkis banna ekki einungis ranga hegðun heldur styrkja siðferðisvitund þegnanna. Biblían segir til dæmis: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matteus 22:37-39) Þegnar Guðsríkis gera alltaf það sem er öðrum fyrir bestu vegna þess að þeir elska Guð og náungann.

  • Menntun. Í Guðsríki eru ekki aðeins gerðar háleitar kröfur til þegnanna heldur er þeim kennt að uppfylla þessar kröfur. – Jesaja 48:17, 18.

  • Verkefni. Stjórnendur Guðsríkis auðgast ekki á kostnað þegnanna. Þess í stað vinna þeir að því að framkvæma vilja Guðs og uppfylla fyrirheit hans um að allir sem elska Guð lifi að eilífu í paradís á jörð. – Jesaja 35:1, 5, 6; Matteus 6:10; Opinberunarbókin 21:1-4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila