Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 10
  • Hvað ættirðu að vita um textaskilaboð?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað ættirðu að vita um textaskilaboð?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hverjum sendirðu SMS-skilaboð?
  • Hvernig SMS-skilaboð sendirðu?
  • Hvenær sendirðu SMS-skilaboð?
  • Góð ráð
  • Kurteisi í SMS-samskiptum
    Vaknið! – 2014
  • Vinátta eða rómantík? – 1. hluti: Hvað merkja þessi skilaboð sem ég fæ?
    Ungt fólk spyr
  • Vinir eða kærustupar? – 2. hluti: Hvaða skilaboð gef ég?
    Ungt fólk spyr
  • Stjórna rafræn samskipti lífi mínu?
    Vaknið! – 2011
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 10

UNGT FÓLK SPYR

Hvað ættirðu að vita um textaskilaboð?

  • :-) Ef þú notar textaskilaboð af skynsemi geta þau verið frábær leið fyrir þig til að vera í sambandi við aðra.

  • :-( Ef þú notar þau ógætilega geta þau spillt vináttu og eyðilagt mannorð þitt.

Í þessari grein er fjallað um hvers þú þarft að gæta varðandi eftirfarandi:

  • Hverjum sendirðu SMS-skilaboð?

  • Hvernig SMS-skilaboð sendirðu?

  • Hvenær sendirðu SMS-skilaboð?

Í þessari grein er einnig að finna:

  • Góð ráð

  • Próf

Hverjum sendirðu SMS-skilaboð?

Margir unglingar líta á SMS-skilaboð sem ómissandi þátt í samskiptum við aðra. Með þeim geturðu verið í sambandi við alla á vinalistanum, eða bara hvern sem er – svo framarlega sem foreldrar þínir eru ekki á móti því.

„Pabba líkar ekki þegar við systurnar tölum við stráka. Og ef við gerum það þurfum við að tala við þá í símanum í stofunni og innan um aðra á heimilinu.“ – Lenore.

Það sem þú þarft að vita: Ef þú lætur hvern sem er fá númerið þitt geturðu lent í vandræðum.

„Ef þú passar ekki hverjum þú gefur númerið þitt er líklegt að þú fáir skilaboð og myndir sem þú kærir þig ekki um.“ – Scott.

„Ef þú sendir stöðugt einhverjum af hinu kyninu SMS gætu hæglega farið að kvikna tilfinningar á milli ykkar.“ – Steven.

Biblían segir: „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig.“ (Orðskviðirnir 22:3) Með dálítilli gætni geturðu komist hjá heilmikilli sorg.

Reynslusaga: „Ég átti strák að vini og við vorum alltaf að senda hvort öðru SMS. Ég taldi mér trú um að við værum bara mjög góðir vinir. Mér fannst ekkert að því fyrr en hann sagði mér að hann væri orðinn hrifinn af mér. Þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyrir því að ég hefði ekki átt að vera svona oft með honum eða senda honum stöðugt SMS.“ – Melinda.

Hugleiddu þetta: Hvaða áhrif heldurðu að vitneskjan um tilfinningar hans hafi haft á vináttu þeirra Melindu?

Breyttu atburðarásinni: Hvað hefði Melinda getað gert öðruvísi til að þau gætu haldið áfram að vera bara vinir?

Hvernig SMS-skilaboð sendirðu?

Það er auðvelt að senda SMS-skilaboð og gaman að fá þau. Þess vegna vill það gleymast að fólk les stundum á milli línanna.

Það sem þú þarft að vita: Það er auðvelt að misskilja textaskilaboð.

„Það er ekki hægt að heyra raddbrigði eða skynja tilfinninguna í textaskilaboðum, jafnvel þó að þeim fylgi broskarlar eða önnur tilfinningatákn. Þess vegna eru þau stundum misskilin.“ – Briana.

„Ég veit um stelpur sem hafa eyðilagt mannorð sitt og eru þekktar fyrir daður vegna þess hvernig SMS þær hafa sent strákum.“ – Laura.

Biblían segir: „Hjarta hins réttláta íhugar hverju svara skuli.“ (Orðskviðirnir 15:28) Hvað getum við lært af þessu? Lestu aftur yfir skilaboðin áður en þú sendir þau.

Hvenær sendirðu SMS-skilaboð?

Með því að láta skynsemina ráða geturðu tileinkað þér góðar venjur í SMS-samskiptum og sett þér eigin kurteisisreglur.

Það sem þú þarft að vita: Ef þú gætir þess ekki að sýna góða mannasiði virkarðu dónalegur og hrekur fólk frá þér frekar en að eignast vini.

„Það er auðvelt að gleyma góðum mannasiðum þegar maður sendir SMS. Ég stend mig stundum að því að senda SMS við matarborðið eða á meðan ég er að tala við einhvern.“ – Allison.

„Það er hættulegt að senda SMS meðan maður er að keyra. Ef maður lítur af veginum á maður á hættu að valda slysi.“ – Anne.

Biblían segir: „Öllu er afmörkuð stund ... að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma.“ (Prédikarinn 3:1, 7) Þetta á ekkert síður við um að senda SMS en að tala.

Góð ráð

Hverjum sendirðu SMS-skilaboð?

  • ;-) Farðu eftir leiðbeiningum foreldra þinna. – Kólossubréfið 3:20.

  • ;-) Ekki gefa hverjum sem er símanúmerið þitt. Með því að neita kurteislega að gefa öðrum persónulegar upplýsingar – þar á meðal farsímanúmerið – þroskarðu með þér færni sem á eftir að nýtast þér vel í lífinu.

  • ;-) Ekki daðra í SMS-skilaboðum. Það er ávísun á vonbrigði og hugarangur ef skilaboðin vekja rómantískar tilfinningar.

„Foreldrar mínir vita að þeir geta treyst mér til að vera skynsöm þegar ég nota farsímann eða bæti við númerum í símann minn.“ – Briana.

Hvernig SMS-skilaboð sendirðu?

  • ;-) Spyrðu þig áður en þú skrifar SMS: „Er þetta rétta aðferðin til að koma þessum boðum til skila?“ Kannski er betra að hringja eða bíða eftir að geta talað beint við viðkomandi.

  • ;-) Ekki senda neitt með SMS sem þú myndir ekki segja beint. „Ef ekki er við hæfi að segja eitthvað upphátt er ekki við hæfi að senda það með SMS-skilaboðum,“ segir Sara sem er 23 ára.

„Segðu foreldrum þínum frá ef einhver sendir þér ögrandi myndir. Það er vernd í því og þú ávinnur þér traust þeirra.“ – Sirvan.

Hvenær sendirðu SMS-skilaboð?

  • ;-) Ákveddu fyrir fram hvenær þú ætlar ekki að vera með símann á þér. „Ég hef farsímann ekki á mér þegar ég er að læra heima, lesa í Biblíunni eða við matarborðið,“ segir Olivia. „Ég slekk á honum meðan ég er á safnaðarsamkomum svo að ég láti hann ekki trufla mig.“

  • ;-) Sýndu tillitssemi. (Filippíbréfið 2:4) Ekki senda SMS á meðan þú ert að tala við einhvern.

„Ég hef sett sjálfri mér reglur eins og að senda ekki öðrum skilaboð að óþörfu meðan ég er með vinum mínum. Ég gef ekki heldur númerið mitt þeim sem ég þekki ekki vel.“ – Janelly.

Próf

Aðstæður 1

Þú hefur verið á föstu í hálft ár en sérð að þið eigið ekki saman. Hvor skilaboðin væri betra að senda?

  1. „Við erum hætt saman.“

  2. „Við þurfum að tala saman. Hvenær getum við hist?“

Rétt svar: B. Það er best að ræða augliti til auglitis um mál sem eru jafn alvarleg og að hætta saman, nema það sé óráðlegt að hittast einhverra hluta vegna. – Lúkas 6:31.

Aðstæður 2

Þú færð senda djarfa mynd af skólafélaga þínum í símann. Hvað er best að gera?

  1. Eyða myndinni strax.

  2. Áframsenda hana á alla vinina.

Rétt svar: A. Kynferðisleg smáskilaboð eða myndir eru niðurlægjandi fyrir alla. Neitaðu að taka þátt í slíku. – Efesusbréfið 5:3, 4.

Aðstæður 3

Þú situr við matarborðið með fjölskyldunni þegar þú heyrir kunnuglegt hljóð. Þú hefur fengið SMS. Hvað er best að gera?

  1. Skoða skilaboðin og gera ráð fyrir að fjölskyldan fyrirgefi þér truflunina.

  2. Bíða með að skoða skilaboðin þangað til eftir mat.

Rétt svar: B. Skilaboðin geta beðið. Fjölskyldan hefur forgang. – Filippíbréfið 1:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila