Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 52
  • Hver er tilgangur lífsins?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hver er tilgangur lífsins?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hver er fyrirætlun Guðs með okkur?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Þú getur verið vinur Jehóva
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Lifum tilgangsríku lífi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Hvernig geturðu orðið náinn Guði?
    Biblíuspurningar og svör
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 52

Hver er tilgangur lífsins?

Svar Biblíunnar

Það er hægt að spyrja hver tilgangur lífsins sé á marga vegu, eins og „hvers vegna erum við hér?“ og „hefur líf mitt einhvern tilgang?“ Biblían sýnir að tilgangur okkar í lífinu er að kynnast Guði og verða vinir hans. Lítum á nokkur grundvallaratriði varðandi þetta sem koma fram í Biblíunni.

  • Guð er skapari okkar. Biblían segir: „Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss.“ – Sálmur 100:3; Opinberunarbókin 4:11.

  • Guð hefur skapað allt í ákveðnum tilgangi, þar á meðal okkur. – Jesaja 45:18.

  • Guð áskapaði okkur andlega þörf sem felur í sér löngun til að öðlast tilgang í lífinu. ( Matteus 4:4) Hann vill að við svölum þessari löngun. – Sálmur 145:16.

  • Við svölum andlegri þörf okkar með því að styrkja samband okkar við Guð. Þótt sumum finnist fjarstæðukennt að geta verið vinir Guðs, þá fáum við þessa hvatningu í Biblíunni: „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ – Jakobsbréfið 4:8; 2:23.

  • Til að geta orðið vinir Guðs verðum við að lifa í samræmi við fyrirætlun hans með okkur. Þessi fyrirætlun er nefnd í Biblíunni í Prédikaranum 12:13: „Við skulum hlýða á niðurstöðu þessa alls: Óttastu Guð og haltu boðorð hans því að það á hver maður að gera.“

  • Í framtíðinni getum við kynnst af eigin raun upphaflegum tilgangi Guðs með mennina. Þá afmáir hann þjáningar og veitir þeim sem tilbiðja hann, vinum sínum, eilíft líf. – Sálmur 37:10, 11.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila