Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 68
  • Hvað er helja?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað er helja?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Er helja eða helvíti til? Hvað segir Biblían?
    Biblíuspurningar og svör
  • Er til staður þar sem menn kveljast að eilífu?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • 2. ranghugmynd: vondir menn þjást í helvíti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Er til staður þar sem Guð pínir látna?
    Vaknið! – 1986
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 68

Hvað er helja?

Svar Biblíunnar

Helja (séol og hades á frummálum Biblíunnar) er einfaldlega gröfin, en ekki staður þar sem fólk kvelst í eldi. Bæði gott og slæmt fólk fer til heljar. (Jobsbók 14:13, Sálmur 9:18) Biblían talar um sameiginlega gröf mannkyns sem „ákvörðunarstað allra sem lifa“. – Jobsbók 30:23.

Jafnvel Jesús fór til heljar þegar hann dó. Hann var hins vegar ekki „eftir skilinn í helju“, vegna þess að Guð reisti hann upp. – Postulasagan 2:31, 32.

Verður helja til að eilífu?

Allir þeir sem fara til heljar munu koma þaðan aftur. Þeir verða reistir upp til lífs með hjálp Jesú sem fær kraft frá Guði. (Jóhannes 5:28, 29; Postulasagan 24:15) Spádómurinn í Opinberunarbókinni 20:13 segir um þessa framtíðar upprisu að „dauðinn og hel skiluðu þeim dauðu sem í þeim voru“. Þegar helja hefur verið tæmd verður hún ekki lengur til, enginn fer þangað nokkru sinni framar vegna þess að „dauðinn mun ekki framar til vera“.– Opinberunarbókin 21:3, 4; 20:14.

Það fara samt ekki allir sem deyja til heljar. Biblían sýnir að sumt fólk er svo fullt illsku að það er engin von um iðrun. (Hebreabréfið 10:26, 27) Þegar þetta fólk deyr fer það ekki til heljar heldur í Gehenna, sem er tákn um eilífa eyðingu. (Matteus 5:29, 30) Til dæmis gaf Jesús í skyn að sumir af hræsnisfullum trúarleiðtogum þess tíma á fyrstu öld myndu fara í Gehenna. – Matteus 23:27-33.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila