Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 143
  • Er synd að reykja?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er synd að reykja?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Segir Biblían eitthvað um notkun maríjúana eða annarra vímuefna?
  • Hvert er viðhorf Guðs til reykinga?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Vertu viðbúinn hindrunum
    Vaknið!: Að hætta að reykja
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 143
Maður að reykja

Er synd að reykja?

Svar Biblíunnar

Í Biblíunni er ekki minnst á reykingara eða annars konar notkun tóbaks. Hins vegar er þar að finna meginreglur sem sýna að óheilbrigðar og óhreinar venjur eru ekki Guði þóknanlegar. Það er því synd að reykja.

  • Virðing fyrir lífinu. „Guð ... gefur öllum líf og anda og alla hluti.“ (Postulasagan 17:24, 25) Þar sem lífið er gjöf frá Guði ættum við ekki að gera neitt sem gæti stytt líf okkar, eins og að reykja. Reykingar eru ein af aðal orsökum dauða í heiminum sem hægt væri að koma í veg fyrir.

  • Kærleikur til náungans. „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matteus 22:39) Það er ekki kærleiksríkt að reykja í návist annarra. Þeir sem þurfa reglulega að vera innan um þá sem reykja eru í meiri hættu að fá suma þeirra sjúkdóma sem reykingafólk fær gjarnan.

  • Við ættum að vera heilög. „Bjóðið fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn“ (Rómverjabréfið 12:1) „Hreinsum okkur af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun okkar í guðsótta.“ (2. Korintubréf 7:1) Reykingar eru ónáttúrulegar og samræmast ekki því að vera heilagur, eða hreinn, vegna þess að þeir sem reykja skaða líkama sinn með eitri.

Segir Biblían eitthvað um notkun maríjúana eða annarra vímuefna?

Biblían minnist ekki á maríjúana (einnig þekkt sem gras) eða sambærileg vímuefni. En hún hefur að geyma meginreglur sem útiloka notkun ávinabindandi efna til að komast í vímu. Auk fyrrgreindra meginreglna á eftirfarandi einnig við:

  • Við ættum að hafa stjórn á huga okkar. „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af ... öllum huga þínum.“ (Matteus 22:37, 38) „Verið vakandi.“ (1. Pétursbréf 1:13) Sá sem notar vímuefni getur ekki haft fulla stjórn á huga sínum og margir verða háðir þeim. Hugur þeirra er upptekinn af að ná í vímuefni og neyta þeirra frekar en af uppbyggjandi hugsunum. – Filippíbréfið 4:8.

  • Við eigum að hlýða yfirvöldum: „Minn þau á að lúta ... yfirvöldum“ (Títusarbréfið 3:1) Víða um lönd gilda strangar reglur um notkun ávanabindandi efna. Við eigum að hlýða yfirvöldum ef við viljum þóknast Guði. – Rómverjabréfið 13:1.

Tóbak og heilsan

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlar að árlega deyi um sex milljónir manna vegna sjúkdóma sem tengjast notkun tóbaks, þar með talið fleiri en 600.000 vegna óbeinna reykinga. Hugleiddu hvaða áhrif tóbak hefur á heilsu þeirra sem nota það og þeirra sem eru nálægt þeim.

Krabbamein. Tóbaksreykur inniheldur fleiri en 50 krabbameinsvaldandi efni. Alfræðiorðabókin Encyclopædia Britannica segir: „Talið er að 90 prósent allra lungnakrabbameinstilfella megi rekja til tóbaksnotkunar.“ Tóbaksreykur getur orsakað krabbamein í öðrum líffærum, þar á meðal munni, barka, vélinda, hálsi, barkakýli, lifur, brisi og þvagblöðru.

Öndunarfærasjúkdómar. Tóbaksreykur skaðar öndunarfærin og eykur hættu á lungnabólgu og inflúensu. Börn sem verða að staðaldri fyrir áhrifum óbeinna reykinga eru líklegri til að fá asma og krónískan hósta. Einnig er líklegra að lungu þeirra nái ekki fullum vexti og virkni.

Hjartasjúkdómar. Reykingafólk er í meiri hættu á að fá hjartaáfall og hjartasjúkdóma. Kolsýringur í tóbaksreyk berst auðveldlega frá lungum í blóðið þar sem það eyðir súrefni. Með minna súrefni í blóðinu þarf hjartað að erfiða meira til að koma súrefni til líkamans.

Áhrif á meðgöngu. Ef konur reykja á meðgöngu eykst hættan á ótímabærri fæðingu, lægri fæðingarþyngd eða ákveðnum fæðingargöllum eins og skarði í vör. Þessi börn geta líka átt við öndunarerfiðleika að glíma eða dáið ungbarnadauða.

a Í þessari grein flokkast það að reykja sígarettur, vindla, pípur eða vatnspípur allt undir reykingar. Meginreglurnar, sem rætt er um, eiga þó líka við um notkun munn- og neftóbaks, rafsígaretta með nikótíni og annarra tóbaksvara.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila