Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mrt grein 14
  • Var Jóhannes skírari til í raun og veru?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Var Jóhannes skírari til í raun og veru?
  • Fleiri viðfangsefni
  • Svipað efni
  • Hver var Jóhannes skírari?
    Biblíuspurningar og svör
  • Morð í afmælisveislu
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
Fleiri viðfangsefni
mrt grein 14
Jóhannes skírari skírir fólk.

Var Jóhannes skírari til í raun og veru?

Guðspjöllin nefna mann sem var kallaður Jóhannes skírari og boðaði Guðsríki í Júdeu. Styðja sagnfræðingar frásögu Biblíunnar? Hugleiddu eftirfarandi:

  • Biblían segir: ‚Jóhannes skírari kom og boðaði í óbyggðum Júdeu: „Iðrist því að himnaríki er í nánd.“‘ (Matt. 3:1, 2) Staðfesta veraldlegar heimildir þetta? Já.

    Sagnaritarinn Flavíus Jósefus, sem var uppi á fyrstu öld, lýsti manni að nafni „Jóhannes, með viðurnefnið skírari,“ sem „hvatti Gyðinga til að lifa réttlátu lífi,“ til að iðka „guðrækni“ og „láta skírast“. – Jewish Antiquities, 18. bindi.

  • Biblían greinir frá því að Jóhannes hafi ávítað Heródes Antípas, héraðsstjóra í Galíleu og Pereu. Heródes var að nafninu til Gyðingur sem sagðist fara eftir Móselögunum. Jóhannes gagnrýndi Heródes sem kvæntist Heródíasi, eiginkonu hálfbróður síns. (Markús 6:18) Einnig er minnst á þetta í veraldlegum heimildum.

    Jósefus sagnritari sagði að Antípas „hafi orðið ástfanginn að Heródíasi“ og „blygðunarlaust beðið hana að kvænast sér“. Heródías samþykkti það og yfirgaf eiginmann sinn til að giftast Antípasi.

  • Í Biblíunni segir: „Fólk frá Jerúsalem, allri Júdeu og öllu svæðinu kringum Jórdan kom til [Jóhannesar]. Það játaði syndir sínar opinberlega og hann skírði það í ánni Jórdan.“ – Matteus 3:5, 6.

    Jósefus styður þetta og skrifar að fólk hafi komið „í hópum“ til að sjá Jóhannes og að „ræður hans hafi haft mikil áhrif á það“.

Jósefus sagnritari á fyrstu öld var greinilega viss um að Jóhannes skírari hafi verið raunveruleg persóna. Við getum líka verið það.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila