Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwwd grein 37
  • Síunarkerfi djöflaskötunnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Síunarkerfi djöflaskötunnar
  • Býr hönnun að baki?
  • Svipað efni
  • Eru einhver trúarbrögð traustsins verð?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Ferskvatnið
    Vaknið! – 2023
  • Lungun — undursamlegur útbúnaður
    Vaknið! – 1991
  • Talað og séð í gegnum gler
    Vaknið! – 1987
Býr hönnun að baki?
ijwwd grein 37
Djöflaskata syndir með opið ginið.

Todd Aki/Moment Open via Getty Images

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Síunarkerfi djöflaskötunnar

Djöflaskatan nærist með því að fanga svifblandaðan sjó með munninum meðan hún syndir. Hún síar sjóinn þannig að svifið kastast inn í háls hennar og kyngir svo fæðunni. Hún skilar síðan sjónum út um tálknop. Það er þó athyglisvert að djöflaskatan getur síað úr sjónum svif sem er mun smágerðara en svo að það festist í síunni. Vísindablaðamaðurinn Ed Yong segir að þetta „sé afrek sem ætti ekki að vera mögulegt“.

Hugleiddu þetta: Síunarkerfi skötunnar er í laginu eins og fimm bogar sem líkjast tvítenntum greiðum. Sumar tennur, eða separ, greiðunnar halla fram á við og aðrar aftur á bak. Separnir beina sjónum þannig að hluti af honum flæðir yfir þá og hluti fer inn á milli þeirra og við það myndast litlar hringiður.

Þegar svif eða aðrar fæðuagnir snerta framhlið sepanna kastast þær aftur inn í hraðari strauminn og lenda í hálsi skötunnar þannig að hún getur kyngt þeim. Jafnvel svif sem er nógu smágert til að komast á milli sepanna berst inn í háls skötunnar. Það gerist vegna þess að hringiðurnar auka hraðann á svifinu og kasta því aftur inn í strauminn. Þetta síunarkerfi gerir skötunni kleift að fanga agnir sem hefðu annars runnið á milli sepanna og skolast aftur út í sjóinn.

Fæðusía djöflaskötunnar er auk þess með sjálfhreinsibúnað og stíflast ekki. Þetta kerfi virkar óháð því hve hratt skatan syndir og hve mikið af svifi er í sjónum.

Vísindamenn vonast til að geta nýtt sér hugmyndir úr síunarkerfi skötunnar til að hanna síur sem hreinsa frárennslisvatn og fjarlægja skaðlegt örplast.

Hvað heldur þú? Þróaðist síunarkerfi djöflaskötunnar? Eða býr hönnun að baki?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila