Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g86 8.7. bls. 14-15
  • Unglingar – hvernig getið þið stuðlað að fjölskyldufriði?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Unglingar – hvernig getið þið stuðlað að fjölskyldufriði?
  • Vaknið! – 1986
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Að ‚heiðra og hlýða‘
  • Talaðu ‚beint frá hjartanu‘
  • Heimili einstæðra foreldra
  • Hvers vegna skilja foreldrar mínir mig ekki?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Er hægt að vera hamingjusamur þótt maður alist upp hjá einstæðu foreldri?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Unglingar — hlutverk ykkar í hamingjusamri, einhuga fjölskyldu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Hvers vegna á ég að ‚heiðra föður minn og móður‘?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
Sjá meira
Vaknið! – 1986
g86 8.7. bls. 14-15

Unglingar – hvernig getið þið stuðlað að fjölskyldufriði?

„ÉG skrifa til að biðja ykkur hjálpar.“ Þannig hófst bréf frá ungri stúlku. „Ég virðist alltaf vera að rífast við foreldra mína. Mér finnst ég standa ein og er oft niðurdregin. Ef eitthvað gerist ekki fljótlega ætla ég að svipta mig lífi. . . . P.S. Ekki segja mér að ég skuli tala við foreldra mína. Enginn hlustar á mig.“

Margir unglingar eiga í svipuðu stríði heima fyrir þótt þeir séu ekki jafnörvæntingarfullir og þessi stúlka. Föt, hárgreiðsla, daglegar skyldur á heimilinu, frammistaða í skóla, samband við hitt kynið, hegðun gagnvart öðrum í fjölskyldunni — allt eru þetta algengar orsakir orðaskaks og rifrildis.

Fjöldi ungmenna veit þó af eigin raun að ráð Biblíunnar stuðla að friði sé eftir þeim farið. Og það segir sig sjálft að því fylgja margir kostir að halda frið við foreldra sína. (Sjá rammann á næstu síðu.) Hvaða biblíuráð geta hjálpað þér til að gera það?

Að ‚heiðra og hlýða‘

„Hlýðið foreldrum yðar . . . ‚Heiðra föður þinn og móður [mettu þau mikils], . . . til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni,‘“ ráðleggur Biblían í Efesusbréfinu 6:1-3. Ættir þú ekki að heiðra foreldra þína sem gáfu þér lífið, ólu önn fyrir þér þegar þú varst hjálparvana hvítvoðungur og færðu fórnir til að gefa þér húsaskjól, föt og fæði? Hlýðni merkir að þú gerir það sem guðhræddir foreldrar biðja þig um — jafnvel þótt það sé erfitt. Það er að vísu hægara sagt en gert, en fylgir þú ráðum foreldra þinna, sem búa yfir miklu meiri lífsreynslu en þú, getur það gert þig vitrari og verndað þig fyrir margs kyns erfiðleikum.

Að hlýða foreldrum þínum getur að vísu falið í sér að þú þurfir að læra að gera eða viðurkenna ýmislegt sem þér geðjast lítt að, en það er þér nauðsynleg þjálfun til að þú getir mætt álaginu sem bíður þín í heimi fullorðinna. Dr. Paul Gabriel, barnasálfræðingur, hefur komist að þeirri niðurstöðu að þau börn sem spjara sig vel séu þau sem „geta þolað vonbrigði.“ Þau læra að taka hinu óhjákvæmilega með jafnaðargeði og mæta vonbrigðum án þess að brotna niður. Samkvæmt Biblíunni getur það að takast á við erfiðleika þroskað persónuleika manna. Harmljóðin 3:27 segja: „Gott er fyrir manninn að bera ok í æsku.“

En hvað þá ef þér finnst foreldrar þínir ekki taka tillit til skoðana þinna? Biblían gefur eftirfarandi ráð: (1) Talaðu með stillingu í stað þess að skammast. (Orðskviðirnir 29:11) (2) Notaðu ‚sæt‘ orð. Biddu foreldra þína að hjálpa þér og taka tillit til þín — ekki krefjast þess. (Orðskviðirnir 16:21) (3) Vertu sanngjarn. Færðu gild rök fyrir skoðun þinni í stað óviðkomandi athugasemda svo sem: „Allir hinir gera þetta.“ — Sjá Filippíbréfið 4:5.

Talaðu ‚beint frá hjartanu‘

Þegar Gregory var á unglingsárum fannst honum móðir hans veita honum lítinn tilfinningalegan stuðning. Honum þóttu hömlurnar, sem hún setti honum, ósanngjarnar. Oft sakaði hún hann um að hafa gert eitthvað rangt án þess að hafa til þess nokkurt, raunverulegt tilefni. Sárindi Gregorys hið innra leiddu til daglegra árekstra. Þjónn orðsins í söfnuði votta Jehóva, sem Gregory bað ásjár, hvatti hann til að tala við móður sína „beint frá hjartanu.“ — Jobsbók 33:3, The Holy Bible in the Language of Today eftir William Beck.

„Ég gerði allt sem ég gat til að fá hana til að skilja hvernig mér liði. Ég þarfnaðist skilnings hennar og tilfinningalegs stuðnings,“ sagði Gregory. „Ég reyndi að sýna henni fram á að ég væri ekki að gera neitt rangt og hversu það særði mig að hún skyldi ekki treysta mér. Það varð til þess að hún fór að skilja tilfinningar mínar og samband okkar batnaði. Auk þess hlýddi ég henni og forðaðist að gefa henni nokkurt tilefni til að vantreysta mér.“ Þegar tilfinningalegum þörfum unglings er ekki fullnægt leiðir það oft til gremju. Opinská skoðanaskipti og samræður við foreldrana geta bætt andrúmsloftið á heimilinu.

Við getum betur sett okkur í spor Gregorys ef við höfum í huga að hann bjó með móður sinni einni. Einstæðum foreldrum fjölgar ört og á heimilum þeirra er við að stríða sérstök vandamál.

Heimili einstæðra foreldra

Um það bil eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum býr aðeins með öðru foreldra sinna. Svipaða sögu er að segja í öðrum löndum. Einstæð móðir í Perú segir frá þeirri gríðarlegu byrði sem hún þarf að bera, svo sem að vinna langan vinnudag og þurfa síðan að vinna heimilisstörfin að honum loknum. Hún bætir því við að ‚það geri lífið enn erfiðara þegar börnin virði ekki skipanir hennar.‘

Ef þú ert barn á slíku heimili skalt þú sýna samkennd með því að rækta með þér það sem Biblían kallar ‚hluttekningu.‘ (1. Pétursbréf 3:8) Vertu hlýðinn. Sýndu að þú sért góður sonur eða dóttir með því bæði að hjálpa við heimilisstörfin og veita föður þínum eða móður tilfinningalegan stuðning. Vertu glaður yfir því að einhver sé til sem lætur sér annt um þig og er staðráðinn í að gefa þér gott uppeldi. Þú verður betri manneskja ef þú tekst einbeittur á við þau erfiðu viðfangsefni sem við er að glíma á heimili einstæðra foreldra.

Hið fullkomna heimili er auðvitað ekki til. Ef þú hins vegar einbeitir þér að hinum jákvæðu hliðum fjölskyldu þinnar og sýnir að þú metur hana að verðleikum stuðlar þú að friði í fjölskyldunni.

[Rammi á blaðsíðu 15]

Gildi góðs sambands foreldra og unglinga

„Kannanirnar [um 200 talsins] leiddu í ljós að frammistaða barna í skóla, forystuhæfni og skapandi hugsun var nátengd innilegu, umburðarlyndu og skilningsríku . . . sambandi foreldra og barna.“ — James Walters og Nick Stinnett í Journal of Marriage and the Family.

„Þegar unglingur ánetjast fíkniefnum eða áfengi getur hlutverk hans í fjölskyldunni haft úrslitaáhrif á ánauð hans og meðferð.“ — Grein í tímaritinu The Journal eftir M. Hager sem nefndist „Notkun fíkniefna: fjölskyldumál.“

„Af könnun má ráða að því ánægðari sem unglingar voru með tjáskipti sín við foreldrana og þá hjálp, sem þeir fengu frá þeim, þeim mun meiri sjálfsvirðingu höfðu þeir.“ — E. Atwater í bókinni Adolescence.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila