Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g87 8.7. bls. 31
  • Nytsöm skepna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nytsöm skepna
  • Vaknið! – 1987
  • Svipað efni
  • Ferð um snævi þakin víðerni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Siglingaleiðin um Norður-Íshaf
    Vaknið! – 2011
Vaknið! – 1987
g87 8.7. bls. 31

Nytsöm skepna

HVAÐA dýr er hægt að nota sem burðardýr, til matar, gera úr klæði, tjalddúk og verkfæri og nota til skrauts? Til dæmis hreindýrið.

Frá ómunatíð hefur þetta sterkbyggða dýr — sem getur verið allt að 1,4 metrar á hæð um herðakambinn — verið ein verðmætasta náttúruauðlind heimskautasvæðanna í Norður-Evrópu. Hún hefur veitt Löppum eða Sömum nánast allar efnislegar nauðsynjar.

Hreindýrið er kvik skepna, hófastór og getur dregið þungan sleða með 20 til 25 kílómetra hraða á klukkustund um ískaldar, snæviþaktar auðnir. Það syndir léttilega yfir vötn og ár og á auðvelt með að rata í hríð og sorta. Í Síberíu hefur það meira að segja verið notað til reiðar.

Hreindýramjólk er fjórfalt fitumeiri en kúamjólk. Fáeinir dropar duga út í kaffibolla. Kjötið er bragðsterkt og Lappar annaðhvort sólþurrka það eða reykja. Úr mjúkri húðinni gera þeir sér föt, skó, rúmföt og tjöld. Hárið nota þeir í dýnur, sinarnar í band og tvinna, garnir og magana sex í matarkeppi og beinin og hornin í verkfæri, hnappa og skraut. Vesti úr hreindýrafeldi er gott björgunarvesti, því að hreindýrahárið er holt að innan og fyllt lofti.

Hægt er að nota nánast hvern einasta part þessara skepnu. Tæplega er hægt að hugsa sér dýr með meira notagildi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila