Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g89 8.4. bls. 23-25
  • Fíkniefni — er einhver von?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fíkniefni — er einhver von?
  • Vaknið! – 1989
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Stríðið gegn útbreiðslu fíkniefna er tapað
  • Er lausnin sú að draga úr eftirspurn?
  • Þar sem vonin er
  • Fíkniefni — vandamálið vex
    Vaknið! – 1989
  • Fíkniefni — lífshættuleg efni
    Vaknið! – 1989
  • Af hverju neytir fólk fíkniefna?
    Vaknið! – 2001
  • Fíkniefni — hverjir neyta þeirra?
    Vaknið! – 2001
Sjá meira
Vaknið! – 1989
g89 8.4. bls. 23-25

Fíkniefni — er einhver von?

HVER er ástæðan fyrir því að allar tilraunir til að stemma stigu við ólöglegri fíkniefnaverslun hafa mistekist? Hægt er að draga svarið saman í eitt orð: PENINGAR. Fíkniefni eru ábatasöm verslunarvara. Hagnaðurinn mælist í milljörðum króna.

Ætlað er að árstekjurnar af fíkniefnasölu í Bandaríkjunum liggi á bilinu 60 til 120 milljarðar dollara. Ef reiknað er með að útgjöldin séu um 20 milljarðar liggur hreinn ágóði á bilinu 40 til 100 milljarðar dollara. „Fíkniefnaverslunin veltir 300 milljörðum dollara á ári og er langstærsta verslunargrein veraldar,“ segir World Press Review.

Úr því að fíkniefnakaupmenn hafa svona mikið fé handa á milli hafa þeir getað notfært sér meðfædda ágirnd og eigingirni mannsins og getað keypt sér vald til að gera nánast hvaðeina sem þeir vilja. „Þeir eru hættir að telja peningana — þeir vikta þá,“ segir lögregluforingi. „Þeir geta mútað vitnum gegn sér; þeir geta mútað hverjum sem þeir vilja.“ Sagt er að fíkniefnasali í Bólivíu hafi boðist til að greiða allar erlendar skuldir þjóðarinnar, sem nema 3,8 milljörðum dollara, ef yfirvöld myndu láta vera að reyna að framfylgja fíkniefnalöggjöfinni.

Kókaín- og maríúanakóngarnir á vesturhveli jarðar hafa jafnvel náð meiri áhrifum en hinir gamalgrónu ópíumkóngar Asíu. „Með mútum og vopnavaldi, þegar þörf hefur krafið, hafa fíkniefnakóngarnir breitt út spillingu allt frá Bólivíu til Bahamaeyja, og hóta í fleiru en einu landi að ryðja úr vegi þjóðkjörinni stjórn,“ segir tímaritið Time. „Við erum að berjast gegn samtökum sem eru sterkari en ríkið,“ segir Belisario Betancur, fyrrum forseti Kólombíu.

Hann ætti að vita hvað hann er að tala um. Meðlimir Medellín-fíkniefnahringsins í Kólombíu, fíkniefnakóngarnir sem ráða yfir kókaínversluninni, hafa barist af fullri hörku gegn hverjum þeim sem hefur unnið á móti þeim eða reynt að sækja þá til saka. Meðal fallinna eru dómsmálaráðherra, 21 dómari, ritstjóri dagblaðs, yfir 10 blaðamenn og tugir her- og lögreglumanna. „Aldrei fyrr hefur glæpaveldi tekist að kúga fullvalda þjóð svona til hlýðni með hótunum,“ segir Newsweek. „Kólombískir dómarar eru hræddir við að dæma; lögreglumenn hræddir við að handtaka. Gagnrýnir blaðamenn skrifa greinar sínar margir hverjir erlendis þar sem þeir hafa nægan félagsskap annarra Kólombíumanna sem hafa átt fótum sínum fjör að launa.“

Stríðið gegn útbreiðslu fíkniefna er tapað

Baráttan gegn ólöglegri verslun með fíkniefni hefur mistekist á öllum sviðum sökum þess hve gróðavænleg verslunin er. Bændur halda áfram að rækta kókarunna, maríúana og ópíumvalmúa sem gefur af sér margfalt meiri tekjur en þeir gætu haft af ræktun venjulegra nytjajurta. Í þeirra augum eru fíkniefnakóngarnir velgjörðamenn sem stuðla að bættum efnahag almennings. Lögreglumenn og tollverðir halda áfram að horfa í hina áttina þegar verið er að smygla fíkniefnum, og geta haft allt að 50.000 dollara eða meira upp úr krafsinu í hvert sinn.

Fíkniefnasalar fá jafnvel allt niður í 9 til 10 ára börn með í leikinn. Þau geta unnið sér inn ríflega 10 krónur fyrir hvert tómt krakkhylki sem þau finna á götunum, og um 5000 krónur á dag fyrir að standa vörð og vara við ef lögreglan nálgast, um 15.000 krónur á dag fyrir að sendast með fíkniefni, og þegar þau koma fram á táningaaldur allt að 150.000 krónur á dag fyrir að selja fíkniefni. Með því að gorta af auðlegð sinni frammi fyrir skólafélögunum, kaupa sér föt úr loðskinni, sverar gullkeðjur og dýrar bifreiðar, lokka þeir aðra unglinga til að sækjast eftir vinnu við fíkniefnasölu.

Hryðjuverkamenn hafa uppgötvað að fíkniefnaverslun getur verið ágætis tekjulind til að fjármagna starfsemi þeirra. Þeir styðja því fíkniefnasmyglara. Til eru stjórnmálaleiðtogar sem nota fíkniefnaverslunina til að auðga bæði sjálfa sig og grafa undan fjandsamlegum stjórnvöldum. Handtökur eða fangelsisdómar hafa lítil áhrif. Hagnaðurinn er svo gríðarlegur að jafnskjótt og einn fíkniefnasali eða spilltur embættismaður er settur bak við lás og slá spretta upp tveir aðrir í hans stað.

„Framleiðsla og sala fíkniefna er því miður gríðarstór í sniðum og fíkniefnanotkun heldur áfram að vaxa um allan heim,“ segir í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu sem birt var í mars á síðasta ári. „Spilling opinberra embættis- og löggæslumanna, mútur, hótanir og ofbeldi fíkniefnasala, og sá blákaldi veruleiki að þjóðirnar eru fáliðaðri, verr vopnum búnar og fátækari en fíkniefnasalarnir, grefur stöðugt undan viðleitni manna um allan heim til að stöðva sölu og framleiðslu fíkniefna.“ Er þá einhver von í sjónmáli?

Er lausnin sú að draga úr eftirspurn?

Sumir telja að lausnin hljóti að vera sú að draga úr eftirspurn eftir fíkniefnum. Eins og gerist í viðskiptum almennt starfar fíkniefnaverslunin í heiminum eftir lögmálum framboðs og eftirspurnar. Ef ekki væri sú óseðjandi eftirspurn eftir fíkniefnum, sem nú er, myndi sjálfkrafa draga úr ólöglegri sölu þeirra. En þrátt fyrir aðvaranir, aukna menntun, mælingar og hvatningar um að afþakka fíkniefni er ekkert lát á fíkniefnaneyslu. Og það sem verra er, hún breiðist út.

„Í öðrum löndum víða um heim er fíkniefnanotkun fyrst nú að ná fótfestu,“ segir í tímaritinu Time. „Ameríka hefur flutt út sína fíkniefnamenningu til unglinga í Evrópu og Asíu. Þótt erfitt sé að koma höndum á nákvæmar tölur virðist fíkniefnanotkun vera í vexti um allan heim, einkum í þeim löndum sem flytja út fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Bólivía er eitt þeirra landa þar sem fíkniefnanotkun hefur vaxið nýverið. Þar er enn leyfilegt að rækta kókaplöntur og nota laufið til tuggu eða tegerðar, en unglingar eru í vaxandi mæli að verða háðir eitruðu afbrigði kókaíns, nefnt basuco, sem er reykt. Víetnamar skýra frá því að ópíum- og heróínánauð meðal ungs fólks bæði í suðri og norðri hafi aukist að mun. Talið er að fíkniefnaneytendur í heiminum séu eitthvað nálægt 40 milljónum talsins.

Menn eru almennt sammála um það nú að engin einstök þjóð sé þess megnug lengur að ráða við fíkniefnavandann. Munu þá allar þjóðir taka höndum saman um að vinna bug á plágunni? Slíkt samstarf er í hæsta máta ólíklegt með tilliti til þeirrar ágirndar og ábatavonar sem er driffjöður hinnar ólöglegu fíkniefnaverslunar — að ekki sé nú minnst á ósættanlegan stjórnmálaágreining. Nú þegar láta nokkur lönd það vera að beita refsiaðgerðum sem máli skipta gegn pólitískum bandaríkjum sínum, jafnvel þótt þau séu miðstöðvar fíkniefnaverslunarinnar. Auk þess eru milljónir manna háðar ræktun jurta sem fíkniefnin eru unnin úr. „Þau lönd eru til þar sem efnahagskerfið myndi hreinlega hrynja ef fíkniefnaverslunin hætti einn góðan veðurdag,“ segir World Press Review.

Þar sem vonin er

Yfirvöld vonast í mesta lagi til að draga muni úr fíkniefnanotkun með tímanum og þar með eftirspurn. En það er þó góð og gild von um að fíkniefnavandinn verði leystur algerlega. Hana er að finna í þessu fyrirheiti Biblíunnar: „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra, því að jörðin er full af þekkingu á [Jehóva], eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.“ (Jesaja 11:9; Habakkuk 2:14) Það sem er ‚illt og skaði‘ felur í sér öll þau sársaukafullu vandamál sem stafa af fíkniefnaneyslu.

Taktu eftir hvernig þetta á að gerast. Jörðin á að ‚fyllast af þekkingu á Jehóva.‘ Það þarf sterka hvöt til að geta forðast eða sigrast á fíkniefnaneyslu. Kærleikur til Jehóva Guðs og löngun til að þóknast honum, byggð á nákvæmri þekkingu á honum og vegum hans, hefur hjálpað mörgum til að slíta sig úr klóm fíkniefnaneyslunnar. Frásögn Angelos er gott dæmi um það.

Angelo er nú sextugur en byrjaði að neyta fíkniefna árið 1964. Hann átti nokkra vini, sem virtust njóta lífsins, og hjá þeim kynntist hann fíkniefnum. Hann byrjaði á maríúana og fór síðan yfir í kókaín, hass, morfín og LSD, svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. „Ég var alltaf að fara í ferðir,“ segir Angelo. „Ég var í vímu hvern einasta dag. Mér fannst ég geta stjórnað heiminum. Ég var uppi í skýjunum. Um þetta leyti voru geimfarar að fara til tunglsins og mig langaði til að fara lengra.“

En fíkniefnunum fylgdu líka ofskynjanir og geðsveiflur. Hann einangraði sig og langaði til að svipta sig lífi. „Í mars 1979 fór ég að lesa í Biblíunni,“ segir hann. „Ég hafði fengið ofskynjanir og langaði til að taka líf mitt. En fyrst langaði mig til að vita hvert ég færi þegar ég dæi. Þá komu nokkrir vottar Jehóva að dyrunum hjá mér og ég heimtaði að þeir útskýrðu Biblíuna fyrir mér. Af námi í Biblíunni varð mér ljóst að fíkniefnaneysla var brot á lögum Guðs — að líkami okkar tilheyrir Guði og að við eigum, eins og 2. Korintubréf 7:1 segir, að halda honum hreinum af allri ‚saurgun.‘“

Hvernig tókst Angelo að slíta sig lausan frá fíkniefnanotkun? „Með því að biðja innilega til Guðs,“ segir hann, „og með því að nema Biblíuna daglega. Það þarf mikla einbeitni til þess að hætta neyslu fíkniefna. Það er á engan hátt auðvelt. En mér fannst Jehóva geta lesið hjarta mitt og ég gat reitt mig á hann eins og Orðskviðirnir 3:5, 6 gefa í skyn. Ég veit hve fíknin var sterk og mér finnst að ég hefði ekki getað hætt án hjálpar Jehóva.“

Margir aðrir hafa, líkt og Angelo, gert sér ljóst að með sterkri hvöt, trú á Guð og trausti til hjálpar hans, ásamt stuðningi umhyggjusamra og ástríkra vina, er hægt að losna úr fíkniefnaánauð. En „hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um?“ spyr Biblían í Rómverjabréfinu 10:14. Útgefendur þessa tímarits munu fúslega hjálpa þér að afla þér þessarar ‚þekkingar‘ á Guði og hinnar öruggu vonar um eilíft líf í nýjum heimi þar sem fíkniefni verða ekki til. — Efesusbréfið 1:17; Rómverjabréfið 15:4.

[Innskot á blaðsíðu 24]

„Fíkniefnaverslunin veltir um 300 milljörðum dollara á ári og er langstærsta verslunargrein veraldar.“

[Innskot á blaðsíðu 25]

Það þarf sterka hvöt til að slíta sig lausan úr klóm fíkniefnaánauðar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila