Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g90 8.1. bls. 8-9
  • Hvað er til ráða?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað er til ráða?
  • Vaknið! – 1990
  • Svipað efni
  • Óútreiknanlegt veður
    Vaknið! – 1998
  • Hvað eru gróðurhúsaáhrifin?
    Vaknið! – 1990
  • Lifandi jörð
    Var lífið skapað?
  • Merkur áfangi í flugmálum
    Vaknið! – 1989
Vaknið! – 1990
g90 8.1. bls. 8-9

Hvað er til ráða?

Ótal hugmyndum hefur verið slegið fram um hvernig vinna megi gegn gróðurhúsaáhrifunum. Sumar lofa góðu, aðrar eru fráleitar.

1 SÓLARORKA: Dregið hefur úr áhuga manna á nýtingu sólarorku á undanförnum árum, einkanlega vegna lækkandi olíuverðs. Á sama tíma hafa orðið stórstígar framfarir í gerð sólrafala. The New York Times gat þess fyrir nokkru að nú væri þeim áfanga loks náð að „raforkuframleiðsla úr sólarorku gæti verið jafnhagkvæm og raforkuframleiðsla með hefðbundnum aðferðum.“ Ef sólarorka verður samkeppnisfær við aðra orkugjafa mætti nýta hana til að draga úr framleiðslu lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum, eftir því sem raforkuver er nota jarðeldsneyti vikju fyrir sólorkuverum.

2 VETNI SEM ORKUGJAFI: Sú hugmynd að nota hreint vetni í stað olíu sem eldsneyti fyrir flugvélar, og ef til vill jafnvel bifreiðar, er í það minnsta tæknilega framkvæmanleg. Kosturinn við vetni er sá að það er mjög „hreint“ eldsneyti og við brennslu þess myndast aðeins vatnsgufa en ekkert koldíoxíð. Vetni er auk þess afbragðsgóður orkugjafi. Þota kemst þrefalt lengri vegalengd á vetni en jafnþyngd þess í venjulegu þotueldsneyti. Einn gallinn við vetni er sá að það er líka þrefalt dýrara. Annar galli og öllu alvarlegri er sá að geyma þarf fljótandi vetni við afarlágt hitastig og háan þrýsting. Minnsti leki í eldsneytiskerfinu gæti valdið gífurlegri sprengingu eins og varð þegar bandaríska geimskutlan Challenger fórst.

3 SÓLHLÍFAR Í GEIMNUM: Þeirri hugmynd hefur verið slegið fram að koma fyrir gríðarstórum sólhlífum úr þunnu plastefni úti í geimnum sem varpa myndu skugga á jörðina. Til að þær gætu vegið upp á móti þeirri aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu, sem reiknað er með, þyrfti stærð þeirra að svara til tveggja af hundraði af yfirborði jarðar. Þessi hugmynd hefur vakið takmarkaða hrifningu meðal stjarnfræðinga!

4 RÆKTUN SKÓGA UM ALLAN HEIM: Nú þegar eru til mjög hagkvæm, viðhaldsfrí tæki til að eyða koldíoxíði úr andrúmsloftinu, og þau valda alls engri mengun. Þetta eru grænu jurtirnar sem nota koldíoxíð sem næringarefni og skila súrefni út í andrúmsloftið sem úrgangi. Aukið koldíoxíð í andrúmsloftinu ætti raunar að örva vöxt grænu jurtanna um allan heim sem myndu síðan nota enn meira koldíoxíð við næringarnám sitt og þannig draga úr gróðurhúsaáhrifunum. En því miður eru ekki allar plöntur jafnvígar á þessum vettvangi, því að miðað við flatarmál lands eru það trén sem eru afkastamest við eyðingu koldíoxíðs, og það eru einmitt þau sem verið er að fella af miklu kappi út um allan heim.

Í ljósi þessarar þróunar í heiminum hvetja margir vísindamenn til stórátaks í skógrækt í því skyni að berjast gegn gróðurhúsaáhrifunum. Þeir benda til dæmis á að fjórar milljónir hektara af skógi gætu tekið til sín allt það koldíoxíð sem orkuver heims munu gefa frá sér á næstu tíu árum. Áætlanir af þessu tagi, sem kosta myndi milljarða dollara að hrinda í framkvæmd, voru ræddar á vegum þingnefndar í Bandaríkjunum fyrir ári.

Þótt takast mætti að hrinda slíkri áætlun í framkvæmd í Bandaríkjunum og fleiri löndum á norðurhveli jarðar eru minni líkur á að það tækist í hitabeltinu. Hungrað og örvæntingarfullt fólk hefur miklu meiri áhuga á að ryðja skóglendi til ræktunar matjurta heldur en skógrækt. Regnskógar hitabeltisins eru mikilvægur hluti af vistkerfi jarðar og eiga stóran þátt í súrefnisframleiðslu hennar, og nú er verið að ryðja þá og brenna. Verður skorið á lífæð heimsins?

5 GEISLAR GEGN KLÓRFLÚRKOLEFNUM: Hægt væri að skjóta geisiöflugum leysigeislum frá jörðu upp í andrúmsloftið á tíðni sem klórflúrkolefnissambönd drekka í sig. Menn ímynda sér að þannig mætti sprengja klórflúrkolefnissameindirnar áður en þær stíga upp í heiðhvolfið og skemma ósonlagið. Gallarnir við þessa aðferð eru hár stofn- og orkukostnaður, auk þess sem enginn veit „hvort hægt er að láta klórflúrkolefnissameindirnar drekka í sig orku leysigeislanna en ekki aðrar sameindir, svo sem vatnsgufu og koldíoxíð,“ að því er eðlisfræðingurinn Thomas Stix við Princeton-háskóla segir.

6 SÓLORKUVER ÚTI Í GEIMNUM: Risastórir sólrafalar úti í geimnum gætu virkjað orku sólar dag og nótt óháð veðri og skýjafari. Orkan yrði síðan send til jarðar sem örbylgjur eða leysigeislar. Hugmyndin er sú að nota sólarorku í stað jarðeldsneytis. Hinir tæknilegu örðugleikar eru hrikalegir svo og stærð verkefnisins.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila