Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g90 8.7. bls. 24-25
  • Það sem þú ættir að vita um engla

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Það sem þú ættir að vita um engla
  • Vaknið! – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Eru þeir til?
  • Hvernig líta þeir út?
  • Hafa þeir persónuleika?
  • Eigum við að tilbiðja þá?
  • Hverjir eru englarnir?
    Biblíuspurningar og svör
  • Englarnir þjóna þeim sem „hjálpræðið eiga að erfa“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Englar og áhrif þeirra á okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Hverjir eru englarnir?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Sjá meira
Vaknið! – 1990
g90 8.7. bls. 24-25

Sjónarmið Biblíunnar

Það sem þú ættir að vita um engla

„Um 3000 fræðimenn í trúarlegum fræðum komu saman til fjögurra daga ráðstefnu í New York í síðustu viku til að hlýða á yfir 500 skýrslur um viðfangsefni allt frá gríni í stólræðum til mikilvægis helgisiða fyrir hvítasunnumenn. Enginn minntist á engla.“ — Daily News þann 26. desember 1982.

NÚNA, átta árum síðar, hafa prestar enn fátt að segja um engla. Hvers vegna? Getur verið að litið sé á hina himnesku sendiboða sem einungis gamla helgisögn? Eru englar til í raun og veru? Ef svo er, hvað ættir þú að vita um þá?

Eru þeir til?

Englar eru ekki einfaldlega „kraftur“ eða „hreyfingar alheimsins“ eins og sumir heimspekingar halda fram. Þeir eru nógu raunverulegir til að vera nefndir mörg hundruð sinnum í orði Guðs, Biblíunni. Á frummálum Biblíunnar merkir hebreska orðið malakh og gríska orðið aggelos, sem þýdd eru „engill,“ bókstaflega „sá sem flytur boðskap“ eða einfaldlega „sendiboði.“ Orðið kemur fyrir nálega 400 sinnum í Biblíunni og er oftast notað um sendiboða í andaheiminum þótt stundum sé það einnig notað um menn.

Engillinn, sem birtist ófrjórri konu Manóa og tilkynnti henni að hún myndi eignast son, Samson, var henni raunverulegur. Hið sama má segja um englana þrjá sem birtust Abraham og Söru, konu hans, og englana tvo sem leituðu Lot uppi, svo og engilinn sem sat undir stóru tré og talaði við Gídeon. (1. Mósebók 18:1-15; 19:1-5; Dómarabókin 6:11-22; 13:3-21) Um svipað leyti og Jesús fæddist birtist engill skyndilega hópi fjárhirða með mikilli ljósadýrð. — Lúkas 2:8, 9.

Þessir englar voru raunverulegir. Þeir voru ekki ímyndun manna eða ópersónulegt afl. Þeir gegndu ákveðnum tilgangi sem sendiboðar frá Guði og frásagnirnar af því hafa réttilega verið skráðar í Biblíuna okkur nútímamönnum til fræðslu. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Þannig koma fram í Biblíunni mikilvæg atriði um engla sem þú þarft að vita, atriði sem sum hver stangast á við hefðbundnar hugmyndir.

Hvernig líta þeir út?

Vera kann að þú hugsir þér engla í líki fagurra kvenna eða bústinna smábarna með vængi, íklædda hvítum skikkjum, er brosa blíðlega, leika á litlar hörpur og svífa um loftið. Ef svo er, þá er rétt að þú vitir að það eru rangar hugmyndir sprottnar úr heiðni, svo sem grískri goðafræði, eða hugmyndir sem teknar voru upp eftir að ritun Biblíunnar lauk. Í hinum táknrænu sýnum Biblíunnar hafa andaverur, svo sem serafar og kerúbar, vængi. — Jesaja 6:2; Esekíel 10:5; Opinberunarbókin 14:6.

Orð Guðs lýsir englum sem mjög máttugum andaverum, og andavera er ósýnileg. (1. Konungabók 22:21; Sálmur 34:8; 91:11) Það var ‚engill Jehóva‘ sem lagði að velli 185.000 Assýringa í óvinaherbúðum Ísraels á aðeins einni nóttu! (Jesaja 37:36) Þegar englar sýndu sig mönnum birtust þeir alltaf sem fullklæddir karlmenn, ekki sem konur eða börn og aldrei sem eitthvað annað en menn.

Hvaðan eru þessar máttugu andaverur komnar? Biblían segir að í Jesú sé „allt skapað . . . í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega.“ (Kólossubréfið 1:16) Með milligöngu frumgetins sonar síns bæði skapaði Jehóva Guð englana löngu á undan manninum og skapaði þá einnig sem lífsform manninum æðra. — Jobsbók 38:4, 7; 2. Pétursbréf 2:11.

Hafa þeir persónuleika?

Englar hafa tilfinningar líkt og menn. Okkur er sagt að englarnir hafi, eftir að þeir urðu vitni að sköpun jarðar, ‚sungið gleðisöng allir saman,‘ og ‚fagnað.‘ (Jobsbók 38:7) Biblían segir enn fremur að það verði „fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun.“ (Lúkas 15:10) Ópersónulegur „kraftur“ getur ekki fundið til þeirrar gleði sem þarna er lýst.

Englar hafa líka sín takmörk. Mennskum spámönnum en ekki englum voru opinberaðar vissar staðreyndir um Krist og um framtíðina. Orð Guðs segir okkur að ‚inn í þetta fýsi jafnvel englana að skyggnast.‘ (1. Pétursbréf 1:10-12) Jesús sagði um nákvæma tímasetningu komu Drottins: „Þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.“ — Matteus 24:36.

Þá koma einnig fram nöfn tveggja engla, Míkaels og Gabríels, í Biblíunni. (Daníel 12:1; Lúkas 1:26) Styður það ekki þá skoðun að þeir hafi hver sitt einstaklingseðli? Þeir eru einstaklingar og ekki gerðir til að hegða sér líkt og tölva eða vélmenni sem stjórnað er af ákveðnu forriti. Englarnir eru gæddir rökhyggju og frelsi til að taka sjálfstæðar, siðferðilegar ákvarðanir. Þar eð englarnir hafa frjálsa siðferðisvitund gátu sumir þeirra valið að gera uppreisn gegn Guði og verða Satan og illir andar hans. — 1. Mósebók 6:1-4; Júdasarbréfið 6; Opinberunarbókin 12:7-9.

Eigum við að tilbiðja þá?

Enda þótt við viðurkennum að englar séu til, séu staðreynd en ekki goðsögn, verðum við að forðast öfgar. Sum trúfélög hafa gert englum einum of hátt undir höfði þótt engladýrkun sé fordæmd í Biblíunni. (Kólossubréfið 2:18; Opinberunarbókin 22:8, 9) Kaþólska kirkjan hefur gert Míkael og Gabríel að átrúnaðargoðum. Í austur- eða rétttrúnaðarkirkjunum gegna englar gríðarlega þýðingarmiklu hlutverki í messusöng. Það stingur mjög í stúf við þá aðvörun sem engill Jehóva gaf er Jóhannes féll við fætur honum: „Varastu þetta! Ég er samþjónn þinn.“ — Opinberunarbókin 19:10.

Hvers vegna eru hugmyndir manna um englana svona mjög á reiki? Satan, sem gengur fram í gervi ‚ljósengils,‘ hefur „blindað huga hinna vantrúuðu.“ (2. Korintubréf 4:4; 11:14) Er þá ekki við því að búast að margir nútímamenn taki sínar eigin hugmyndir um tilvist og eðli englanna fram yfir það sem orð Guðs segir? Jú, enda þótt prestar okkar tíma segi kannski fátt eða lítið um englana höfum við tryggingu Guðs fyrir því í biblíusögunni að þeir séu til og gegni hárri þjónustustöðu sem sendiboðar Jehóva. — Hebreabréfið 1:7, 14; 6:18.

[Mynd á blaðsíðu 24]

Englar í barnslíki með vængi eru heiðin hugmynd.

[Rétthafi]

Cupid A Captive eftir François Boucher, um 1754.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila