Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g90 8.10. bls. 20-22
  • Hvernig hægt er að áorka meiru á skemmri tíma

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig hægt er að áorka meiru á skemmri tíma
  • Vaknið! – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Forgangsröð
  • Skipulegðu störfin
  • Veldu besta tímann
  • Vertu raunsæ
  • Vertu sveigjanleg
  • Virkjaðu aðra
  • Móðurhlutverkið – gefandi og ánægjulegt starf
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Staða kvenna í Ritningunni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Tíminn — ert þú húsbóndi hans eða þræll?
    Vaknið! – 1988
  • Trúfastar kristnar konur eru verðmætir þjónar Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
Vaknið! – 1990
g90 8.10. bls. 20-22

Hvernig hægt er að áorka meiru á skemmri tíma

‚Í hvað fór tíminn?‘ Hversu oft hefur þú spurt sjálfa þig þessarar spurningar? Ef þú ert eins og flestir aðrir hefur þú sennilega spurt hennar oftar en þú kærir þig um að muna.

Tillögurnar í þessari grein miðast fyrst og fremst við þarfir húsmæðra, en vikan er auðvitað jafnlöng bæði hjá körlum og konum þannig að spurningin um hvernig hægt sé að áorka meiru á skemmri tíma á erindi bæði til karla og kvenna.

Forgangsröð

Sérhver athöfn lífsins tekur sinn tíma, þannig að okkur er eðlilegt að láta sumt ganga fyrir öðru. Þótt húsmóðirin þrái ef til vill ekkert heitara á köldum vetrarmorgni en að dorma lengur í hlýju rúminu minnir vekjaraklukkan hana á að nú þurfi hún að hafa til morgunmat handa fjölskyldunni og koma börnunum af stað í skólann.

Forgangsröð er líka nauðsynleg ef heimili og heimilislíf á að ganga vel fyrir sig. Það hefur sinn tíma að kaupa í matinn og sinn tíma að elda hann; sinn tíma að ræsta húsið og sinn tíma að þvo þvott; sinn tíma að slaka á og sinn tíma að nema; sinn tíma að hafa umsjón með heimaverkefnum barnanna og skyldum — og þannig mætti halda upptalningunni áfram.

Ert þú líka útivinnandi? Þá eru skyldustörfin enn fleiri og tíminn verður enn dýmætari. Þú getur ekki leyft þér að sólunda honum og þú getur ekki heldur frestað öllu til næsta dags. Þess vegna eru margar húsmæður þeirrar skoðunar að ákveðin stundaskrá sé alger nauðsyn vilji þær komast yfir allt sem gera þarf.

„Ég myndi alls ekki komast yfir allt sem ég þarf að gera ef ég skipulegði ekki störf dagsins,“ segir Josephine sem á sex börn á aldrinum tveggja til fimmtán ára. Sandra, sem er þriggja barna móðir, vinnur úti 25 stundir á viku, tekur undir það: „Ég held ég myndi ganga af göflunum ef ég skipulegði ekki störf mín.“

Forgangsröðin hjá þér ræðst vafalaust af því hve dýrmætur tíminn er í huga þér. Lola er þeirrar skoðunar. Auk þess að annast eiginmann sinn ver hún á bilinu 90 til 100 klukkustundum á mánuði til þess að fræða aðra um Biblíuna. Hún segir: „Tíminn er mjög dýrmætur fyrir mig. Mér finnst ekki rétt að láta aðra bíða eftir mér. Þegar þeir sem eru frekar hirðulausir um tímann sjá hve mikils ég met hann fara þeir yfirleitt að virða tímann minn meira en áður.“

Skipulegðu störfin

Hvers vegna virðast sumar húsmæður aldrei hafa nægan tíma til að koma því í verk sem gera þarf? Hvers vegna eru sumar síkvartandi yfir tímaskorti? Getur hugsast að orsökin sé meðal annars sú að þær skipuleggi ekki störf sín? Áður fyrr tók það húsmóður heilan dag að þvo þvott og annan heilan dag að strauja þvottinn, auk þess að kaupa í matinn daglega og elda. Nú á dögum getur húsmóðir yfirleitt ræst húsið, þvegið og þurrkað föt og eldað mat samtímis ef hún skipuleggur hlutina. Heimilistæki og önnur nútímaþægindi hjálpast að þannig að margar konur geta unnið úti auk þess að annast heimilið.

En hvernig notar þú þann tíma sem þú eyðir utan heimilis og ekki á vinnustað, svo sem í ferðir milli staða eða á biðstofu læknis eða tannlæknis? Gætir þú nýtt þann tíma betur? Sumar húsmæður nota þann tíma til að sauma út, hekla eða prjóna. Gætir þú nýtt tíma, sem annars fer til einskis, í eitthvað slíkt? Sumar húsmæður nota tímann til að lesa, gera innkaupalista eða skrifa bréf. Næst þegar þú sest fyrir framan sjónvarpið gætir þú kannski gert einhverja handavinnu. Heimagerðar flíkur og útsaumur er oft metinn meir en það sem keypt er í búð, og þú hefur áþreifanleg sönnunargögn fyrir því að þú sólundar ekki tímanum!

Þó ber að sýna aðgát. Reyndu ekki að ganga of langt í því að gjörnýta hverja einustu mínútu. Þú getur gert þig að þræli klukkunnar og rænt sjálfa þig ánægjunni af lífinu. Stundum er ekkert betra en að sitja hljóð og hugleiða það sem áunnist hefur. Slíkar stundir geta verið mjög dýrmætar!

Hið sama er uppi á teningnum í sambandi við sparsemi; þar þarf einnig að forðast öfgar. Sparnaðurinn er fljótur að hverfa ef eytt er tíma og bensíni í að aka bæinn á enda til að spara fáeinar krónur í innkaupum. Að sjálfsögðu er sparsemi þýðingarmikil ef heimilispeningar eru af skornum skammti. Ef til vill er hyggilegt að kaupa inn til heimilisins á einum stað. Þá veistu hvar vörunar er að finna (sem sparar þér tíma) og þú veist hvenær vörur eru á tilboðsverði (sem sparar þér peninga).

Veldu besta tímann

Sérhver kona hefur sína eigin, innbyggðu klukku. Sumar eru afkastamestar að morgni til; aðrar komast ekki vel í gang fyrr en síðdegis. Ef þú ert morgunmanneskja skaltu fyrir alla muni hafa erfiðustu verkefnin á dagskrá þá. Notaðu kraftana þegar þú ert best upplögð. Ef þú vinnur úti gætir þú rætt málið við vinnuveitanda þinn og beðið hann að raða verkefnum þínum niður í samræmi við það. Bæði þér og honum ætti að vera hagur í því. Ef þú ert sú manngerð sem afkastar litlu fyrri hluta dags skaltu geyma þér hin þýðingarmeiri verk þangað til þú ert best upplögð til að takast á við þau.

Mary er morgunmanneskja. Hún metur hlutina svo að boðun Guðsríkis sé mikilvægasta starfið og notar því morguninn, þegar hún er best fyrirkölluð, til biblíufræðslunnar. Hún fékk sér hlutastarf eftir hádegi. Gætir þú skipulagt daginn eftir svipuðum nótum?

Vertu raunsæ

Stundaskrá má ekki vera of þéttsetin eigi hún að vera raunhæf. Það er vís forskrift að vonbrigðum að reyna að vera hin fullkomna móðir, eiginkona eða starfsmaður, ekki síst ef þú ert ekki hraust. Lærðu að þekkja þín takmörk.

Dolly, sem á við að stríða langvinnan sjúkdóm, segir: „Maðurinn minn er farandumsjónarmaður og mín stundaskrá er samtvinnuð hans. Við búum í litlum húsvagni, þannig að ég sinni mínum störfum þegar hann hefur lokið sínum. Veikindi mín koma í veg fyrir að ég geti gert allt sem ég vildi, en þegar ég get læt ég þjónustuna á akrinum ganga fyrir. Heimilisstörfin sitja þá á hakanum þann daginn.“

Vertu sveigjanleg

Þegar kona er undir álagi sýnir sig hvað í henni býr. Ef hún getur haldið stillingu sinni á erfiðleikatímum áorkar hún miklu meiru en hún myndi gera ef hún kæmist í uppnám eða brotnaði niður.

Sandra fer þannig að því að hafa hemil á streitu: „Þegar óvæntar aðstæður koma upp og mér finnst ég aðþrengd á allar hliðar slaka ég hreinlega á. Ég veit að það hljómar undarlega en það hrífur. Þegar ég hef náð stjórn á mér get ég ákveðið á hverju ég eigi að byrja og síðan tek ég til óspilltra málanna við að gera það sem gera þarf. Einu sinni hafði ég boðið gestum í mat og þeir komu nokkrum klukkustundum áður en til stóð. Í stað þess að hlaupa upp með óðagoti eldaði ég bara matinn og hafði ofan af fyrir gestunum sem best ég gat. Allir voru hinir rólegustu og skemmtu sér ágætlega.“

Virkjaðu aðra

Sagt hefur verið að besti stjórnandinn sé sá sem safnar í kringum sig hæfum aðstoðarmönnum. Virkjar þú aðra til hjálpar við verkin? Þegar samstarfsmenn finna að hjálp þeirra er metin eru þeir fúsari til að bjóða hana fram. Hið sama gildir innan veggja heimilisins. Því miður eru sumar konur svo smámunalega nostursamar við matargerð og önnur húsverk að þær letja aðra til hjálpar frekar en hvetja. Það kann að vera ástæðan fyrir því að sumar eiginkonur og mæður eru alltaf að kikna undan heimilisstörfunum án þess að eiginmaður eða börn virðist hafa nokkrar áhyggjur af.

Hvað um þig? Hvetur þú aðra til að hjálpa þér þegar þörf er á? Biður þú um hjálp eða heimtar þú hana? Það er auðveldara að fá manninn og börnin til að aðstoða þig ef þú segir: „Myndir þú vilja hjálpa mér?“ en ekki: „Ég vil að þú gerir þetta fyrir mig!“

Eiginkona, sem hrósar manni sínum fyrir hjálpsemi hans, segir: „Hann tekur sannarlega vel á þessum málum. Þegar ég er lasin sendir hann mig í rúmið og eldar matinn. Hann og börnin taka öll til hendinni og hjálpast að við heimilisstörfin. Ég met það mjög mikils!“

Það er mjög gott ef eiginmaður og börn hafa þetta hugarfar, en móðirin gegnir lykilhlutverki í að svo verði. Hún getur kennt börnunum að bera skyn á gildi tímans og þroska með sér jákvæð viðhorf til vinnu. Slík börn vilja yfirleitt hjálpa vegna þess að þau hafa ánægju af því að leggja sitt af mörkum til velferðar fjölskyldunnar.

Það segir sig sjálft að sumir munu sólunda tímanum óháð því hvað aðrir segja og gera. Við fáum engu um það breytt. Við getum einungis bætt sjálfa okkur. Við getum einsett okkur að vera raunsæ í afstöðu til tímans, skipuleggja störf okkar betur, raða hlutunum í skynsamlega forgangsröð og leita hjálpar þegar þörf krefur.

[Mynd á blaðsíðu 21]

Forgangsröð er nauðsynleg ef heimilislífið á að ganga vel fyrir sig.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila