Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g94 8.4. bls. 31
  • Vindbúskapur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vindbúskapur
  • Vaknið! – 1994
  • Svipað efni
  • Vindmyllurnar rísa aftur
    Vaknið! – 1985
  • Horft á heiminn
    Vaknið! – 2010
Vaknið! – 1994
g94 8.4. bls. 31

Vindbúskapur

UPPSETNING fyrsta vindorkuvers í Bretlandi, sem reist er í atvinnuskyni, tafðist um tíma þegar krani, sem notaður var til að reisa vindrellu, fauk um koll í stormi. Frá þessu er skýrt í Lundúnablaðinu The Independent. Beislun vindorkunnar er eigi að síður sögð einhver fljótvirkasta og ódýrasta orkuframleiðsluaðferðin sem völ er á. Það þykir ekki verra að hún veldur ekki þeirri efnamengun sem fylgir brennslu jarðeldsneytis, svo sem kola.

Enda þótt nokkur Evrópuríki — svo sem Danmörk, Holland og Þýskaland — ásamt Kaliforníu í Bandaríkjunum, telji vindorkuver heppileg til að beisla þessa endurnýjanlegu orkulind, fer fjarri að allir áhugamenn um umhverfisvernd séu hrifnir. Sumir finna að hávaðanum í loftskrúfunum en öðrum finnast vindrellurnar til óprýði, ekki síst ef þær eru settar upp í fögru landslagi.

Engu að síður fagna stjórnarráðgjafar í Bretlandi, einu vindasamasta landi Evrópu, vindorku á landi sem „vænlegustu, einstöku orkulindinni til skamms tíma litið,“ að sögn tímaritsins New Scientist. Á hinn bóginn leggja gagnrýnendur vindorkuvera á landi til að vindrellurnar verði reistar rétt fyrir utan landsteinana, þrátt fyrir aukinn kostnað sem fylgir því, og að notaðar verði sérstakar vindur í stað krana til að flytja þunga hluti. Þannig mætti virkja sterka sjávarvinda.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila