Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g95 8.4. bls. 31
  • Getur fjölskyldulífið verið betra án sjónvarps?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getur fjölskyldulífið verið betra án sjónvarps?
  • Vaknið! – 1995
  • Svipað efni
  • Hefur sjónvarpið breytt þér?
    Vaknið! – 1991
  • Hvernig get ég haldið sjónvarpsglápinu í skefjum?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Stjórnaðu sjónvarpinu, annars stjórnar það þér
    Vaknið! – 1991
Vaknið! – 1995
g95 8.4. bls. 31

Getur fjölskyldulífið verið betra án sjónvarps?

Í FEBRÚAR á síðasta ári birtist grein í The Wall Street Journal sem hét: „Sjónvarpsleysi: Sumar fjölskyldur dafna án sjónvarps.“ Blaðið sagði: „Lífið heldur áfram hjá þeim tiltölulega fáu bandarísku fjölskyldum, sem taka sjónvarpið úr sambandi fyrir fullt og allt — og þær eru meira að segja hinar ánægðustu.“

Áhrif sjónvarps á fjölskylduna bar líka á góma fyrir nokkru í samsæti sem haldið var til að minnast þess að 40 ár voru liðin síðan Roger Bannister hljóp míluna fyrstur manna á innan við fjórum mínútum. Að sögn Jims Ryuns, methafa í míluhlaupi á sjöunda áratugnum, kom málið til umræðu við málsverð með Roger fyrir Ólympíuleikana 1968.

„Konan mín, Anne, og ég vorum trúlofuð á þeim tíma,“ segir Ryun, „og Roger sagði okkur að hann hefði uppgötvað dálítið sem hefði bætt fjölskyldulíf hans til muna. Við lögðum auðvitað við hlustirnar. Hann sagðist hafa fjarlægt sjónvarpstækið og að það hefði gefið þeim meiri tíma til að vera saman, tala og lesa saman sem fjölskylda.“

Ryun heldur áfram: „Það sem hann sagði hafði djúp áhrif á okkur. Það rann upp fyrir okkur að við þyrftum í rauninni ekki á sjónvarpi að halda.“

Margir hafa komist að sömu niðurstöðu. Hvers vegna? Vegna þeirra dáleiðsluáhrifa sem sjónvarpið getur haft, einkum á börn. Móðir í Maryland í Bandaríkjunum tók eftir að þegar hún gaf ungri dóttur sinni brjóst fyrir framan sjónvarpið „átti [barnið] til að snúa höfðinu snögglega frá [henni] og einblína á skjáinn. Við hugsuðum með okkur að fyrst hún væri byrjuð á því á þessum aldri, hvað þá þegar hún stækkaði.“ Fjölskyldan losaði sig því við sjónvarpið.

Ef þú sleppir ekki sjónvarpinu alveg, væri þá ekki að minnsta kosti skynsamlegt að hafa hemil á notkun þess? Karen Stevenson, fyrsta blökkukonan sem hlaut Rhodes-styrk til náms við Oxfordháskóla á Englandi, sagði um yngri æviár sín: „Sjónvarp var ekki leyft á virkum dögum. Ef okkur langaði sérstaklega að sjá eitthvað . . . urðum við að tala við [mömmu] um það sunnudaginn áður og undirbúa það þannig.“

Hvað um sjónvarpsáhorf fjölskyldu þinnar? Sérðu kosti þess að takmarka það eða jafnvel hætta því um tíma?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila