Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g96 8.4. bls. 3-4
  • Hvaða von er um lengra líf?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvaða von er um lengra líf?
  • Vaknið! – 1996
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Geta læknavísindin hjálpað?
  • Leyndardómur langlífisins
    Vaknið! – 1987
  • Hve lengi er hægt að lifa?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Undursamlega gerð til að lifa en ekki deyja
    Vaknið! – 1989
  • Hve lengi getum við lifað?
    Vaknið! – 1990
Sjá meira
Vaknið! – 1996
g96 8.4. bls. 3-4

Hvaða von er um lengra líf?

„Maðurinn, af konu fæddur, lifir stutta stund og mettast órósemi.“ — Orð Jobs í Jobsbók 14:1.

HVERSU oft hafa menn ekki lýst hinni stuttu ævi á ljóðmáli! Biblíuritari einn á fyrstu öld tók í sama streng og Job: „Þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan.“ — Jakobsbréfið 4:14.

Hefur þú ekki líka gert þér grein fyrir hve átakanlega stutt mannsævin er? William Shakespeare skrifaði fyrir um 400 árum: „Slökk, slökk þig, skar! Sljór farandskuggi er lífið.“a Og amerískur indíánahöfðingi spurði á síðustu öld: „Hvað er lífið?“ Svo svaraði hann: „Það er eldfluguleiftur að nóttu.“

En hve langri ævi geta menn búist við? Spámaðurinn Móse lýsti stöðunni á sinni tíð fyrir um 3500 árum: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.“ — Sálmur 90:10.

Sjötíu ár — það eru bara 25.567 dagar. Og 80 ár eru ekki nema 29.219 dagar. Ekki er það mikið! Er nokkuð hægt að gera til að lengja mannsævina?

Geta læknavísindin hjálpað?

Um síðustu aldamót var meðalævilengd íslenskra karla rúmlega 45 ár en er nú komin yfir 77 ár. Íslenskar konur lifðu að meðaltali rétt yfir 50 ár um aldamótin síðustu en mega nú búast við að ná rúmlega 81 árs aldri. Vegna minnkandi ungbarnadauða og betri heilsugæslu og næringar geta Íslendingar nú búist við hér um bil jafnlangri ævi og Móse talaði um. En er hægt að reikna með að mannsævin lengist verulega umfram það sem nú er?

Leonard Hayflick, kunnur sérfræðingur á sviði öldrunar, segir í bók sinni How and Why We Age: „Framfarir í líf- og læknisfræðirannsóknum og bætt heilsugæsla á þessari öld hafa vissulega haft áhrif á ævilengd manna, en aðeins með því að gera fleirum kleift að nálgast hin föstu efri mörk mannsævinnar.“ Hann bætti við til nánari skýringar: „Meðalævin hefur lengst en hámarksaldur ekki. Á þessu tvennu er mikill munur.“

Hver eru hin „föstu efri mörk“ mannsævinnar? Sumir segja að það sé óvíst að nokkur hafi náð yfir 115 ára aldri á síðari tímum. Tímaritið Science segir hins vegar: „Árið 1990 var hæsti aldur, sem staðfest er að nokkur maður hafi náð, rétt yfir 120 ár.“ Og snemma á síðasta ári heimsótti franski heilbrigðisráðherrann hana Jeanne Calment í Arles í Frakklandi á 120 ára afmæli hennar, ásamt fjölmennu föruneyti fréttamanna og ljósmyndara. Móse varð líka 120 ára, langt umfram venjulegan meðalaldur manna. — 5. Mósebók 34:7.

Eru vísindamenn vongóðir um að fólk geti almennt lifað svo lengi eða lengur? Fæstir eru það. Fyrirsögn í dagblaðinu Detroit News hljóðaði svo: „Rannsóknarmenn segja að 85 ár kunni að vera efri meðalævimörk manna.“ Í greininni var haft eftir virtum heimildarmanni um öldrun, S. Jay Olshansky: „Þegar komið er fram yfir 85 ára aldur deyr fólk úr fjöllíffærabilun. Það hættir að anda. Fyrst og fremst deyr það úr elli. Og við henni er engin lækning.“ Hann bætti við: „Meðalævin verður ekki lengd umtalsvert fram yfir það sem nú er, nema því aðeins að hægt sé að stöðva öldrunina á sameindastiginu.“

Tímaritið Science bendir á að við séum ef til vill „þegar komin upp að efri mörkum mannsævinnar og ólíklegt að dánarlíkurnar minnki verulega umfram það sem nú er.“ Sagt er að meðalævi manna myndi lengjast um innan við 20 ár ef öllum dánarorsökum, sem getið er í dánarvottorðum, yrði útrýmt.

Margir vísindamenn telja ævilengd manna því hvorki óeðlilega né líklega til að breytast. En af hverju er ástæða til að ætla að mennirnir eigi eftir að lifa miklu lengur en þeir gera nú?

[Neðanmáls]

a Leikrit III: Makbeð, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila