Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g03 8.10. bls. 4-6
  • Er gildum manna að hraka?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er gildum manna að hraka?
  • Vaknið! – 2003
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Önnur gildi á niðurleið
  • Hversu verðmætt er mannslífið?
  • Siðferðisáttavita vantar
  • Hvers vegna breytast gildin?
    Vaknið! – 2003
  • Þörfin á siðferðisgildum
    Vaknið! – 2019
  • Breytt gildi — finnst þér eitthvað hafa glatast?
    Vaknið! – 2003
  • 7 Gildismat
    Vaknið! – 2018
Sjá meira
Vaknið! – 2003
g03 8.10. bls. 4-6

Er gildum manna að hraka?

MEÐAL þess dýrmætasta, sem foreldrar geta gefið börnum sínum, er skilyrðislaus ást og lífsgildi sem þeir lifa eftir en tala ekki bara um.

Án góðra gilda er lífið lítið annað en barátta fyrir því að hafa í sig og á. Lífsgildi gefa lífinu tilgang. Þau forgangsraða. Þau setja siðferðileg mörk og skilgreina hegðunarreglur.

En mörg hefðbundin lífsgildi breytast hratt. Ronald Inglehart pófessor segir til dæmis að „samfélagið sé óðum að koma sér upp kynlífsviðmiðunum sem veita einstaklingnum meira frjálsræði til kynferðislegrar fullnægingar og sjálfstjáningar“. Í Gallupkönnun árið 1997 voru íbúar 16 landa spurðir um viðhorf sín til fæðinga utan hjónabands. Í skýrslu frá Gallup segir: „Sums staðar í Vestur-Evrópu samþykktu 90% eða fleiri þennan nýja lífsstíl en undir 15% í Singapúr og á Indlandi.“

Sumir hafa dásamað þetta nýja kynlífsfrelsi. Í bók sinni, The Rise of Government and the Decline of Morality, bendir James A. Dorn hins vegar á að „tíðar fæðingar utan hjónabands“ og „hjónaskilnaðir“ séu „augljós merki um siðferðishnignun“.

Önnur gildi á niðurleið

Öðrum hefðbundnum gildum hefur líka farið hrakandi. Þess er getið í könnuninni á gildismati fólks í heiminum, sem Inglehart prófessor fer fyrir, að „virðing fyrir yfirvöldum fari dvínandi“ í iðnvæddu löndunum.

Gott vinnusiðferði á líka undir högg að sækja. Áður fyrr var það talin dyggð að vera samviskusamur og duglegur starfsmaður. Landssamband sjálfstæðra atvinnurekenda í Bandaríkjunum gerði könnun meðal rúmlega hálfrar milljónar atvinnurekenda. „Þrjátíu og eitt prósent aðspurðra sögðu að erfitt væri að ráða í lausar stöður og 21 prósent sögðu að gæði vinnunnar væru almennt lítil.“ Atvinnurekandi segir: „Það reynist æ erfiðara að finna starfsmenn sem mæta í vinnu í meira en einn dag, á réttum tíma og allsgáðir.“

Fjárhagur fyrirtækja á ef til vill stóran þátt í þessari þróun. Þegar hagnaðurinn minnkar er starfsmönnum fækkað eða kjör skert. Tímaritið Ethics & Behavior segir: „Þegar starfsmenn upplifa þess konar tryggðarof verða þeir að sama skapi neikvæðir í garð vinnuveitandans. Þeim finnst þeir ekki skuldbundnir til að vinna hörðum höndum þar sem þeim gæti verið sagt upp á morgun.“

Mannasiðir og kurteisi er annað svið þar sem gildum hefur bersýnilega farið hrakandi. Í lokaorðum könnunar í Ástralíu var sagt: „Yfir 87,7% vinnuveitenda sögðu að vondir mannasiðir á skrifstofum hefðu letjandi áhrif á starfsfólk.“ Í könnun sem gerð var meðal stjórnenda í bandarísku atvinnulífi „sögðu áttatíu prósent þátttakenda að þeir tækju eftir meiri ókurteisi í viðskiptum“. Að sögn fréttastofunnar CNN „er léleg þjónusta í verslunum orðin svo algeng að helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa gengið út úr búð á liðnu ári af þeim sökum. Helmingur aðspurðra sagðist oft hafa séð fólk tala svo hátt í farsíma að ónæði hafi hlotist af. Og sex ökumenn af hverjum tíu sögðust iðulega verða vitni að frekju eða kæruleysi í umferðinni.“

Hversu verðmætt er mannslífið?

Það vill brenna við að fólk álítur sig halda í ákveðin „gildi“ en breytir síðan ekki í samræmi við orð sín. Gerð var könnun á vegum Institute for Global Ethics, samtaka sem beita sér fyrir góðu siðferði einstaklinga, stofnana og þjóða, meðal fulltrúa 40 landa. Fjörutíu prósent þeirra völdu „virðingu fyrir lífinu“ meðal fimm „mikilvægustu“ gildanna.a

Hver er hins vegar raunin? Iðnvæddu þjóðirnar hafa möguleika á að lina margar af þjáningum manna. En árið 1998 sagði í bók sem skrifuð er af Carol Bellamy, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna: „[Vannæring] á þátt í dauða meira en helmings þeirra 12 milljóna barna undir fimm ára aldri sem deyja ár hvert í þróunarlöndunum. Þetta hlutfall á sér enga hliðstæðu síðan svartidauði gekk yfir Evrópu á 14. öld.“ Slíkar fréttir eru ógnvekjandi fyrir alla sem láta sér annt um lífið. „En þessi alþjóðavá hefur lítið fengið á almenning,“ segir Bellamy, „þó að það séu sterk og vaxandi vísindaleg rök fyrir hættunni. Sveiflur á hlutabréfamörkuðum heims fá miklu meiri athygli en hin gífurlega vá sem stafar af vannæringu — eða hinn stórkostlegi ávinningur sem fylgir heilbrigðu mataræði.“

Í læknasamfélaginu ríkir undarlega brenglað viðhorf til lífsins. Svo ekki sé farið lengra aftur en til áttunda áratugarins voru lífslíkur 23 vikna fyrirbura nær engar. Núna lifa allt að 40 prósent slíkra fyrirbura. Með hliðsjón af þessu er það með ólíkindum að um 40 til 60 milljónir fóstureyðinga eru gerðar á ári hverju. Og flest fóstrin eru aðeins nokkrum vikum yngri en fyrirburarnir sem læknar reyna allt hvað þeir geta til að halda lífinu í! Bendir þetta ekki til þess að siðvitundin sé eitthvað bjöguð?

Siðferðisáttavita vantar

Þegar spurt var „hvað minnstu máli skipti í lífinu“ í Gallupkönnuninni voru trúariðkanir settar í tvö neðstu sætin í flestum tilfellum. Það er því ekki að undra að kirkjusókn heldur áfram að minnka. Inglehart prófessor álítur að velmegun Vesturlandabúa hafi „skapað fordæmislausa öryggiskennd“ sem hafi „dregið úr þörf manna fyrir þá hughreystingu sem trúin veitti áður“.

Þegar fólk reiðir sig í æ minna mæli á trúna fer traust þess til Biblíunnar líka dvínandi. Í alþjóðlegri könnun var fólk spurt hvað það reiddi sig á til að vita hvað væri siðferðilega rétt. Flestir nefndu eigin lífsreynslu. „Orð Guðs var í öðru sæti og varla til umræðu,“ sagði í niðurstöðum könnunarinnar.

Það er ekki að undra að gildi manna skuli breytast til hins verra. Fólk hefur ekki siðferðisáttavita og það leggur sífellt meiri áherslu á efnislega hluti og sjálft sig. Afleiðingin er græðgi og skeytingarleysi um tilfinningar annarra. Hvaða verðmæti hafa glatast í kjölfar þessara breytinga?

[Neðanmáls]

a Fyrir meira en 50 árum samþykktu Sameinuðu þjóðirnar mannréttindayfirlýsingu sína. Í 1. grein segir: „Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum.“

[Myndir á blaðsíðu 4, 5]

Hjónaskilnaðir, lélegt vinnusiðferði og stjórnleysi vitna um hnignandi gildi.

[Mynd á blaðsíðu 6]

Á ári hverju er eytt milljónum fóstra sem eru aðeins nokkrum vikum yngri en þessi fyrirburi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila