Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 7.06 bls. 2-3
  • Er öldrun óhjákvæmileg?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er öldrun óhjákvæmileg?
  • Vaknið! – 2006
  • Svipað efni
  • Undursamlega gerð til að lifa en ekki deyja
    Vaknið! – 1989
  • Hvers vegna hrörnum við?
    Vaknið! – 2006
  • Leitin að lengra lífi
    Vaknið! – 1990
  • Af hverju hrörnum við og deyjum?
    Vaknið! – 1996
Sjá meira
Vaknið! – 2006
g 7.06 bls. 2-3

Er öldrun óhjákvæmileg?

„Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, . . . þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.“ — SÁLMUR 90:10.

ÍMYNDAÐU þér að þú getir alltaf verið í blóma lífsins. Ímyndaðu þér að þú hafir alltaf góða heilsu og skarpan huga. Finnst þér slíkar framtíðarhorfur óraunhæfar? Hugleiddu þá eftirfarandi staðreynd: Þótt vissar tegundir páfagauka geti orðið allt að hundrað ára gamlar lifa mýs sjaldnast lengur en í þrjú ár. Þar sem slíkur munur er á æviskeiði lífvera hafa sumir líffræðingar dregið þá ályktun að það hljóti að vera einhver ástæða fyrir því að við hrörnum með aldrinum, og ef svo er gæti verið hægt að koma í veg fyrir það.

Lyfjafyrirtæki hafa varið miklum fjármunum í þróun nýrra lyfja sem eiga að vinna gegn öldrun. Þar að auki hefur það að finna leiðir til að hægja á öldrun orðið sérstakt áhyggjuefni þeirra sem fæddust eftir seinni heimsstyrjöldina og nálgast nú sextugsaldurinn.

Stór hópur rannsóknarmanna á sviði erfðafræði, sameindalíffræði, dýrafræði og öldrunarfræði hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka öldrunarferlið. Í bókinni Why We Age eftir Steven Austad segir: „Það liggur greinilega spenna í loftinu núna þegar öldrunarfræðingar hittast. Við erum komnir mjög nálægt því að finna grundvallarástæðurnar fyrir því að við hrörnum með aldrinum.“

Margar hugmyndir eru á lofti um ástæðurnar að baki öldrun. Sumir telja að við hreinlega slitnum með árunum. Aðrir segja að öldrunin sé forrituð í okkur. Enn aðrir vilja meina að svarið sé fólgið í báðum þessum hugmyndum. En hversu vel skilja menn öldrunarferlið? Er ástæða til að ætla að hægt sé að koma í veg fyrir öldrun?

[Skýringarmynd/myndir á blaðsíðu 2, 3]

(Sjá uppraðaðann texta í blaðinu)

ÁÆTLAÐ ÆVISKEIÐ

Býfluga

90 dagar

↓

Mús

3 ár

↓

Hundur

15 ár

↓

Api

30 ár

↓

Krókódíll

50 ár

↓

Fíll

70 ár

↓

Maður

80 ár

↓

Páfagaukur

100 ár

↓

Risaskjaldbaka

150 ár

↓

Risafura

3000 ár

↓

Broddafura

4700 ár

[Mynd á blaðsíðu 3]

Sumir páfagaukar geta lifað í allt að 100 ár en mennirnir lifa í um 80 ár. Fræðimenn spyrja: Hvað veldur öldrun?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila