Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 5.13 bls. 10-13
  • Að setja unglingnum reglur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að setja unglingnum reglur
  • Vaknið! – 2013
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • VANDINN
  • Að kenna unglingnum að virða heimilisreglurnar
    Vaknið! – 2013
  • Ræddu við unglinginn án þess að rífast
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Þegar unglingurinn bregst trausti þínu
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Hjálpaðu unglingnum að þroskast
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
Sjá meira
Vaknið! – 2013
g 5.13 bls. 10-13

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | UPPELDI

Að setja unglingnum reglur

VANDINN

Unglingurinn segir að þið séuð of ströng. Innst inni veistu að svo er ekki. Þú hugsar með þér að ef þið slakið á reglunum komi hann sér bara í klandur.

Þið getið sett unglingnum sanngjarnar reglur. En fyrst þurfið þið að skilja hvers vegna reglurnar fara í taugarnar á honum.

ÁSTÆÐAN

Ranghugmynd: Allir unglingar setja sig upp á móti reglum. Það er óhjákvæmilegur hluti uppvaxtaráranna.

Staðreynd: Unglingurinn gerir síður uppreisn ef foreldrarnir setja honum sanngjarnar reglur og ræða þær við hann.

Þó svo að uppreisn geti átt sér margar orsakir gætu foreldrar þó óafvitandi ýtt undir hana ef þeir setja ósveigjanlegar reglur eða reglur sem hæfa ekki aldri. Hugleiddu eftirfarandi:

  • Ósveigjanlegar. Þegar foreldrar leggja börnunum lífsreglurnar og gefa ekkert svigrúm til að ræða þær frekar, verða reglurnar eins og spennitreyja sem fjötrar unglinginn, en ekki eins og öryggisbelti sem verndar hann. Þetta getur orðið til þess að hann stelist til að gera nákvæmlega það sem foreldrarnir bönnuðu honum.

  • Hæfa ekki aldri. Það dugir kannski sem skýring fyrir barn að fá svarið „af því að ég segi það“. En táningurinn þarf meira – hann þarf rök. Það er ekki langt þangað til unglingurinn flytur að heiman og fer að taka afdrifaríkar ákvarðanir upp á eigin spýtur. Það er eins gott að hann læri að rökhugsa og taka skynsamlegar ákvarðanir meðan hann er enn í ykkar umsjá.

En hvað er til ráða ef allar reglur, sem þið setjið, virðast fara í taugarnar á unglingnum?

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Til að byrja með er gott að muna að það þarf að setja unglingum ákveðnar skorður og þeir vilja það líka innst inni. Setjið reglur og verið viss um að unglingurinn skilji þær. „Þegar táningum eru sett skýr mörk og foreldrarnir hafa hæfilega mikið eftirlit með þeim eru minni líkur á að þeir þurfi að hafa alvarlegar áhyggjur af þeim,“ segir í bókinni Letting Go With Love and Confidence. Hins vegar fá unglingar á tilfinninguna að foreldrunum sé sama um þá ef þeir skipta sér ekki af þeim og setja þeim engar skorður. Og það er ávísun á uppreisn. – Ráðlegging Biblíunnar: Orðskviðirnir 29:15.

Hvernig getið þið forðast öfgar? Leyfið unglingnum að segja álit sitt á heimilisreglunum. Hlustið á rök hans ef hann biður til dæmis um breyttan útivistartíma. Ef unglingurinn finnur að þið hlustið á hann er líklegra að hann virði það sem þið ákveðið og fari eftir því, jafnvel þótt hann sé ekki sammála ykkur. – Ráðlegging Biblíunnar: Jakobsbréfið 1:19.

Eitt ættuð þið að hafa í huga áður en þið takið ákvarðanir um reglur: Þó svo að unglingar hafi tilhneigingu til að falast eftir meira frjálsræði en þeir hafa gott af hafa foreldrar líka tilhneigingu til að gefa minna eftir en þeir mættu gera. Hugleiðið vandlega óskir unglingsins. Hefur hann sýnt að hægt sé að treysta honum? Er tilefni til að verða við ósk hans? Verið fús til að gefa eftir þegar það á við. – Ráðlegging Biblíunnar: 1. Mósebók 19:17-22.

Auk þess að hlusta á unglinginn er mikilvægt að þið segið honum hvernig þið lítið á málin. Þannig getið þið kennt honum að hugsa ekki aðeins um eigin óskir heldur taka tillit til annarra. – Ráðlegging Biblíunnar: 1. Korintubréf 10:24.

Takið að lokum ákvörðun og útskýrið hvers vegna þið tókuð hana. Þó að unglingurinn verði kannski ekki himinlifandi er hann eflaust ánægður með að eiga foreldra sem hlusta á hann. Munið að þið eruð að þjálfa unglinginn fyrir fullorðinsárin. Með því að setja honum sanngjarnar reglur og ræða þær við hann hjálpið þið honum að þroskast í ábyrgan fullorðinn einstakling. – Ráðlegging Biblíunnar: Orðskviðirnir 22:6.

LYKILVERS

  • ,Verið sanngjörn.‘ – Títusarbréfið 3:2.

  • „Verið ekki höstugir við börn ykkar, það gerir þau ístöðulaus.“ – Kólossubréfið 3:21.

TIL UNGLINGA

„Tökum dæmi um mann sem skuldar bankanum peninga. Ef hann greiðir afborganir af láninu á réttum tíma ávinnur hann sér traust bankans og bankinn gæti jafnvel verið fús til að lána honum meiri peninga í framtíðinni. Þetta er svipað á heimilinu. Þú skuldar foreldrunum hlýðni þína. Ef þú sýnir að hægt sé að treysta þér – í smáu sem stóru – er líklegra að foreldrarnir sýni þér meira traust í framtíðinni. En ef þú veldur þeim sífelldum vonbrigðum skaltu ekki láta það koma þér á óvart þótt ,lánstraustið‘ dvíni eða þú missir það alveg.“ – Úr bókinni Spurningar unga fólksins – svör sem duga, 2. bindi. Bókin er gefin út af Vottum Jehóva.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila