Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 7.13 bls. 4-5
  • Að kenna unglingnum að virða heimilisreglurnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að kenna unglingnum að virða heimilisreglurnar
  • Vaknið! – 2013
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • VANDINN
  • Að setja unglingnum reglur
    Vaknið! – 2013
  • Ræddu við unglinginn án þess að rífast
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Þegar unglingurinn bregst trausti þínu
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Hjálpaðu unglingnum að þroskast
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
Sjá meira
Vaknið! – 2013
g 7.13 bls. 4-5

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | UPPELDI

Að kenna unglingnum að virða heimilisreglurnar

VANDINN

Það á að vera slökkt á farsímum eftir klukkan 9 á kvöldin en þú hefur staðið dóttur þína að því tvisvar í vikunni að senda SMS eftir miðnætti. Sonur þinn má vera úti til 10 á kvöldin en kom ekki heim í gærkvöldi fyrr en eftir klukkan 11 – eina ferðina enn.

Unglingurinn getur gert betur en þetta. En þú þarft að skilja hvers vegna hann virðist ekki bera neina virðingu fyrir reglunum sem þú setur honum. Þú þarft ekki að örvænta. Það sem virðist vera hrein og bein uppreisn þarf alls ekki að vera svo alvarlegt.

ÁSTÆÐAN

Óskýr mörk. Sumir unglingar hunsa reglur til þess að sjá hvað þeir komast upp með. Ef foreldrar setja til dæmis ákveðna reglu og segja hverjar afleiðingarnar verða af því að brjóta hana, má vera að unglingurinn láti reyna á það hvort þeir standi við orð sín. Þýðir það að hann sé að breytast í uppreisnarungling? Ekki endilega. Meiri líkur eru á að unglingar séu kærulausir gagnvart heimilisreglunum ef foreldrarnir hafa ekki verið sjálfum sér samkvæmir eða hafa ekki sett skýr mörk.

Harka. Sumir foreldrar reyna að stjórna unglingunum með því að setja þeim óteljandi reglur. Þegar unglingurinn óhlýðnast foreldrum sínum reiðast þeir og setja enn fleiri reglur. Yfirleitt gerir það illt verra. „Því meiri stjórn sem þú reynir að hafa á unglingnum því meiri mótstöðu veitir hann“, segir í bókinni Parent/Teen Breakthrough (Straumhvörf í lífi foreldra og unglinga). Hún bætir við: „Stjórnsemi er eins og að reyna að smyrja hörðu smjöri á mjúkt brauð. Brauðið rifnar og það hjálpar ekkert að smyrja það af meiri hörku.“

Hæfilegur agi er gagnlegur. Að beita aga þýðir ekki aðeins að refsa. Markmið hans er að kenna barninu, ekki að láta það þjást. Hvernig geturðu þá kennt unglingnum að virða settar reglur?

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Gefðu skýr skilaboð. Unglingar þurfa að fá skýr skilaboð um hvers ætlast er til af þeim og hvaða afleiðingar það hefur að óhlýðnast. – Ráðlegging Biblíunnar: Galatabréfið 6:7.

Tillaga: Skrifaðu húsreglurnar niður á blað og spyrðu þig síðan: Eru reglurnar of margar? Eru þær of fáar? Eru sumar þeirra orðnar óþarfar? Er ástæða til að breyta reglunum miðað við þá ábyrgð sem unglingurinn hefur sýnt sig ráða við?

Vertu samkvæmur sjálfum þér. Það getur verið ruglandi fyrir unglinginn ef honum er refsað núna fyrir sama brot og hann komst upp með í síðustu viku. – Ráðlegging Biblíunnar: Matteus 5:37.

Tillaga: Reyndu að láta refsinguna hæfa brotinu. Til dæmis gæti verið viðeigandi refsing að stytta útivistartíma unglingsins ef hann kemur of seint heim.

Vertu sanngjarn. Gefðu unglingnum meira frjálsræði þegar hann á það skilið. Þannig sýnirðu honum sanngirni. – Ráðlegging Biblíunnar: Títusarbréfið 3:1, 2.

Tillaga: Sestu niður með unglingnum og ræddu við hann um reglurnar. Þú getur jafnvel fengið hann til að ákveða með þér hæfilega refsingu fyrir að brjóta þær. Unglingar eru mun líklegri til að fylgja reglum sem þeir hafa sjálfir átt þátt í að búa til.

Komdu unglingnum til manns. Markmiðið er ekki aðeins að fá unglinginn til að hlýða skipunum heldur að hjálpa honum að þroska með sér næma samvisku sem ber skyn á rétt og rangt. (Sjá rammann „Styrktu jákvæða eiginleika“.) – Ráðlegging Biblíunnar: 1. Pétursbréf 3:16.

Tillaga: Leitaðu ráða í Biblíunni. Hún er besti leiðarvísirinn fyrir lífið, gefur „viturlega leiðsögn“ og hyggni, er „óreyndum til ráðgjafar“ og veitir „unglingum þekkingu og forsjálni“. – Orðskviðirnir 1:1-4.

LYKILVERS

  • „Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ – Galatabréfið 6:7.

  • „Þegar þér talið sé já yðar já og nei sé nei.“ – Matteus 5:37.

  • ,Verið sanngjörn.‘ – Títusarbréfið 3:2.

  • „Hafið góða samvisku.“ – 1. Pétursbréf 3:16.

STYRKTU JÁKVÆÐA EIGINLEIKA

Hjálpaðu barninu þínu að hugleiða hvers konar eiginleika það vill vera þekkt fyrir. Ungt fólk getur lært að taka skynsamlegar ákvarðanir við erfiðar aðstæður með því að spyrja sig eftirfarandi spurninga:

  • Hvernig manneskja vil ég vera? – Kólossubréfið 3:9, 10.

  • Hvað myndi sá sem líkir eftir Kristi gera við svipaðar aðstæður? – Orðskviðirnir 10:1.

Biblían hefur að geyma margar frásögur af konum og körlum sem settu ýmist gott eða slæmt fordæmi með breytni sinni. (1. Korintubréf 10:11; Jakobsbréfið 5:10, 11) Notaðu þessi dæmi til að aðstoða son þinn eða dóttur við að styrkja jákvæða eiginleika í fari sínu.

(Sjá Vaknið! á ensku október 2012.)

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila