Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 7.13 bls. 16
  • Bægsli hnúfubaksins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bægsli hnúfubaksins
  • Vaknið! – 2013
  • Svipað efni
  • Hinir undraverðu hvalir sem syngja
    Vaknið! – 1986
  • Hvað má læra af náttúrunni?
    Vaknið! – 2006
  • Hver var fyrri til?
    Var lífið skapað?
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2013
Sjá meira
Vaknið! – 2013
g 7.13 bls. 16

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Bægsli hnúfubaksins

FULLVAXINN hnúfubakur er stærri og þyngri en strætisvagn. Þó er þessi gríðarstóra skepna ótrúlega lipur í hreyfingum. Hvernig stendur á því að hnúfubakurinn er svona fimur? Leyndarmálið liggur að hluta til í hnúfunum á bægslum dýrsins.

Hugleiddu þetta: Framhlið bægslanna er slétt á flestum hvölum. En því er öðruvísi farið með hnúfubakinn. Hann er með sérstaklega stórar hnúfur á fremri kanti bægslanna. Þegar hann syndir streymir sjórinn yfir bægslin og hnúfurnar brjóta vatnsstrauminn upp í marga litla hvirfla. Hnúfurnar stýra þannig vatnsflæðinu og skapa ókyrrð. Þetta gefur hvalnum aukinn lyftikraft og gerir honum kleyft að halla bægslunum meira en ella án þess að ofrísa og tapa lyftikrafti. Hnúfurnar draga einnig úr vatnsmótstöðu þegar hvalurinn hallar bægslunum mikið. Þetta kemur sér afar vel fyrir hnúfubakinn þar sem bægslin eru um það bil þriðjungur af lengd dýrsins.

Vísindamenn leitast nú við að nýta þetta fyrirbæri til að hanna hagkvæmari stýrisblöð fyrir báta, túrbínublöð, þyrlublöð og mylluvængi.

Hvað heldurðu? Urðu bægsli hnúfubaksins til við þróun? Eða býr hönnun að baki?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila