Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 11.13 bls. 8-11
  • Þrennt sem fæst ekki fyrir peninga

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þrennt sem fæst ekki fyrir peninga
  • Vaknið! – 2013
  • Svipað efni
  • Eru peningar rót alls ills?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hvernig annast á fjármálin
    Hamingjuríkt fjölskyldulíf
  • Hvernig get ég lært að fara vel með peninga?
    Vaknið! – 2006
  • Farðu skynsamlega með peninga
    Vaknið! – 2009
Sjá meira
Vaknið! – 2013
g 11.13 bls. 8-11

FORSÍÐUEFNI

Þrennt sem fæst ekki fyrir peninga

ÞAÐ er nöturleg staðreynd að margir eru sólgnir í að eignast allt sem hægt er að kaupa þó að þeir séu við það að missa vinnuna, heimilið og jafnvel ævisparnaðinn.

Þegar fólk hugsar þannig er það auðvelt skotmark auglýsenda sem reyna að telja okkur trú um að við verðum að eiga stærra hús, betri bíl og vera í réttu fötunum. Og það er ekkert mál þó að þú eigir ekki fyrir því – þú kaupir bara út í reikning. Fyrir mörgum er aðalmálið að líta út fyrir að vera í góðum efnum þótt þeir séu skuldugir upp fyrir haus.

Fyrr eða síðar þarf að sjálfsögðu að horfast í augu við veruleikann. „Að kaupa sér íburðarmiklar vörur til að líta vel út í augum sjálfra sín og annarra er eins og að reykja krakk til að láta sér líða vel,“ segir í bókinni The Narcissism Epidemic. „Hvort tveggja er tiltölulega ódýrt í byrjun og áhrifin eru mjög góð – en þau vara stutt. Það líður ekki á löngu þar til maður stendur uppi allslaus og þunglyndur.“

Biblían sýnir fram á að „oflæti vegna eigna“ sé heimskulegt. (1. Jóhannesarbréf 2:16) Staðreyndin er sú að ef við erum of upptekin af eigum okkar dregur það athyglina frá því sem mestu máli skiptir í lífinu og ekki er hægt að kaupa fyrir peninga. Lítum á þrennt.

1. SAMHELDIN FJÖLSKYLDA

Briannea er bandarísk unglingsstúlka. Henni finnst pabbi sinn leggja of mikla áherslu á vinnuna og peningana sem hann aflar. „Við höfum allt sem við þurfum og meira til,“ segir hún, „en pabbi er aldrei heima því að hann er alltaf á ferðalögum. Ég veit vel að það er vegna vinnunnar en mér finnst hann líka hafa ábyrgð gagnvart fjölskyldunni.“

Til umhugsunar: Hverju sér pabbi Brianne hugsanlega eftir seinna meir? Hvaða áhrif hefur það á samband þeirra feðgina að hann leggur svona mikið upp úr efnislegum hlutum? Hvers þarfnast fjölskyldan frá honum annars en peninga?

Biblían segir þetta um málið:

  • „Fégirndin er rót alls ills. Við þá fíkn hafa nokkrir ... valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.“ – 1. Tímóteusarbréf 6:10.

  • „Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinaut með hatri.“ – Orðskviðirnir 15:17.

Kjarni málsins: Samheldin fjölskylda fæst ekki fyrir peninga. Samheldni kemur af því að verja tíma með fjölskyldunni og gefa henni næga ást og athygli. – Kólossubréfið 3:18-21.

2. ÓSVIKIÐ ÖRYGGI

„Mamma er alltaf að segja mér að ég verði að ná mér í ríkan mann en læra til öryggis einhverja handiðn til að geta fengið góða vinnu ef ég þarf á því að halda,“ segir Sara sem er 17 ára. „Það eina sem virðist skipta hana máli er hvernig hún geti grætt peninga.“

Til umhugsunar: Hvaða réttmætu áhyggjur hefurðu varðandi framtíð þína? Hvenær eru áhyggjurnar hættar að eiga rétt á sér og komnar út í öfgar? Gæti mamma hennar Söru sýnt meira jafnvægi í því hvernig hún hugsar um fjárhagslegt öryggi?

Biblían segir þetta um málið:

  • „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.“ – Matteus 6:19.

  • „Þið vitið ekki hvernig líf ykkar verður á morgun.“ – Jakobsbréfið 4:14.

Kjarni málsins: Það er ekki nóg að sanka að sér peningum til að tryggja framtíð sína. Peningum er hægt að stela og þeir geta ekki læknað sjúkdóma eða haldið í manni lífinu. (Prédikarinn 7:12) Biblían kennir að ósvikið öryggi felist í því að þekkja Guð og fyrirætlanir hans. – Jóhannes 17:3.

3. HUGARFRIÐUR

„Foreldrar mínir kenndu mér að lifa einföldu lífi,“ segir Tanya sem er 24 ára. „Okkur tvíburasystrunum leið vel heima þó að við ættum sjaldnast meira en það nauðsynlegasta.“

Til umhugsunar: Hvers vegna getur verið erfitt að gera sér að góðu það nauðsynlegasta? Hvernig lítur þú á peninga og hvaða fordæmi ertu að setja fjölskyldu þinni með því?

Biblían segir þetta um málið:

  • „Ef við höfum fæði og klæði þá látum okkur það nægja.“ – 1. Tímóteusarbréf 6:8.

  • „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“ – Matteus 4:4.

Kjarni málsins: Lífið er meira en peningar og það sem fæst fyrir peninga. Biblían hittir naglann á höfuðið: „Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“ (Lúkas 12:15) Það gefur lífinu raunverulegt gildi að fá svör við mikilvægum spurningum eins og þessum:

  • Hver er tilgangur lífsins?

  • Hvað ber framtíðin í skauti sér?

  • Hvernig get ég nært minn andlega mann?

Útgefendur þessa tímarits eru meira en fúsir til að hjálpa þér að finna svörin við þessum spurningum.

a Nöfnum er breytt í þessari grein.

Eru peningar lykill að hamingju?

„Á heildina litið er efnishyggjufólk vansælla og niðurdregnara en aðrir,“ segir í bókinni The Narcissism Epidemic. „Og sjálf löngunin í meiri peninga kemur niður á andlegri líðan fólks. Það kvartar líka meira undan líkamlegum kvillum eins og særindum í hálsi, bakverkjum og höfuðverk og er líklegra til að drekka í óhófi og nota fíkniefni. Það lítur út fyrir að efnisleg velgengni geri fólki lífið leitt.“

„Breyting á gildismati“

„Þegar háskólanemar á sjöunda áratug síðustu aldar og í byrjun þess áttunda voru spurðir hvers vegna þeir fóru í háskólanám töldu flestir mikilvægast ,að hljóta menntun‘ eða ,öðlast lífsspeki‘. Lítill hluti nemenda sagði aðalástæðuna vera ,að græða peninga‘. Snemma á tíunda áratugnum sögðu flestir nemendur mikilvægustu ástæðuna fyrir háskólanámi sínu þá ,að græða peninga‘ ... Þessi breyting á gildismati meðal háskólanema helst í hendur við stóraukna tíðni sjálfsvíga, þunglyndis og annarra geðrænna kvilla háskólanema.“ – The Price of Privilege eftir sálfræðinginn Madeline Levine.

Að kaupa sér vellíðan

Að sögn Madeline Levine sálfræðings getur innkaupaleiðangur gefið fólki dálitla vellíðan í heimi þar sem fjölskyldan, samfélagið og kirkjan hafa brugðist þeim. Í bók sinni, The Price of Privilege, segir hún: „Að versla er ein leið til að hafa stjórn á umhverfi okkar. Það gefur okkur stjórn í viðskiptum við aðra og kaupandinn finnur til ákveðins valds. En þetta vald er að sjálfsögðu villandi. Valdið er í raun og veru í höndum stórfyrirtækja og auglýsenda þeirra sem fá stórar fúlgur fyrir að telja neytendum trú um að varan muni töfra fram betra líf handa þeim.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila