Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 5.15 bls. 16
  • Veiðihár kattarins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Veiðihár kattarins
  • Vaknið! – 2015
  • Svipað efni
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2015
  • Sandkötturinn sjaldséði
    Vaknið! – 2013
  • Tunga kattarins
    Býr hönnun að baki?
Vaknið! – 2015
g 5.15 bls. 16
Köttur

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Veiðihár kattarins

HEIMILISKÖTTURINN er aðallega næturdýr. Veiðihárin virðast hjálpa honum að skynja umhverfi sitt og klófesta bráð, sérstaklega í myrkri.

Hugleiddu þetta: Við rætur veiðiháranna er fjöldi taugaenda. Þeir eru næmir fyrir minnstu hreyfingu í umhverfinu. Þar af leiðandi getur kötturinn greint nálæga hluti án þess að sjá þá, en það er augljóslega mikill kostur að næturlagi.

Þar sem veiðihárin eru svona næm fyrir umhverfinu getur kötturinn notað þau til að átta sig á staðsetningu og hreyfingu hluta og bráðar. Veiðihárin hjálpa kettinum líka að meta stærð ops áður en hann smeygir sér í gegnum það. Í alfræðiorðabókinni Encyclopædia Britannica kemur fram að „skilningur manna á því hvernig veiðihárin (vibrissae) virka er takmarkaður. Hins vegar vita menn að séu þau klippt af lamast kötturinn að vissu marki um tíma.“

Vísindamenn eru að hanna vélmenni útbúin nemum sem líkja eftir veiðihárum katta. Þessir nemar eiga að gera vélmennunum kleift að sneiða hjá hindrunum sem verða á vegi þeirra. Nemarnir eru kallaðir rafveiðihár (á ensku e-whiskers) og „ættu að nýtast á fjölbreyttan hátt í háþróuð vélmenni, notendaviðmót vélmenna og á sviði líffræðinnar“, segir Ali Javey, vísindamaður við Kaliforníuháskólann í Berkeley.

Hvað heldur þú? Þróuðust veiðihár kattarins eða býr hönnun að baki?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila