Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 9.13 bls. 10-11
  • Sandkötturinn sjaldséði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sandkötturinn sjaldséði
  • Vaknið! – 2013
  • Svipað efni
  • Tunga kattarins
    Býr hönnun að baki?
  • Eyðimerkur sækja á — en eiga þær eftir að blómgast sem lilja?
    Vaknið! – 1987
  • Veiðihár kattarins
    Vaknið! – 2015
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2013
Vaknið! – 2013
g 9.13 bls. 10-11

Sandkötturinn sjaldséði

Sandkötturinn gýtur að meðaltali þremur kettlingum eftir um það bil tveggja mánaða meðgöngu.

AÐ NÆTURLAGI mitt í þurri eyðimörkinni skríður sandkötturinn úr bæli sínu og nemur staðar. Hann lítur í kringum sig og sperrir eyrun. Síðan læðist hann af stað um sandauðnina.

Skyndilega stekkur sandkötturinn á bráð sína – stökkmús sem á sér einskis ills von. Veiðin heldur svo áfram alla nóttina og öðru hverju stekkur sandkötturinn á nýja bráð. Ef hann veiðir meira en hann getur torgað grefur hann afganginn í sandinn. Hann snýr aftur í bæli sitt í dögun og lætur sjaldan sjá sig yfir daginn. Hér eru nokkur áhugaverð sérkenni þessa sjaldséða dýrs.

  • Með næmri heyrn getur sandkötturinn fundið bráð sína jafnvel þegar hún er neðanjarðar.

  • Til að finna sér maka rekur högninn upp hátt gelthljóð. Næm heyrn læðunnar gerir henni kleift að heyra í honum langar leiðir.

  • Loðnar loppur sandkattarins forða honum frá því að sökkva ofan í sandinn og veita honum einangrun fyrir brennheitum eða ísköldum sandinum.

  • Að innan eru eyrun þakin þykku hvítu hári sem ver köttinn fyrir sandfoki.

  • Það er erfitt að rekja slóð sandkattarins af því að gangþófarnir eru kafloðnir sem gerir slóð hans nær ósýnilega.

  • Sandkötturinn kemst af með þann vökva sem hann fær úr bráð sinni.

  • Sandurinn í Karakúmeyðimörkinni getur orðið býsna heitur eða allt að 80 gráður. Lofthitinn getur farið niður í 25 stiga frost.

STUTT YFIRLIT

  • Heimkynni sandkattarins: Óbyggðir Sahara, Arabíuskaginn og sums staðar í Mið-Asíu.

  • Þyngd: Högninn er 2 til 3 kíló.

  • Lengd: Um 40 til 60 sentimetrar.

  • Rófa: Um 20 til 30 sentimetrar.

  • Lunderni: Hann er ljúfur miðað við aðra villiketti sem eru yfirleitt grimmir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila