Sandkötturinn gýtur að meðaltali þremur kettlingum eftir um það bil tveggja mánaða meðgöngu.
AÐ NÆTURLAGI mitt í þurri eyðimörkinni skríður sandkötturinn úr bæli sínu og nemur staðar. Hann lítur í kringum sig og sperrir eyrun. Síðan læðist hann af stað um sandauðnina.
Skyndilega stekkur sandkötturinn á bráð sína – stökkmús sem á sér einskis ills von. Veiðin heldur svo áfram alla nóttina og öðru hverju stekkur sandkötturinn á nýja bráð. Ef hann veiðir meira en hann getur torgað grefur hann afganginn í sandinn. Hann snýr aftur í bæli sitt í dögun og lætur sjaldan sjá sig yfir daginn. Hér eru nokkur áhugaverð sérkenni þessa sjaldséða dýrs.