Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 7.15 bls. 16
  • Úr ýmsum áttum – umhverfið í brennidepli

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Úr ýmsum áttum – umhverfið í brennidepli
  • Vaknið! – 2015
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Ástralía
  • Saharaeyðimörkin
  • Heimurinn
  • Eyðimerkur sækja á — en eiga þær eftir að blómgast sem lilja?
    Vaknið! – 1987
  • Hvernig hefur okkur gengið að bjarga jörðinni?
    Vaknið! – 2004
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2023
  • Loftið
    Vaknið! – 2023
Sjá meira
Vaknið! – 2015
g 7.15 bls. 16
Saharaeyðimörkin

ÚR ÝMSUM ÁTTUM

Umhverfið í brennidepli

Jörðin sér okkur fyrir hreinu lofti, næringarríkum mat og fersku vatni. En mennirnir eru í síauknum mæli að raska þessum ferlum náttúrunnar. Vísindamenn reyna eftir bestu getu að snúa þessari þróun við.

Ástralía

Talið er að allt að 500.000 rúmkílómetra af ferskvatni sé að finna undir hafsbotninum. Vincent Post við Flinders-háskóla í Adelaide segir: „Sjávarborðið var [eitt sinn] mun lægra en það er nú“ og því náði strandlínan lengra út. Á þeim tíma „fyllti regnvatn grunnvatnsborðið á svæðum sem eru nú neðansjávar.“ Vísindamenn vonast til að þessi neðansjávarvatnsforði geti í framtíðinni nýst þeim rúmlega 700 milljónum manna sem hafa takmarkaðan aðgang að hreinu vatni.

Saharaeyðimörkin

Helmingur af stóru dýrategundunum í Saharaeyðimörkinni hefur misst 99 prósent af upphaflegu búsvæði sínu eða er hreinlega ekki að finna í eyðimörkinni lengur. Veiðar og stjórnmálaumrót eru aðeins hluti af vandanum. Þótt líffræðilegur fjölbreytileiki eyðimarka sé jafnmikill og í skógum segja sérfræðingar að „vísindamenn veiti lífríki eyðimarka ekki næga athygli sökum fjárskorts“. Þar af leiðandi er erfitt fyrir umhverfisverndarsinna að fylgjast með tegundum í útrýmingarhættu.

Heimurinn

Áætlað er að áttunda hvert dauðsfall árið 2012 megi rekja til mengunar andrúmsloftsins. „Af öllum umhverfisþáttum stafar mönnum mest ógn af loftmengun,“ segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin.

TIL UMHUGSUNAR: Hvers vegna hefur vinnusömu og velviljuðu fólki ekki tekist að stöðva eyðingu náttúrunnar? – Jeremía 10:23.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila