Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g16 Nr. 1 bls. 16
  • Geta mannslíkamans til að græða sár

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Geta mannslíkamans til að græða sár
  • Vaknið! – 2016
  • Svipað efni
  • Yfirskurðlæknir skýrir frá trú sinni
    Vaknið! – 2014
  • Undursamlega úr garði gerð til að lifa
    Vaknið! – 1989
  • Kristinn kærleikur eftir náttúruhamfarir í Mexíkó
    Vaknið! – 1996
  • Hver er verðmætasti vökvi veraldar?
    Vaknið! – 2007
Sjá meira
Vaknið! – 2016
g16 Nr. 1 bls. 16
Teikning af blóðkornum.

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Geta mannslíkamans til að græða sár

Plástur á hendi.

FJÖLMARGIR samverkandi þættir gera líf okkar mögulegt. Þar á meðal er geta líkamans til að græða sár og endurnýja skemmda vefi. Um leið og líkaminn fær sár byrjar hann að græða það.

Hugleiddu þetta: Margþætt frumustarfsemi, þar sem hvert ferlið tekur við af öðru, fær sár til að gróa:

  • Blóðflögur loða við vefi umhverfis sárið og mynda blóðkökk sem lokar skemmdum æðum.

  • Bólga ver sárið fyrir sýkingu og fjarlægir allt „rusl“ úr sárinu.

  • Innan nokkurra daga er líkaminn byrjaður að gera við skemmda vefi, draga sárið saman og gera við laskaðar æðar.

  • Að lokum endurmótar örvefur svæðið sem varð fyrir skemmdum og styrkir það.

Vísindamenn eru að þróa plast sem getur „grætt“ eigin skemmdir með því að líkja eftir blóðstorknun. Í þessu endurnýjanlega plasti eru agnarsmáar samsíða pípur með tveimur ólíkum vökvum sem „blæða“ þegar þær brotna. Þegar vökvarnir blandast mynda þeir hlaup sem breiðist út um skemmda svæðið og lokar sprungum og götum. Þegar hlaupið storknar myndar það sterkt efni sem gerir plastið jafn sterkt og það var fyrir. Vísindamaður nokkur viðurkennir að þessi viðgerð á gerviefni, sem enn er í þróun, „líki eftir“ því sem er nú þegar til í náttúrunni.

Hvað heldur þú? Þróaðist geta líkamans til að græða sár? Eða býr hönnun að baki?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila