Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g16 Nr. 4 bls. 3
  • Að temja sér góðar venjur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að temja sér góðar venjur
  • Vaknið! – 2016
  • Svipað efni
  • Kynning
    Vaknið! – 2016
  • Komdu í veg fyrir að slæmir ávanar taki sig upp
    Vaknið! – 1991
  • 1 Settu þér raunhæf markmið
    Vaknið! – 2016
  • Líf mitt snerist eingöngu um mig
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Vaknið! – 2016
g16 Nr. 4 bls. 3
Kona horfir á sjónvarpið og borðar ruslfæði.

FORSÍÐUEFNI

Að temja sér góðar venjur

  • Vekjaraklukka

    AUSTIN er þreyttur þegar vekjaraklukkan hringir. Hann fer samt strax fram úr, klæðir sig í æfingafötin sem hann tók til kvöldið áður og fer út að skokka. Þetta hefur hann gert þrisvar í viku í heilt ár.

  • Sælgæti

    Laurie var að rífast við manninn sinn. Reið og pirruð strunsar hún fram í eldhús, grípur poka af súkkulaði og hámar í sig alla bitana. Þetta er hún vön að gera í hvert sinn sem hún kemst í uppnám.

Hvað eiga Austin og Laurie sameiginlegt? Hvort sem þau gera sér grein fyrir því eða ekki gera þau hlutina af gömlum vana. Og það er erfitt að leggja af rótgróinn vana.

Hvað með þig? Langar þig til að koma þér upp einhverjum góðum venjum eins og til dæmis að hreyfa þig reglulega, fá meiri svefn eða hafa meira samband við vini og ættingja?

Eða langar þig til að leggja af slæman ávana, eins og að reykja, borða of mikið ruslfæði eða eyða óhóflegum tíma á Netinu?

Að vísu getur verið hægara sagt en gert að leggja af slæman ávana. Rétt eins og það er freistandi að skríða aftur upp í hlýtt rúmið á köldum degi er mun auðveldara að temja sér slæman ávana en að losa sig við hann.

Hvernig er hægt að temja sér venjur sem koma manni að gagni í stað ávana sem eru manni til ills? Skoðaðu eftirfarandi þrjár tillögur sem eru byggðar á ráðum Biblíunnar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila