Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g16 Nr. 5 bls. 10-11
  • Undraefnið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Undraefnið
  • Vaknið! – 2016
  • Svipað efni
  • Aldursgreining með geislavirku kolefni
    Vaknið! – 1986
  • Hvað er til ráða?
    Vaknið! – 1990
  • Rauðu blóðkornin eru mikil undrasmíð
    Vaknið! – 2006
  • Blóðrauðasameindin er mikil undrasmíð
    Vaknið! – 2010
Vaknið! – 2016
g16 Nr. 5 bls. 10-11

Undraefnið

Kolefnisatóm

„Kolefni er mikilvægasta frumefnið í lífríkinu,“ segir í bókinni Nature’s Building Blocks. Kolefni hefur þann einstaka eiginleika að geta bundist við sjálft sig og fjöldamörg önnur frumefni og myndað með því milljónir efnasambanda. Enn eru ný efnasambönd að finnast og önnur eru búin til með efnasmíði.

Eins og sjá má af dæmunum hér á eftir geta kolefnisatóm bundist saman í alls kyns form, svo sem keðjur, píramída, hringi, þynnur og pípur. Kolefni er sannkallað undraefni!

DEMANTUR

Demantur

Kolefnisatóm mynda píramídalaga sameind með fjóra hliðarfleti en það er afar sterkt byggingarform og gerir demantinn að harðasta efni sem fyrirfinnst í náttúrunni. Hreinn demantur er eingöngu myndaður úr þessari kolefnissameind.

GRAFÍT

Blýantur

Þéttbundin kolefnisatóm eru í lausbundnum lögum, líkt og blöð í bunka, sem geta runnið hvert frá öðru. Vegna þessara eiginleika er grafít gott smurefni. Grafít er líka meginuppistaðan í blýöntum.a

GRAFÍN

Blýantsstrik

Grafín er eitt lag kolefnisatóma sem raðast í sexhyrnda grind eða net. Grafín hefur margfaldan styrk stáls. Í blýantsstriki getur verið ögn af grafíni sem liggur í einu eða fleiri lögum.

KNATTKOL

Knattkol

Þessar holu kolefnissameindir eru meðal annars í laginu eins og örsmáir boltar eða pípur kallaðar nanópípur. Þær eru mældar í nanómetrum en nanómetri er einn milljarðasti úr metra.

LÍFVERUR OG PLÖNTUR

Kolefni í frumum.

Frumur plantna, dýra og manna byggjast á kolefni. Kolefni er að finna í fitu, kolvetni og amínósýrum.

„Ósýnilega veru [Guðs], eilífan mátt og guðdómstign má skynja og sjá af verkum hans.“ – Rómverjabréfið 1:20.

a Sjá greinina „Does Anyone Have a Pencil?“ í Vaknið! júlí 2007 á ensku.

Stjarna

Kolefni – tilkomið vegna hárnákvæmra stillinga í stjörnum

Kolefni verður til við samruna þriggja atómkjarna helíums. Vísindamenn telja að það gerist inni í stjörnum sem kallast rauðir risar. Til þess að helíum bindist á þennan hátt þarf nákvæmlega réttu aðstæðurnar. „Ef þetta [náttúrulögmál] væri örlítið vanstillt,“ segir eðlisfræðingurinn Paul Davies, „væri alheimurinn ekki til, ekkert líf og að sjálfsögðu ekkert mannfólk.“ Hvers vegna er efnisheimurinn svona hárnákvæmlega stilltur? Sumir telja að það hafi gerst af sjálfu sér. Öðrum finnst þetta merki um vitran skapara. Hvort finnst þér rökréttara?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila