Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g16 Nr. 5 bls. 16
  • „Þetta er frábært kennslumyndband!“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Þetta er frábært kennslumyndband!“
  • Vaknið! – 2016
  • Svipað efni
  • Áhrifarík myndbönd
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Frumkvæði hennar borgaði sig
    Vaknið! – 2002
  • Nýtt myndskeið sem hjálpar okkur að hefja biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Tökum framförum í að boða trúna – notum myndskeið við kennsluna
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2016
Sjá meira
Vaknið! – 2016
g16 Nr. 5 bls. 16
Námsráðgjafi í Suður-Kóreu sýnir myndband af vefsíðunni jw.org í kennslustund.

„Þetta er frábært kennslumyndband!“

SOO-JEONG er námsráðgjafi í framhaldsskóla í Suður-Kóreu. Hún hefur notað myndbönd af vefsíðunni jw.org í kennslustundum. Hún segir: „Nemendurnir voru stórhrifnir af myndbandinu Hvernig eru sannir vinir? Ég heyrði athugasemdir eins og: ,Ég hef aldrei hugsað um vináttu á þennan hátt. Þetta er frábært kennslumyndband!‘ Sumir nemendurnir voru staðráðnir í að nota vefsíðuna þegar þá vantaði góð ráð.“ Soo-jeong bætir við: „Ég hef bent mörgum öðrum kennurum á myndbandið og þeir eru ánægðir með að geta notað þetta góða hjálpargagn í kennslunni.“

Margir nemendur í Suður-Kóreu hafa einnig haft gagn af töfluteikningunni Þú getur sigrast á einelti án þess að nota hnefana. Fyrirlesari sýndi hópi nemenda myndbandið. Hún starfar með stofnun sem vinnur að því að draga úr ofbeldi meðal unglinga og segir: „Myndbandið nær athygli margra unglinga vegna þess hve aðlaðandi teikningarnar eru.“ Og hún bætir við: „Þar að auki er myndbandið gagnlegt því að það sýnir bæði hvernig hægt er að takast á við ofbeldi og koma í veg fyrir það.“ Stofnunin bað um leyfi til að nota myndbandið í fyrirlestrum sem fluttir eru í mörgum grunnskólum. Leyfið var veitt. Jafnvel lögreglan notar myndbönd af vefsíðunni jw.org.

Við hvetjum þig til að skoða vefsíðuna ef þú hefur ekki þegar gert það. Hún er aðgengileg og hægt er að sækja hljóðskrár, myndbönd, Biblíuna á mörgum tungumálum og fjölda rita án endurgjalds.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila