Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g18 Nr. 3 bls. 6-13
  • Að vinna úr sorginni – það sem þú getur gert núna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að vinna úr sorginni – það sem þú getur gert núna
  • Vaknið! – 2018
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • 1: ÞIGGÐU STUÐNING FRÁ FJÖLSKYLDU OG VINUM
  • 2: HUGSAÐU UM MATARÆÐIÐ OG HREYFÐU ÞIG REGLULEGA
  • 3: FÁÐU NÆGAN SVEFN
  • 4: VERTU SVEIGJANLEGUR
  • 5: FORÐASTU SKAÐLEGA ÁVANA
  • 6: NOTAÐU TÍMA ÞINN VEL
  • 7: HAFÐU GÓÐAR VENJUR
  • 8: TAKTU EKKI STÓRAR ÁKVARÐANIR OF SNEMMA
  • 9: MUNDU EFTIR ÁSTVINI ÞÍNUM
  • 10: FARÐU Í FRÍ
  • 11: AÐSTOÐAÐU AÐRA
  • 12: FORGANGSRAÐAÐU UPP Á NÝTT
  • Hvernig get ég borið sorg mína?
    Þegar ástvinur deyr
  • Í þessu blaði: Hjálp fyrir syrgjendur
    Vaknið! – 2018
  • Hjálp fyrir syrgjendur
    Vaknið! – 2011
  • Við hverju má búast?
    Vaknið! – 2018
Sjá meira
Vaknið! – 2018
g18 Nr. 3 bls. 6-13
Fólk við sjávarströnd flýgur flugdreka og tekur myndir.

HJÁLP FYRIR SYRGJENDUR

Að vinna úr sorginni það sem þú getur gert núna

Ef þú leitar ráða um hvernig hægt sé að takast á við sorg finnurðu eflaust ótal hugmyndir, sumar gagnlegri en aðrar. Kannski er það vegna þess að allir syrgja á sinn hátt, eins og rætt var um áður. Það sem virkar fyrir einn virkar kannski ekki fyrir einhvern annan.

En þó eru nokkur grundvallaratriði sem hafa hjálpað mörgum. Sálfræðingar vitna oft í þau og þau enduróma sígildar meginreglur í gamalli bók, Biblíunni.

1: ÞIGGÐU STUÐNING FRÁ FJÖLSKYLDU OG VINUM

  • Fólk við sjávarströnd flýgur flugdreka og tekur myndir.

    Sumir sérfræðingar telja að þetta gegni lykilhlutverki í að komast í gegnum sorgina. En stundum langar þig kannski að vera í einrúmi. Þú gætir jafnvel orðið pirraður út í þá sem reyna að hjálpa þér. Það er ekkert óeðlilegt.

  • Ekki finnast þú þurfa að vera í kringum aðra öllum stundum, en ekki ýta þeim alveg frá þér heldur. Þú þarft eflaust á stuðningi þeirra að halda seinna. Segðu öðrum vingjarnlega frá því hvers þú þarfnast þá stundina og líka hvers þú þarfnast ekki.

  • Finndu jafnvægi milli tíma með öðrum og tíma í einrúmi eftir því sem þú þarfnast.

MEGINREGLA: „Betri eru tveir en einn ... Falli annar þeirra getur hinn reist félaga sinn á fætur.“ – Prédikarinn 4:9, 10.

2: HUGSAÐU UM MATARÆÐIÐ OG HREYFÐU ÞIG REGLULEGA

  • Gott mataræði getur hjálpað þér að takast á við álagið sem fylgir sorginni. Reyndu að borða margs konar ávexti, grænmeti og magurt prótín.

  • Drekktu nóg af vatni og öðrum hollum drykkjum.

  • Borðaðu oft og í litlum skömmtum ef þú hefur litla matarlyst. Þú gætir einnig spurt lækninn þinn um fæðubótarefni.a

  • Að ganga rösklega eða að gera aðrar æfingar getur dregið úr neikvæðum tilfinningum. Æfingar geta gefið þér tíma til að hugleiða missinn eða leiða hugann að einhverju öðru.

MEGINREGLA: „Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold heldur elur hann það og annast.“ – Efesusbréfið 5:29.

3: FÁÐU NÆGAN SVEFN

  • Rúm

    Svefn er alltaf mikilvægur. Hann er þó sérstaklega mikilvægur fyrir þá sem syrgja þar sem sorg gerir mann oft úrvinda.

  • Gættu þess að neyta ekki of mikils af koffíni og áfengi vegna þess að það getur truflað svefninn.

MEGINREGLA: „Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ – Prédikarinn 4:6.

4: VERTU SVEIGJANLEGUR

  • Sorgmædd kona talar við vinkonu sína.

    Mundu að allir syrgja á sinn hátt. Þú þarft að átta þig á hvað hentar best fyrir þig.

  • Mörgum finnst hjálp í því að tala um sorgina við aðra en sumir kjósa að tjá hana ekki. Sérfræðingar hafa skiptar skoðanir á hvort nauðsynlegt sé að tjá tilfinningar sínar til að vinna úr sorginni. Ef þú hefur þörf á að segja einhverjum frá tilfinningum þínum en ert hikandi er kannski best fyrir þig að byrja smátt og opna þig fyrir nánum vini.

  • Sumum finnst það hjálpa sér að gráta en aðrir virðast geta unnið úr sorginni þó að þeir gráti minna.

MEGINREGLA: „Hjartað eitt þekkir kvöl sína.“ – Orðskviðirnir 14:10.

5: FORÐASTU SKAÐLEGA ÁVANA

  • Maður drekkur áfengi.

    Sumir syrgjendur reyna að lina sársaukann með því að neyta fíkniefna eða misnota áfengi eða lyf. Slík „flóttaleið“ kemur aðeins til með að skaða þig. Maður kann að finna fyrir ákveðnum létti en hann er skammvinnur og hefur mjög neikvæðar afleiðingar. Notaðu ekki skaðlegar leiðir til að sefa sorgina.

MEGINREGLA: „Hreinsum okkur af allri saurgun.“ – 2. Korintubréf 7:1.

6: NOTAÐU TÍMA ÞINN VEL

  • Mörgum finnst gagnlegt að gefa sér bæði tíma til að syrgja (að takast á við tilfinningarnar) og tíma fyrir stutta hvíld (að gera eitthvað sem dregur hugann tímabundið frá sorginni).

  • Þú finnur eflaust fyrir ákveðnum létti með því að styrkja vináttubönd eða mynda ný, læra eitthvað nýtt eða njóta afþreyingar.

  • Með tímanum tekurðu eflaust lengur og oftar hvíld frá því að syrgja og kemst í betra jafnvægi. Það er allt hluti af bataferlinu.

MEGINREGLA: „Öllu er afmörkuð stund ... að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma, að harma hefur sinn tíma og að dansa hefur sinn tíma.“ – Prédikarinn 3:1, 4.

7: HAFÐU GÓÐAR VENJUR

  • Kona notar dagatal til að skipuleggja sig.

    Byrjaðu aftur á þínum daglegu venjum eins fljótt og hægt er.

  • Þegar svefninn, vinnan og annað er komið í jafnvægi finnurðu að lífið er farið að ganga sinn vanagang.

  • Að vera upptekinn við eitthvað jákvætt getur hjálpað þér að lina sársaukann.

MEGINREGLA: „Slíkur maður hugsar ekki mikið um ævidaga lífs síns meðan Guð fær honum nóg að sýsla við fögnuð hjarta síns.“ – Prédikarinn 5:19.

8: TAKTU EKKI STÓRAR ÁKVARÐANIR OF SNEMMA

  • Margir sem taka stórar ákvarðanir fljótlega eftir að þeir missa ástvin sinn sjá síðar eftir því.

  • Ekki ana út í stórar breytingar eins og að flytja, skipta um vinnu eða losa þig við eigur hins látna.

MEGINREGLA: „Áform hins iðjusama færa arð en hroðvirkni endar í örbirgð.“ – Orðskviðirnir 21:5.

9: MUNDU EFTIR ÁSTVINI ÞÍNUM

  • Maður sýnir vinum sínum myndir af látinni eiginkonu sinni.

    Mörgum syrgjendum finnst það hjálpa sér að gera eitthvað til að halda í minningu hins látna.

  • Þú finnur kannski huggun í því að safna myndum eða hlutum sem minna þig á ástvin þinn, eða að halda dagbók um atburði og sögur sem þú vilt muna.

  • Geymdu hluti sem vekja góðar minningar og skoðaðu þá síðar þegar þér finnst þú tilbúinn.

MEGINREGLA: „Minnstu fyrri tíða.“ – 5. Mósebók 32:7.

10: FARÐU Í FRÍ

  • Þú gætir hugsanlega farið í ferðalag.

  • Ef þú hefur ekki tök á að fara í langt ferðalag gætirðu kannski gert þér dagamun með því að fara í gönguferð, á safn eða í langan bíltúr.

  • Það getur hjálpað þér að takast á við sorgina að brjóta aðeins upp dagskrána.

MEGINREGLA: „Komið nú á óbyggðan stað, svo að við séum einir saman, og hvílist um stund.“ – Markús 6:31.

11: AÐSTOÐAÐU AÐRA

  • Ung kona aðstoðar eldri konu við innkaupin.

    Mundu að þegar þú hjálpar öðrum er mjög líklegt að þér líði einnig betur.

  • Þú gætir byrjað á því að aðstoða aðra sem syrgja einnig ástvin þinn og þarfnast einhvers sem skilur þá og hvað þeir eru að ganga í gegnum.

  • Að styðja og hugga aðra getur veitt þér gleði á ný og látið þér finnast þú hafa tilgang að nýju.

MEGINREGLA: „Sælla er að gefa en þiggja.“ – Postulasagan 20:35.

12: FORGANGSRAÐAÐU UPP Á NÝTT

  • Sorgin getur leitt til þess að þú sjáir betur hvað skiptir mestu máli.

  • Notaðu þessa reynslu til að endurmeta hvernig þú notar líf þitt.

  • Breyttu forgangsröðun þinni eftir þörfum.

MEGINREGLA: „Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veislusal því að það eru endalok sérhvers manns og sá sem lifir hugfestir það.“ – Prédikarinn 7:2.

AÐ VINNA ÚR SORGINNI | SAMANTEKT

  • 1: ÞIGGÐU STUÐNING FRÁ FJÖLSKYLDU OG VINUM

    Finndu jafnvægi milli þess að verja tíma með öðrum og tíma í einrúmi eftir því sem þú þarfnast.

  • 2: HUGSAÐU UM MATARÆÐIÐ OG HREYFÐU ÞIG REGLULEGA

    Borðaðu hollan mat, drekktu nóg af vatni og hreyfðu þig.

  • 3: FÁÐU NÆGAN SVEFN

    Mundu að nægur svefn er mikilvægur til að geta tekist á við sorgina.

  • 4: VERTU SVEIGJANLEGUR

    Allir syrgja á sinn hátt og þú þarft því að finna út hvað hentar þér.

  • 5: FORÐASTU SKAÐLEGA ÁVANA

    Forðastu að neyta fíkniefna eða misnota áfengi eða lyf – það býr til fleiri vandamál en það leysir.

  • 6: NOTAÐU TÍMA ÞINN VEL

    Gefðu þér tíma til að syrgja og tíma til að umgangast aðra og njóta afþreyingar.

  • 7: HAFÐU GÓÐAR VENJUR

    Lífið gengur sinn vanagang þegar þú heldur þér uppteknum og ert með góðar venjur.

  • 8: TAKTU EKKI STÓRAR ÁKVARÐANIR OF SNEMMA

    Ef mögulegt er skaltu bíða í að minnsta kosti ár með að taka stórar ákvarðanir.

  • 9: MUNDU EFTIR ÁSTVINI ÞÍNUM

    Safnaðu myndum eða hlutum sem minna þig á ástvin þinn, eða skrifaðu niður minningar þínar um hann.

  • 10: FARÐU Í FRÍ

    Brjóttu upp dagskrána þína – þótt ekki sé nema hluta úr degi.

  • 11: AÐSTOÐAÐU AÐRA

    Hjálpaðu öðrum sem þurfa á því að halda, meðal annars þeim sem syrgja einnig ástvin þinn. Þá finnurðu að þú hefur tilgang að nýju.

  • 12: FORGANGSRAÐAÐU UPP Á NÝTT

    Notaðu þessa reynslu til að meta upp á nýtt hvað mestu máli skiptir og breyttu forgangsröðun þinni eftir þörfum.

Að sjálfsögðu tekur ekkert sársaukann alveg í burtu. En margir sem hafa misst ástvin segja að það hafi veitt þeim huggun að fylgja þeim atriðum sem rætt hefur verið um í þessari grein. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi yfir allt sem getur hjálpað til við að lina sorgina. En ef þú reynir að fara eftir einhverjum af þessum tillögum gætirðu fundið fyrir ákveðnum létti.

a Vaknið! mælir ekki með neinni ákveðinni læknismeðferð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila