Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g20 Nr. 1 bls. 4
  • Hvað veldur streitu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað veldur streitu?
  • Vaknið! – 2020
  • Svipað efni
  • Streita — orsakir og afleiðingar
    Vaknið! – 2005
  • Streita sækir á
    Vaknið! – 2005
  • Hvað er streita?
    Vaknið! – 2020
  • Ertu undir álagi?
    Vaknið! – 2020
Sjá meira
Vaknið! – 2020
g20 Nr. 1 bls. 4

RÁÐ VIÐ STREITU

Hvað veldur streitu?

Heilbrigðisstofnunin Mayo Clinic segir: „Flest fullorðið fólk segist finna fyrir sífellt meiri streitu. Líf fólks nú á dögum einkennist af breytingum og óvissu.“ Nokkur dæmi um breytingar og óvissu sem valda streitu eru:

  • skilnaðir

  • ástvinamissir

  • alvarleg veikindi

  • alvarleg slys

  • glæpir

  • þétt dagskrá

  • hamfarir – af völdum manna eða náttúrunnar

  • álag í skóla eða vinnu

  • áhyggjur af fjárhag og vinnu

AÐ MISSA VINNUNA

Bandaríska sálfræðingafélagið segir: „Að missa vinnuna getur verið gríðarlegt áfall. Atvinnulausum er hætt við að verða líkamlega veikir, eiga í erfiðleikum í hjónabandinu, þjást af kvíða eða þunglyndi og jafnvel að taka líf sitt. Atvinnumissir hefur áhrif á alla þætti lífsins.“

STREITA HJÁ BÖRNUM

Það er ekki óalgengt að börn finni fyrir streitu. Sum börn eru lögð í einelti í skóla eða vanrækt heima fyrir. Og sum verða fyrir líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Mörg börn kvíða prófum og að fá einkunnirnar. Og sum börn horfa upp á fjölskylduna sundrast vegna skilnaðar. Börn sem glíma við streitu geta fengið martraðir, átt erfitt með að læra, orðið þunglynd eða haft tilhneigingu til að einangra sig. Sum virðast ekki geta stjórnað tilfinningunum. Barni sem glímir við streitu bráðvantar hjálp.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila