Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 43
  • Jósúa verður leiðtogi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jósúa verður leiðtogi
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Jehóva valdi Jósúa
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Móse slær klettinn
    Biblíusögubókin mín
  • Njósnararnir tólf
    Biblíusögubókin mín
  • ‚Vertu hughraustur og harla öruggur‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 43

KAFLI 43

Jósúa verður leiðtogi

MÓSE langar mjög mikið til að fara inn í Kanaanland með Ísraelsmönnum. Þess vegna segir hann við Jehóva: ‚Leyfðu mér að fara yfir Jórdan til þess að sjá þetta góða land.‘ En Jehóva segir: ‚Nú er nóg komið! Minnstu ekki á þetta aftur!‘ Veistu hvers vegna Jehóva sagði það?

Það er vegna þess sem gerðist þegar Móse sló í klettinn. Þú manst að hann og Aron gáfu Jehóva ekki heiðurinn af því. Þeir sögðu ekki fólkinu að það væri Jehóva sem léti vatn koma úr klettinum. Þess vegna sagðist Jehóva ekki leyfa þeim að komast inn í Kanaan.

Nokkrum mánuðum eftir dauða Arons segir Jehóva við Móse: ‚Taktu Jósúa og leiddu hann fram fyrir Eleasar prest og allt fólkið. Þar skaltu í augsýn allra segja þeim að Jósúa sé nýi leiðtoginn þeirra.‘ Móse gerir nákvæmlega eins og Jehóva segir. Þú getur séð það á myndinni.

Jehóva segir þá við Jósúa: ‚Vertu sterkur og óhræddur. Þú munt leiða Ísraelsmenn inn í Kanaanland sem ég hef lofað þeim, og ég mun vera með þér.‘

Seinna segir Jehóva Móse að ganga upp á tindinn á fjallinu Nebó í Móabslandi. Þaðan getur Móse horft yfir Jórdan og séð hið fagra Kanaanland. Jehóva segir: ‚Þetta er landið sem ég hef lofað að gefa börnum Abrahams, Ísaks og Jakobs. Nú hef ég leyft þér að sjá það en þú færð ekki að fara þangað.‘

Uppi á fjallinu Nebó deyr Móse. Hann var 120 ára. Hann var enn þá þróttmikill og sjón hans var ekki farin að daprast. Þjóðin er mjög sorgmædd og grætur vegna þess að Móse er dáinn. En hún er einnig afar ánægð að Jósúa skuli vera nýi leiðtoginn hennar.

4. Mósebók 27:12-23; 5. Mósebók 3:23-29; 31:1-8, 14-23; 32:45-52; 34:1-12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila