Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • dg hluti 1 bls. 2-3
  • Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
  • Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
  • Svipað efni
  • Hverju svarar Biblían?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Af hverju leyfir Guð þjáningar?
    Hvað kennir Biblían?
  • Jörð sem er laus við þjáningar
    Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
  • Hvers vegna er svona mikið um þjáningar ef skaparanum er annt um okkur?
    Er til skapari sem er annt um okkur?
Sjá meira
Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
dg hluti 1 bls. 2-3

1. hluti

Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?

1, 2. Hvaða spurninga spyrja menn um Guð og hvers vegna?

EINHVERN tíma á ævinni kannt þú að hafa spurt: ‚Ef til er Guð sem ber í raun umhyggju fyrir okkur, hvers vegna leyfir hann svona miklar þjáningar?‘ Öll höfum við kynnst þjáningum eða þekkjum einhvern sem hefur gert það.

2 Í aldanna rás hafa menn sannarlega mátt þola sársauka og hugarkvöl vegna styrjalda, grimmdar, óréttlætis, fátæktar, sjúkdóma og ástvinamissis. Núna á 20. öldinni einni hafa styrjaldir drepið meira en 100 milljónir manna. Þar að auki hafa mörg hundruð milljónir særst eða misst heimili og eigur. Á okkar tímum hefur verið óhemjumikið um hræðilega atburði sem leitt hafa af sér mikla sorg, táraföll og vonleysiskennd hjá fleira fólki en tölu verður á komið.

3, 4. Hvað finnst mörgum um það að Guð skuli leyfa þjáningar?

3 Sumir fyllast beiskju og finnst að sé einhver Guð til þá beri hann í rauninni ekki umhyggju fyrir okkur, eða þeir halda jafnvel að Guð sé ekki til. Maður, sem varð fyrir barðinu á þjóðernisofsóknum sem ollu dauða vina hans og fjölskyldu í fyrri heimsstyrjöldinni, spurði til dæmis: „Hvar var Guð þegar við þurftum á honum að halda?“ Annar maður, sem lifði af þá er nasistar myrtu milljónir manna í síðari heimsstyrjöldinni, var svo harmþrunginn vegna þjáninganna sem hann sá að hann sagði: „Ef þið gætuð sleikt hjartað í mér myndi það eitra ykkur.“

4 Margt manna fær því ekki skilið að góður Guð geti leyft slæmum atburðum að gerast. Þeir draga í efa að hann beri í rauninni umhyggju fyrir okkur eða að hann sé yfirleitt til. Margir þeirra álíta einnig að þjáningin muni alltaf vera hluti mannlífsins.

[Mynd á blaðsíðu 2, 3]

Er nýr heimur laus við þjáningar í nánd?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila