Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • jt bls. 25-26
  • Alheimssamtök þeirra og starf

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Alheimssamtök þeirra og starf
  • Vottar Jehóva — Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir?
  • Svipað efni
  • Hvaða starfsemi fer fram á deildarskrifstofum?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Hvernig starfsemi votta Jehóva er háttað
    Hvers krefst Guð af okkur?
  • Farandumsjónarmenn – samverkamenn í sannleikanum
    Vottar Jehóva — sameinaðir í að gera vilja Guðs um allan heim
  • Sýnilegt skipulag Guðs
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
Vottar Jehóva — Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir?
jt bls. 25-26

Alheimssamtök þeirra og starf

NOKKUR stjórnunarstig eru notuð til að stýra prédikunarstarfinu sem fer fram í rúmlega 230 löndum. Heildarstjórnin er í höndum hins stjórnandi ráðs við höfuðstöðvarnar í Brooklyn í New York. Það sendir ár hvert fulltrúa til ýmissa svæða um heim allan til að ráðgast við fulltrúa á deildarskrifstofunum. Þar eru deildarnefndir, skipaðar frá um það bil þremur til sjö mönnum sem hafa umsjón með starfinu í því landi eða löndum sem undir þá heyra. Sumar þessara deildarskrifstofa annast rekstur prentsmiðja og nokkrar þeirra nota háhraða hverfipressur. Landinu eða svæðinu, sem hver deildarskrifstofa þjónar, er deilt niður í umdæmi og er þeim síðan skipt niður í svonefnd farandsvæði. Á hverju farandsvæði eru um það bil 20 söfnuðir. Umdæmishirðir heimsækir farandsvæðin í umdæmi sínu eitt á eftir öðru. Tvö mót eru haldin árlega fyrir hvert farandsvæði. Auk þess er sendur út farandhirðir og hann heimsækir hvern söfnuð á farandsvæði sínu yfirleitt tvisvar á ári. Hann hjálpar trúbræðum sínum að skipuleggja prédikunarstarfið og sinna því vel á starfssvæðinu sem söfnuðinum er úthlutað.

Söfnuðurinn á hverjum stað og ríkissalurinn þar er miðstöð fyrir boðun fagnaðarerindisins í því byggðarlagi. Heildarsvæðinu, sem söfnuðurinn sér um, er skipulega deilt niður í lítil starfssvæði. Þeim er síðan skipt niður á meðlimi safnaðarins sem leitast við að heimsækja og tala við íbúana á hverju heimili. Stærð safnaðanna er breytileg, frá fáeinum vottum og allt upp í 200 og eru „öldungar“ útnefndir til að annast ýmis skyldustörf. Burðarásinn í samtökum Votta Jehóva er hver boðberi fagnaðarerindisins sem slíkur. Hver einstakur vottur, hvort sem hann gegnir þjónustu við aðalstöðvarnar, á deildarskrifstofunum eða í söfnuðunum, fer sjálfur út á meðal manna til að segja þeim frá Guðsríki.

Skýrslur um þetta boðunarstarf eru sendar til aðalstöðvanna þar sem þær eru teknar saman og birtar í árbók. Tafla er líka prentuð í fyrsta tölublaði Varðturnsins í janúar ár hvert. Þessi tvö rit gefa nákvæma skýrslu um það sem vottar Jehóva koma til leiðar hvert ár í því starfi að bera vitni um Jehóva og ríki hans í höndum Jesú Krists. Undanfarið hafa um 16.000.000 votta og áhugasamra manna sótt hina árlegu minningarhátíð um dauða Jesú. Vottar Jehóva verja meira en 1.000.000.000 klukkustunda á ári í að kunngera fagnaðarerindið. Þeir dreifa ritum svo skiptir hundruðum milljóna eintaka og um 300.000 nýir láta skírast ár hvert.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila