Boð okkar til þín
Við nutum þess að fá að ræða við þig á blaðsíðum þessa bæklings. Vonandi hafðir þú ánægju af að fræðast meira um Votta Jehóva. Við bjóðum þig hjartanlega velkominn í heimsókn til okkar í ríkissalinn, samkomusal okkar. Komdu og sjáðu hvernig samkomurnar fara fram. Sjáðu hvernig við leitumst við að flytja mönnum fagnaðarerindið um paradís á jörð undir stjórn Krists.
Guð hefur lofað mönnum slíkri jörð. „Eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.“ (2. Pétursbréf 3:13) Margar aldir eru liðnar síðan fyrirheitið var gefið. Biðtíminn er brátt á enda. Ástand heimsmálanna gefur það skýrt til kynna.
„Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar . . . heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.“ (Hebreabréfið 10:24, 25) Við hvetjum þig til að fylgja þessu ráði Páls postula og sækja safnaðarsamkomur með okkur.