Kunngerum fagnaðarerindið með bæklingum
1 Hve gleðilegt er það ekki að þekkja sannleikann og vera í hópi þeirra sem kunngera fagnaðarerindið! Fólk utan skipulags Guðs þarf sárlega að heyra fagnaðarerindið um Guðsríki. Sannleikurinn um Guðsríki er útskýrður á einfaldan hátt í bæklingunum „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“ og Stjórnin sem koma mun á paradís. Þeir gefa skýra mynd af lífinu á jörðinni undir stjórn Guðsríkis og beina lesandanum að því sem orð Guðs segir um það. Bæklingurinn Nafn Guðs sem vara mun að eilífu undirstrikar nauðsyn þess að þekkja og heiðra nafn Guðs til að njóta blessunar Guðsríkis. Vitaskuld er það aðeins upphafið á starfi okkar að láta áhugasama fá bækling. (1. Kor. 9:23) Við skulum án tafar fara aftur til þeirra í þeim tilgangi að bjóða þeim biblíunám í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Hvernig getum við gert þetta í ágúst?
2 Þegar þú býður bæklinginn „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ gætir þú byrjað á því að sýna alla kápumyndina og spyrja:
◼ „Hvað heldur þú að þurfi að gerast til að öll jörðin líti svona út?“ Gefðu kost á svari. Bentu á nokkra þætti myndarinnar sem raktir eru á blaðsíðu 3. Segðu því næst: „Flestum finnst útilokað að skapa slíkan heim. En það er Guði ekki ómögulegt. [Bentu á nokkur atriði í tölugrein 43; lestu Jesaja 9:6, 7.] Guð hefur lofað að koma til leiðar nýjum heimi þar sem fólk allra þjóða fær notið dásamlegrar paradísar. Ég vildi gjarnan að þú læsir þennan bækling. Hann leiðir í ljós hvernig þú og fjölskylda þín getið öðlast dásamlega framtíð af hendi Guðs.“
3 Í endurheimsókn gætir þú notað „Sjá,“ bæklinginn til að útskýra hvers vegna þörf sé á að fræðast meira um Biblíuna. Sýndu kápumyndina aftur og segðu:
◼ „Þegar ég sýndi þér fyrst þessa mynd kom okkur saman um að indælt væri að búa í svona dásamlegum heimi. Til að svo megi verða er nokkuð sem við þurfum öll að gera.“ Flettu upp á tölugrein 52 í bæklingnum og lestu þá grein og Jóhannes 17:3. Tengdu ritningarstaðinn við líkinguna í grein 53 um rétta biblíufræðslu og taktu síðan fram að vottar Jehóva bjóða slíka fræðslu ókeypis heima hjá fólki. Þú skalt bjóðast til að sýna námsaðferðina okkar og nota Þekkingarbókina til þess.
4 Þegar þú býður bæklinginn „Stjórnin sem koma mun á paradís“ gætir þú reynt að segja þetta:
◼ „Ég heft heyrt marga segja að þeir myndu vilja búa við stjórn sem gæti í rauninni leyst þau stóru vandamál sem við eigum núna við að stríða. [Nefndu vandamál eins og atvinnuleysi, glæpi eða fíkniefnanotkun.] Þetta lætur okkur vera óörugg um framtíð okkar og ástvina okkar. Heldur þú að það eigi eftir að koma stjórn sem leysa muni þessi vandamál? [Gefðu kost á svari.] Ef til vill ferð þú stundum með Faðirvorið. Hefur þú tekið eftir að þar er í rauninni beðið um réttláta stjórn?“ Flettu upp á blaðsíðu 3 í bæklingnum og lestu fyrstu tvær greinarnar. Bjóddu bæklinginn.
5 Ef þú útbreiddir bæklinginn „Stjórnin sem koma mun á paradís,“ gætir þú hafið samræðurnar í endurheimsókninni með því að segja:
◼ „Síðast ræddum við um þörfina á réttlátri stjórn sem gæti leyst vandamál mannsins. Bæklingurinn, sem ég skildi eftir hjá þér, bendir á Guðsríki sem okkar einu von. Sumir velta fyrir sér hvað sú stjórn gæti gert til að bæta hlutskipti okkar í lífinu. Biblían sýnir að Kristur hafi þegar sannað að honum muni takast það sem mannlegum leiðtogum hefur mistekist.“ Opnaðu bæklinginn á blaðsíðu 29 og lestu síðustu fjórar greinarnar. Segðu síðan: „Lýsir þetta ekki dásamlegri framtíð? Vildir þú lifa við slíkar aðstæður?“ Gefðu kost á svari. Lestu Jóhannes 17:3. Hvettu viðmælanda þinn til að fræðast meira með heimabiblíunámi.
6 Þegar þú býður bæklinginn „Nafn Guðs sem vara mun að eilífu“ gætir þú sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Einhver þekktasta bænin í heiminum er Faðirvorið. Þar biðja menn um að Guðsríki komi og að vilji Guðs verði gerður á jörðu eins og hann er gerður á himni. Erfitt er að ímynda sér að eitthvað annað hafi meiri þýðingu. En þrátt fyrir það sagði Jesús okkur að biðja á undan öllu öðru um að nafn Guðs yrði helgað. Hefur þú nokkurn tíma hugleitt hvers vegna Jesús nefndi fyrst í bæninni að nafn Guðs skyldi ‚helgast‘? [Gefðu kost á svari.] Það er augljóst af Biblíunni að nafn Guðs hafði mikla þýðingu fyrir Jesú. Bæn hans til Guðs kvöldið fyrir dauða sinn staðfestir það. [Lestu Jóhannes 17:6, 26.] En hvert er þetta nafn og hvaða þýðingu hefur það? Þessi bæklingur svarar því.“
7Þegar þú ferð aftur til þeirra sem þáðu bæklinginn „Nafn Guðs sem vara mun að eilífu“ gætir þú hafið samtalið á þessum nótum:
◼ „Um daginn vakti ég athygli þína á því að Jesús lagði mikla áherslu á nafn Guðs. Hann sagðist hafa kunngjört lærisveinum sínum það. En ætli fólk um víða veröld viti almennt hvað Guð heitir? [Gefðu kost á svari.] Bæklingurinn, sem þú fékkst hjá mér um daginn, sýnir glöggt að í Biblíunni hefur Guð eiginnafn sem enginn annar ber. Nafnið er skrifað með fjórum hebreskum samhljóðum og hafa menn notað það sem áletrun um aldir. [Sýndu myndirnar á blaðsíðu 9.] En ætli það eina sem felist í því að helga nafn Guðs sé að vita hvað hann heitir og letra nafn hans á trúarlega muni? [Gefðu kost á svari.] Eins og fram kemur aftast í bæklingnum fylgir því mikil blessun að þekkja nafn Guðs.“ Lestu fyrstu greinina á blaðsíðu 31. Lestu Jóhannes 17:3 og undirstrikaðu að ekki nægir að þekkja nafnið eitt heldur líka persónuna sem ber það. Sýndu 3. kafla í Þekkingarbókinni og bjóddu biblíunám.
8 Ef þú notar aðra bæklinga getur þú samið þín eigin kynningarorð og haft tillögurnar hér að ofan til fyrirmyndar. Þegar við á skaltu útskýra stuttlega að áhugasamt fólk geti lagt lítið eitt af mörkum til prédikunarstarfsins um heim allan. Undirbúðu þig vel og leitaðu blessunar Jehóva þegar þú kunngerir fagnaðarerindið.