Líktu eftir Jehóva og áttu þér einlæglega annt um aðra
1 Jehóva er besta dæmið um þann sem sýnir öðrum einlæga umhyggju. Sem drottinvaldur alheimsins og skapari mannanna er hann næmur fyrir þörfum þeirra. (1. Pét. 5:7) Jesús hvatti fylgjendur sína til að sýna eiginleika föður síns sem lætur sólina koma upp og rigna yfir réttláta og rangláta. (Matt. 5:45) Þú getur líkt eftir Jehóva með því að sýna öðrum einlæga umhyggju — vera reiðubúinn til að segja öllum sem þú hittir frá boðskapnum um Guðsríki. Ef þú þekkir rækilega bæklingana sem verða notaðir í boðunarstarfinu í júlí ert þú í góðri aðstöðu til að bjóða fram aðstoð þína í andlegum málum. Í eftirfarandi tillögum koma fram nokkrar hugmyndir um hvernig þú getir búið þig undir fyrstu heimsókn og fylgt áhuganum eftir með endurheimsókn á heppilegum tíma.
2 Þegar þú býður bæklinginn „Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?“ gætir þú sagt:
◼ „Hefur þú velt fyrir þér hvers vegna Guð leyfir að mennirnir þjáist ef hann ber í raun umhyggju fyrir þeim? [Gefðu kost á svari.] Þessi bæklingur veitir ekki aðeins fullnægjandi svar við þeirri spurningu heldur sýnir líka fram á að Guð hefur lofað að gera að engu allan þann skaða sem maðurinn hefur valdið sjálfum sér og jörðinni.“ Lestu tölugrein 23 á blaðsíðu 27. Sýndu myndina neðst á síðunni og lestu Sálm 145:16 frá tölugrein 22. Bjóddu bæklinginn. Ef hann er þeginn skaltu spyrja spurningar sem svara má í næstu heimsókn, eins og þessarar: „Langar þig til að vita hvernig Guð muni koma þeirri fyrirætlun sinni í framkvæmd að úthella margvíslegri blessun yfir mannkynið og breyta jörðinni í paradís?“ Gættu þess að nefna að alþjóðastarfi okkar er haldið uppi með frjálsum framlögum.
3 Þegar þú ferð aftur til þeirra sem þáðu bæklinginn „Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?“ gætir þú komið öðru samtali af stað á þennan hátt:
◼ „Þegar ég kom hingað síðast ræddum við um að Guð ber svo sannarlega umhyggju fyrir okkur og fyrirætlun hans er sú að bæta að fullu það tjón sem maðurinn hefur valdið sér og jörðinni.“ Sýndu myndina á blaðsíðu 2-3 og segðu: „Við lukum samræðum okkar með þeirri spurningu hvernig Guð muni koma þeirri fyrirætlun sinni í framkvæmd að úthella margvíslegri blessun yfir mannkynið og breyta jörðinni í paradís. Hvað heldur þú?“ Gefðu kost á svari. Flettu upp á blaðsíðu 17 og lestu grein 2 og Daníel 2:44. Lestu því næst grein 12 á blaðsíðu 18. Spyrðu húsráðandann hvort hann vilji líta með þér á 9. hluta bæklingsins. Játi hann því skaltu nema hann með honum.
4 Hér er aðferð sem nota mætti til að bjóða bæklinginn „Þegar ástvinur deyr.“ Sýndu forsíðuna og segðu:
◼ „Núna erum við að bjóða fólki þennan bækling sem hefur fært milljónum manna, sem misst hafa ástvini, hughreystingu og von. Hefur þú velt fyrir þér hvaða von sé fyrir hina dánu? [Gefðu kost á svari.] Biblían skýrir greinilega frá loforði Guðs um upprisu.“ Lestu Jóhannes 5:28, 29. Opnaðu bæklinginn og farðu nokkrum orðum um það sem sagt er í síðustu greininni á blaðsíðu 28 og þeirri fyrstu á blaðsíðu 31. Sýndu myndirnar á blaðsíðu 29 og 30. Bjóddu bæklinginn. Þú getur rutt endurheimsókn brautina með því að spyrja: „Hvernig getum við verið viss um að dauðinn verði um síðir algerlega afmáður?“
5 Þú kannt að vilja nota eftirfarandi kynningarorð í endurheimsókn hjá þeim sem þáðu bæklinginn „Þegar ástvinur deyr“:
◼ „Í samtali okkar um daginn ræddum við um hina dásamlegu upprisuvon. Bæklingurinn, sem ég skildi eftir hjá þér, útskýrir hvers vegna við getum verið viss um að dauðinn verði um síðir algerlega afmáður. Fannst þér fyrirheit Guðs ekki vera hughreystandi og styrkjandi?“ Gefðu kost á svari. Flettu síðan upp á blaðsíðu 31 í bæklingnum og lestu aðra og þriðju efnisgreinina, svo og einnig Opinberunarbókina 21:1-4. Undirstrikaðu hverjar horfurnar eru á því að fá að njóta lífsins án þess að deyja nokkurn tíma. Með hliðsjón af áhuganum, sem sýndur er, og aðstæðunum þá stundina gætir þú boðið biblíunám í Þekkingarbókinni eða spurt annarrar spurningar til að opna leiðina fyrir næstu endurheimsókn.
6 Þú gætir sagt efirfarandi þegar þú kynnir bæklinginn „Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?“:
◼ „Margir hafa velt fyrir sér hver sé tilgangur lífsins. Þeir hafa spurt sjálfa sig: ‚Hvers vegna er ég hér? Hvert fer ég? Hvað bíður mín í framtíðinni?‘ Hvar heldur þú að finna megi svörin? [Gefðu kost á svari.] Sjáðu hvað Biblían segir. [Lestu Sálm 36:10.] Er ekki skynsamlegt að álykta að skapari mannsins sé hæfastur til að útskýra hvers vegna við erum hérna? [Gefðu kost á svari.] Þessi bæklingur sýnir hinn stórkostlega tilgang sem Guð hefur með okkur.“ Flettu upp á blaðsíðu 20-1, lestu myndatextann og segðu eitthvað um myndina; bjóddu síðan bæklinginn. Ef hann er þeginn skaltu spyrja: „Hvernig getum við verið viss um að það sé enn tilgangur Guðs að maðurinn skuli lifa að eilífu í paradís á jörð?“ Útskýrðu framlagafyrirkomulagið. Ákveddu tíma til að koma aftur.
7 Ef bæklingurinn „Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?“ var þeginn gætir þú sagt eitthvað á þessa leið þegar þú kemur aftur:
◼ „Mér þótti reglulega skemmtilegt að ræða við þig um daginn um það að samkvæmt orði Guðs hefur mannlífið sannarlega tilgang.“ Sýndu myndina á blaðsíðu 31 og spyrðu: „Hvernig getum við verið viss um að það sé enn þá vilji Guðs að mennirnir lifi að eilífu í paradís á jörð?“ Lestu tölugrein 3 á blaðsíðu 20. Ræddu efnisatriði undir millifyrirsögninni „Enn þá tilgangur Guðs“ á blaðsíðu 21. Lestu af baksíðu bæklingsins boðið um ókeypis heimabiblíunám. Kynntu Þekkingarbókina og bjóðstu til að sýna hvernig við notum hana sem hjálpargagn við biblíunám.
8 Boðunarstarf okkar ætti að endurspegla einlægan áhuga okkar á að hjálpa hreinhjörtuðu fólki ‚að komast til þekkingar á sannleikanum.‘ (1. Tím. 2:4) Þess vegna skaltu nota hluta tíma þíns í boðunarstarfinu til að fara aftur til allra sem þáðu hjá þér bækling. Slík einlæg umhyggja getur leitt til þess að þú náir að hjálpa þeim sem andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum sem framdar eru innan falstrúarbragðanna til að fá á sig merki til björgunar. (Esek. 9:4, 6) Þú munt líka fá að reyna þá gleði og fullnægju sem fylgir því að vita að þú sért að líkja eftir Jehóva og látir þér einlæglega annt um aðra. — Samanber Filippíbréfið 2:20.